Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Side 52
föstudagur 8. ágúst 200852 Helgarblað DV Tónlist UpptökUr seldar áður óheyrð upptaka með Bítlunum seldist á mið- vikudaginn. Kaupandinn var óþekktur og seldist upptakan á sem svarar til rúmlega átján hundruð þúsunda króna á Bretlandi. upptakan er um 30 mínútur og haldið er að hún sé frá 1964. á upptök- unni heyrist þegar Bítlarnir eru að grínast og reyna nokkrum sinnum að taka upp nokkur lög með mis- jöfnum árangri. umsjón: Krista Hall krista@dv.is Fer hjá sér Aðalsöngvari Kings Of Leon, Caleb Followill, kvíðir því að syngja nýtt lag hljóm- sveitarinnar sem kallast Sex on Fire. Hann fer hjá sér við að syngja textann í laginu þar sem línan „You, your sex is on fire“ er endurtekin margoft. Söngvaranum fannst lagið fá- ránlegt og var ekki sáttur við að þurfa að syngja um brennandi kynlíf í eitt og hálft ár. „Ég veit að nafnið á laginu er grípandi, við erum að verða gömul og við þurfum að láta fólk halda að við höfum ennþá kynhvöt,“ segir söngvarinn. „Húsbandið mitt spilar á Prik- inu alla þriðjudaga og laugardaga og við höfum gert það í allt sum- ar. Það kostar ekkert inn,“ segir Ari Bragi Kárason trompetleik- ari. Mjög misjafnt er hverjir spila í hljómsveitinni í hvert skipti og eru það þá helst vinir Ara sem komast til að spila. Það eru þó nokkrir sem spila alltaf og eru það félagar sem útskrifuðust nýverið með Ara úr FÍH. Hljómsveitarfé- lagar Ara heita Magnús Tryggva- son Elíassen sem spilar á tromm- ur, Kristján Tryggvi Marteinsson spilar á píanó og Pétur Sigurðsson spilar á bassa. Höfum allir gaman af „Við erum langt leiddir í heimi spunamúsíkur,“ segir Ari kankvís en bandið spilar aðallega fönk frá áttunda áratugnum. „Þetta er það sem við höfum allir gam- an af og það er tiltölulega auð- velt að spila þessa tónlist. Við erum mjög naskir á að fara með hana á einhvern nýjan stað í hvert skipti, hvert lag er aldrei spilað alveg eins tvisvar. Við reynum að hafa þetta eins opið og við get- um hverju sinni, lögin eru oft al- veg 20 mínútna löng og þá ein- mitt kemur þessi góða stemning hjá fólki. Sólóin verða endalaus og það verður endalaust gaman!“ Síðustu tvö skipti sem Húsbandið spilaði bættist Guðmundur Pét- ursson gítarleikari í hópinn. Að auki hafa aðrir þekktir tónlistar- menn spilað og má þá nefna Ein- ar Val Scheving trommara, Jó- hann Ásmundsson, bassaleikara í Mezzoforte, og Óskar Guðjóns- son saxófónleikara. komust færri að en vildu „Við höfum verið að spila í allt sumar á Prikinu en við byrjuðum í júní. Við strákarnir hittumst svona einu sinni tvisvar áður en við spil- uðum fyrst og ákváðum hvern- ig við ætluðum að gera þetta og svo bara kýldum við á það,“ seg- ir Ari. Þeir hafa spilað frá klukkan tíu, hálf ellefu til eitt og alltaf fyrir troðfullu húsi. „Það er nú kannski ekki beint erfitt að fylla Prikið! Á laugardaginn seinasta var mjög gaman og komust færri inn en vildu. Fólk var gjörsamlega ofan í bandinu þannig að það var bara hálfóþægilegt,“ segir Ari. Síðasta skipti Ara í bili með Húsbandinu var á þriðjudaginn því hann er að flytja til New York í tónlistarhá- skóla. „Ég setti Húsbandið í hend- urnar á hinum strákunum og þeir ætla bara að sjá um þetta og halda þessu gangandi út ágúst,“ segir Ari að lokum. astrun@dv.is „Við kláruðum að taka upp fyrstu plötuna okkar núna á laugardag- inn,“ segir Unnsteinn Manúel, að- alforsprakki sveitarinnar Retro Stefsson. „Það er ekki ennþá komið nafn á plötuna en lögin verða svona tíu til fimmtán. Það gekk mjög vel að taka upp, við byrjuðum bara á mánudaginn og þetta var ótrúlega fljótgert,“ segir Unnsteinn. „Við æfð- um lögin á fullu áður en við fórum í stúdíó og svo tókum við þau bara læv upp og við erum mjög sátt með þetta,“ segir hann. „Svo byrjum við bara að hljóðblanda núna á mánu- daginn næsta, Benni Hemm Hemm tók upp lögin með okkur og hljóð- blandar líka,“ segir Unnsteinn. Hann segir að lögin á plötunni séu frá því að vera tveggja mánaða göm- ul upp í fjögurra ára. „Næst spilum við líklegast 16. ágúst á Skólavörðustíg því það er verið að opna götuna aftur eftir við- gerðir. Við spilum líka á menning- arnótt og á afmælishátíð Norræna hússins,“ segir Unnsteinn. Hljóm- sveitarmeðlimir eru sjö og allir á menntaskólaaldri. „Við erum öll í menntaskóla, litli bróðir minn Logi er að byrja í menntaskóla núna í vetur en hann spilar á bassa,“ segir hann. Aðspurður hvort hljómsveit- armeðlimir hafi bara einbeitt sér að spileríi í sumar segir Unnsteinn að svo hafi ekki verið þar sem unn- ið var í félagsmiðstöð Frostaskjóls. „Það var mjög gaman, við tókum bara þessa eina viku frí úr vinnunni til að gera plötuna,“ segir Unnsteinn að lokum. astrun@dv.is Retro Stefsson hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu plötu: Fljót að taka upp plötu Tónlist á vefinn IMX/ÚTÓN býður íslensku tónlistarfólki og þeim stem starfa við að koma tónlist á framfæri á námskeið um dreif- ingu, kynningu og markaðs- setningu á tónlist á vefnum. Námskeiðið fer fram 2. sept- ember klukkan 17 í Hressing- arskálanum. Kennari nám- skeiðsins er Denzyl Feigelson. Á námskeiðið kostar 5.000 krónur fyrir félaga í FÍH, FTT, FT og FÍT en 10.000 krónur fyrir aðra. Hægt er að skrá sig á netfangið greta@utflutnings- rad.is eða hringja í síma 511 4000. Wolfmother hættir Ástralska hljómsveitin Wolfmother er hætt. Þrír með- limir hljómsveitarinnar, And- rew Stockdale, Myles Heskett og Chris Ross, hafa átt í erjum í langan tíma og það er ástæðan sem gefin er upp fyrir sam- starfsslitunum. Bassaleikarinn og hljómborðsleikarinn Chris Ross og trommuleikarinn Myl- es Heskett ætla að semja tón- list saman en Andrew Stock- dale, aðalsöngvarinn, ætlar að halda áfram í Wolfmother og finna nýja liðsmenn í hljóm- sveitina til að hefja vinnu við nýja plötu í lok ársins. ari Bragi kárason hefur spilað með Húsbandinu í allt sumar fyrir fullu húsi á Prik- inu. Þekktir tónlistarmenn hafa slegist í hópinn enda er mismunandi hverjir spila í hvert skipti með bandinu. Endalaus sóló ari Bragi mundar trompetið Húsbandið spilar fönk ættað frá áttunda áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.