Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 54
DV Helgarblað föstudagur 8. ágúst 2008 54 ... Dísu frábær frumraun. dísa er komin til að vera. ... Café Mílanó í Faxafeni Prýðilegt kaffi. Hefur það fram yfir mörg kaffihús í miðbænum að bjóða upp á mikið rými og nokkra mjúka og þægi- lega stóla. ... nýjum Serrano-stað í Hafnarfirði serrano sannar enn eina ferðina að skyndibiti þarf ekki endilega að vera óhollur. Hann getur verið hollur, og góð- ur um leið. mælir með... n Eric clapton í Egilshöll Hin stórmerki söngvari Eric Clapton mætir ásamt hljómsveit í Egilshöllina í kvöld. á Evróputónleikaferð sinni í sumar mun Clapton fylgja eftir útgáfu safndisks síns og flytja lög eins og sunshine Of Your Love, White room, Layla, Knockin‘ On Heaven‘s door, Cocaine og Wonderful tonight. Egilshöllinni verður skipt í tvö svæði, a- og B- svæði og voru rúmlega tíu þúsund aðgöngumiðar í boði á tónleikana. n sálin á playErs Hin eina og sanna sálin hans Jóns míns mætir með sitt herlið á Players í kvöld. Hvert mannsbarn á Íslandi á að hafa heyrt um hljómsveitina. Hægt er að segja að stefán Hilmarsson og guðmundur Jónsson séu íslensku John Lennon og Paul McCartney. á sálarböllum er alltaf fjör og verður engin breyting á því á Players í kvöld. dragðu fram dansskóna og skelltu þér á gólfið og dillaðu þér við lög eins og sódóma, allt er á tjá og tundri og auður. n ligEti tónlEikar ísafoldar á kjar- valsstöðum Kammersveitin Ísafold leikur fjögur verk eftir ungverska tónskálið györgy Ligeti en hann var upphafsmaður margra nýrra stíla í tónlist 20. aldar og var eitt vinsælasta tónskáld sinnar tíðar. Efnisskráin á tónleikunum er strengjakvartett nr. 1, Melodien, Blásarakvintettinn og Kammerkonsertinn. tónleikarnir hefjast klukkan átta og verða með óvenjulegu sniði í húsnæði Kjarvalsstaða. n fiskidagurinn mikli á dalvík um helgina verður fiskidagurinn mikli á dalvík haldinn hátíðlegur. á föstudagskvöldinu er fiskisúpukvöldið mikla og verður margt að gerast í bænum. fólk labbar á milli húsa til að fá gefins fiskisúpu í bolla. á miðnætti mætir síðan hinn eini og sanni geirmundur Valtýsson í Bárubúð og skemmtir til klukkan fjögur og er frítt inn, því ættu allir að geta farið að skemmta sér konunglega. fyrir þá sem eru yngri og eru meira fyrir nýjustu danstónlistina þá mæta þeir fé- lagar dj almar, dj ármann ásamt dj Begga Bess á miðnætti í Bakaríið Pub og halda stemningunni gangandi til klukkan fjögur. n dalton á hrEssó daltonbræður mæta á Hressó og ætla að halda skemmtun- inni uppi frá klukkan tíu til eitt. frítt er inn á Hressó og hvernig væri að mæta á svæðið og þenja raddböndin við meðal annars lagið Halló heimur og gæsalagið. n dj maggi á sólon á sólon mun dj Maggi halda uppi fjörinu á léttum föstudegi. um hverja helgi er góð stemning á dansgólfinu og verður lítil breyting á því um helgina. á sólon er frítt inn og aldurstakmark- ið tuttugu og tvö ár. að sögn starfsmanna eru gerðar undantekn- ingar á aldurstakmarki ef fólk er vel til haft. n gay pridE-ball á nasa dj Páll Óskar ætlar að gera allt vitlaust á gay Pride- balli á Nasa. Páll Óskar hefur verið að gera allt brjálað síðustu helgar og á hann auðvelt með að halda uppi góðri stemmingu með tónlist sinni. forsala á ballið verður á trukknum hjá Palla í göngunni. Húsið er opnað klukkan ellefu. Miðaverð er tvö þúsund krónur og aldurstakmarkið tuttugu ár. n á móti sól í valaskjálf Hljómsveitin á móti sól mætir í Valaskjálf í kvöld. Líkt og má sjá á heimasíðu hljómsveitarmeðlima segja þeir að það sé kominn ansi langur tími síðan þeir spiluðu þar síðast og í raun svo langt síðan að þeir muna ekki eftir því. strákarnir lofa góðu balli enda Valaskjálf eitt af þeirra uppáhaldshúsum að spila í. á móti sól hefur verið þekkt fyrir að vera góð á böllum síðustu árin og voru þeir strákar fyrr í sumar í útlöndum að taka upp nýtt efni. Því má áætla að það heyrist nýtt efni í bland við það gamla og góða. n atmosphErE & brothEr ali á tunglinu atmosphere er ein allra besta neðanjarðar hip- hop hljómsveit í bransanum enda hefur hún vakið mikla athygli fyrir frábæra sviðsframkomu og snarbeitta texta. Þetta er í þriðja skiptið sem atmosphere kemur til landsins en hún kom árið 2003 og 2006. fyrir tveimur árum tróð Brother ali upp með þeim og gerir það einnig núna. upphitunin er í höndum 1985! og 7Berg en dj danni deluxxx mun halda partíinu gangandi eftir tónleikana langt fram undir morgun. Hægt er að kaupa miða á midi.is og kostar hann tvö þúsund og fimm hundruð krónur en þrjú þúsund krónur við dyr. Húsið er opnað klukkan ellefu og er tuttugu ára aldurstakmark. n tónlEikar á bar 11 Hljómsveitin Nögl ásamt Vicky Pollard og ten steps away verða með tónleika á skemmti- staðnum Bar 11 á Laugavegi 11 í kvöld. Hljómsveitirnar skipar allar ungt fólk á frambraut. Lagið I promise með hljóm- sveitinni Nögl hefur verið í spilun á útvarpsstöðinni X-inu 977. Vicky Pollars er nýkomin heim úr tónleikaferð frá Kína og ten steps away er um þessar mundir að vinna að plötu. tónleikarnir hefjast klukkan ellefu og er frítt inn. n stuðmEnn og vEðurguð- irnir í hvítahúsinu á sElfossi Bæjarhátíðin sumar á selfossi verður um helgina og af því tilefni verður stórdansleikur í Hvítahúsinu. stórhljómsveitirnar stuðmenn og Veðurguðirnir ætla að trylla lýðinn langt fram eftir öllu. skemmtunin byrjar snemma því stuðmenn mæta á svæðið á slaginu klukkan tólf og Veðurguðirnir byrja að spila klukkan tvö. Þetta verður skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Það verða boðnar fríar sætaferðir í Hvítahúsið á milli ellefu og tólf. n dj hannEs á vEgamótum dj Hannes mætir á Vegamót í kvöld. Hann er þekktur fyrir góða stemningu og mikið fjör. Það er erfitt að standa kyrr á meðan Hannes er í búrinu. gerðu léttu fötin klár og undirbúðu þig fyrir að dansa vel og lengi. föstudagur laugardagur HHHHH HHHHH HHHHH Hvaðeraðgerast mælir ekki með... ... The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor allra slakasta Mummy-myndin. Ef þú ert að leita að illa leikinni ævintýramynd sem býður upp á fullt af bardagasenum, sprengingum, skrímslum, undarlegum fígúrum og lélegum bröndurum er þessi alveg málið. N ýt t í b íó Wall-Eleikstjóri: andrew stantonaðalhlutverk: fred Willard, Jeff garlin, Kim Kopf og Ben Burtt árið er 2700 og Wall-E hefur eytt síðustu hundruðum ára í að þrífa jörðina en mennirnir skildu eftir sig svo mikið rusl að þeir þurftu að lokum að yfirgefa hana og finna nýtt heimili. Eftir allan þennan tíma í einsemd er Wall-E orðinn sérvitur og forvitinn, en hann safnar öllum munum sem hann kemst yfir. Einn daginn hittir hann vélmennið EvE og verður strax ástfanginn af henni. Þá hefst ævintýraferð vélmennanna um himingeiminn og á leið sinni hitta þau ansi litríka persónuleika sem gera sitt besta til að hjálpa þeim að komast á leiðarenda. imdb: 8,7/10 rottentomatoes: 96/100% metacritic: 9,1/10 ... The Love Guru Hefðbundið Mike Myers-grín með dvergabröndurum og hans klassísku fyndnu svipum. Kúk- og piss-kímni getur hæglega verið frábær en kallar hér ekki fram nema einstaka glott. HHHHH HHHHH thE mummy: tomb of thE dragon EmpEror leikstjóri: rob Cohen aðalhlutverk: Brendan fraser, John Hannah, Maria Bello, Jet Li og Luke ford rick o‘connell er mættur aftur og í þetta skiptið berst hann við keisara sem hefur risið upp frá dauðum í mynd sem á sér stað allt frá grafhvelfingum í kína fornaldar til hæstu tinda himalaya fjallanna. í för með honum slást sonur hans, alex, konan hans, Evelyn og bróðir hennar, jonathan. fjölskyldan kemst fljótt að því að blóðþorsti keisarans hefur aðeins aukist síðustu þúsundir ára og þau verða fljótt að taka á öllu sínu til þess að koma í veg fyrir að keisarinn steypi heiminum í eilífa glötun. imdb: 5,5/10 rottentomatoes: 9/100% metacritic: 4,5/10 thE lovE guru leikstjóri: Marco schnabel aðalhlutverk: Mike Myers, Jessica alba, Jessica simpson og Justin timberlake. myndin segir sögu pitka. hann flytur til bandaríkjanna til að leita fjár og frægðar í sjálfhjálpar- og andlega geiranum. Það reynir heldur en ekki á óhefðbundnar aðferð- ir hans þegar hann þarf að sætta darren roanoke, atvinnuísknattleiksspilara, og eiginkonu hans í erfiðu rifrildi sem verður þess valdandi að darren spilar mjög illa. pitka verður að ná að koma þeim báðum í hjúskaparnirvana og koma darren aftur í sitt besta stand svo lið hans geti unnið stanley- bikarinn í fyrsta sinn í 40 ár. imdb: 8,7/10 rottentomatoes: 14/100% metacritic: 4,0/10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.