Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 14
„Sigurbjörn var alveg einstakur mað- ur og vafalaust áhrifamesti predik- ari krikjunnar á síðustu öld. Hann var ekki bara mælskur heldur djúp- ur og spakur að viti og mjög merki- legur guðfræðingur. Hann var mikill áhrifamaður í íslensku þjóðlífi síð- ustu aldar. Virðing hans náði langt út fyrir raðir þjóðkirkjumanna og hann var mikill andlegur höfðingi,“ seg- ir séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti. Doktor Sigurbjörn Einarsson biskup lést í gærmorgun, fimmtudag- inn 28. ágúst, 97 ára að aldri. Hann gegndi embætti biskups Íslands frá árinu 1959 til 1981. Sigurbjörn fædd- ist 30. júní 1911 á Efri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Magnús Kristinn Einar Sigurfinnsson, bóndi á Efri– Steinsmýri í Meðallandi, og Gíslrún Sigurbergsdóttir húsfreyja. Biskup frá 1959 til 1981 Séra Sigurbjörn Einarsson var settur sóknarprestur í Breiðból- staðarprestakalli á Skógarströnd frá 1. september 1938 og vígður síð- ar í sama mánuði. Honum var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og þjónaði þar til 1944 þegar hann var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kennari. Hann var skip- aður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til 1959 er hann var vígður biskup Íslands. Hann þjónaði sem biskup Íslands til ársins 1981. Sigurbjörn biskup var afkasta- mikill á ritvellinum, hvort sem er á sviði fræðibóka, þýðinga, trúarrita og sálma. Hann gaf út fjölda bóka með greinum, predikunum og hug- vekjum. Hann samdi og þýddi fjölda sálma í Sálmabók kirkjunnar. Sigurbjörn kvæntist árið 1933 Magneu Þorkelsdóttur. Hún lést 10. apríl 2006. Börn þeirra eru: Gíslrún kennari, Rannveig hjúkrunarfræð- ingur, Þorkell tónskáld, Árni Bergur sóknarprestur, lést 2005, Einar, próf- essor við HÍ, Karl, biskup Íslands, Björn, sóknarprestur í Danmörku, lést 2003, Gunnar hagfræðingur, bú- settur í Svíþjóð. Vinsæll biskup Sigurbjörn var alla tíð ákaflega vinsæll biskup. „Ég held að hann hafi verið virtur og vinsæll hjá öllum kyn- slóðum, burt séð frá því hvort menn voru til hægri eða vinstri í stjórn- málum. Menn lögðu við hlustir þegar Sigurbjörn talaði. Menn voru kannski ekki alltaf sammála skoðun- um hans en virtu engu að síður það sem hann sagði,“ segir Geir Waage en þeir Sigurbjörn voru vel kunnug- ir. „Sigurbjörn vígði mig til embætt- is og flutti meðal annars líklega sína síðustu predikun hér í Reykholti. Það gerði hann á Reykholtshátíð í sum- ar en hún var ákaflega eftirminnileg, eins og allar hans predikanir,“ segir Geir. Sigurbjörn sá um árabil um jóla- messu í sjónvarpinu. Geir segir að aðrir prestar á landinu hafi gætt sín á því að jólamessur þeirra stönguð- ust ekki á við sjónvarpsmessuna. „Ég gætti þess alltaf að vera ekki á sama tíma og Sigurbjörn í sjónvarpinu. Það hefði enginn komið,“ segir Geir léttur í bragði. Tímamót í kirkjunni Eftir nám í Svíþjóð kenndi Sigur- björn guðfræði við Háskóla Íslands. Geir segir að hann hafi komið heim með nýja en umdeilda guðfræði á þeim tíma. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við hana en hann kvað í kútinn leifarnar af því sem kallað var frjáls- lynda guðfræðin. Hún var blönduð alls kyns viðhorfum; spíritisma og öðrum slíkum. Eftir að Sigurbjörn gerðist leiðtogi í kirkjunni sneri hún aftur í kenningu sinni til þess sem hún á að predika,“ segir Geir og bendir á að Sigurbjörn hafi verið þjóðernissinni í orðsins bestu merk- ingu. „Hann lét sér mjög annt um þjóðerni Íslendinga, án þess að þar séu nokkur neikvæð tengsl. Þjóð- ernishyggja Sigurbjörns var kristin og húmanísk. Hún grundvallaðist á mikilli og djúpri virðingu fyrir sögu þjóðarinnar og landsins,“ segir Geir og bætir við að fráfall hans marki tímamót í krikjunni. „Framveg- is mun nafn hans vera nefnt í sömu andrá og Brynjólfur Sveinsson, Jón Vídalín og Guðbrandur Þorláksson,“ segir séra Geir Waage að lokum. Trúin hrein Sigurbjörn Einarsson var bisk- up Íslands á árunum 1959 til 1981. Á þeim árum ávann hann sér traust og virðingar, langt út fyrir raðir kirkj- unnar manna. Hann verður án efa talinn einn af áhrifamestu einstakl- ingum sinnar samtíðar og í hópi virtustu biskupa Íslandssögunnar - enda gegnheill í sinni trúarsannfær- ingu og kennisetningu, afkastamikill fræðimaður og einhver mælskasti, áhrifaríkasti og vinsælasti málsvari kristinnar trúar hér á landi um langt árabil. Það vill hins vegar gleymast nú í seinni tíð að herra Sigurbjörn hafði feikimikil og stefnumótandi áhrif á guðfræði þjóðkirkjunnar. Þau áhrif skiptu almenning mun meira máli fyrir sjötíu árum þegar hann var að hefja sín prestsstörf, enda stóð kirkj- an og hennar kennivald almenningi mun nær á þeim árum. Guðfræðin – þráttarhyggja almennings Málfrelsi, fundafrelsi og prent- frelsi sem bundin voru í stjórnar- skrána frá 1874, nýttu Íslendingar sér ekki síst til að karpa um trúmál, túlkun á hinum ýmsu textum í helgri bók, og til að deila um mormónatrú og stofna sértrúarsöfnuði og fríkirkj- ur. Áhugi íslensks almennings á guð- fræði var landlægur fram á miðja síðustu öld en eitt af því sem viðhélt þessum áhuga voru prestkosningar sem oft náðu að setja heilu kirkju- sóknirnar á annan endan. Landið þar sem látnir lifa Í upphafi 20. aldar nam spíritism- inn land í Reykjavík og átti eftir að hafa gífurleg áhrif á þjóðlífið og al- mennar hugmyndir Íslendinga um andleg málefni, enda sker þjóðin sig úr hópi nágrannaþjóða hvað varðar almenna trú á framhaldslíf. Fram yfir miðja síðustu öld troðfylltu helstu miðlar spíritista hvert samkomuhús- ið á fætur öðru, oft mörgum sinnum á ári, hvort heldur sem var í Reykja- vík eða á landsbyggðinni. Bækur um ljóslifandi, látnar manneskjur og handanheima spíritismans, seldust eins og heitar lummur í jólabóka- flóðinu og fjöldi sóknarpresta var yfirlýstir spíritistar eða guðspeking- ar og jafnvel frammámenn í þeim hreyfingum. Nýguðfræðin – pottréttur hvers og eins Á sama tíma og spíritistar hófu sínar sálarrannsóknir í Reykjavík, festi hin svo nefnda nýguðfræði, eða guðfræðilegt frjálslyndi, rætur hér á landi skömmu eftir aldamót- in 1900. Þá guðfræðistefnu tóku íslenskir guðfræðingar upp eft- ir kollegum sínum í Evrópu. Þar fóru fremstir þeir Jón Helgason, síðar biskup, og Haraldur Ní- elsson prófessor og spíritisti sem varð feikilega áhrifamik- ill. Nýguðfræðin byggðist á bjartsýni, mannhyggju og skyn- semishyggju og átti sitt blóma- skeið í Evrópu fram að fyrri heimstyrjöld. Með hörmungum styrjaldarinnar varð hins vegar fljótlega afturhvarf til meiri „rétt- trúnaðar“ í Evrópu. Hér á landi upplifðu menn hins vegar ekki hörmungar styrjaldarinn- ar með sama hætti, og nýguðfræðin lifði hér góðu lífi fram í seinni heims- tyrjöld. Hér grasseraði því alls kyns efn- ishyggja, spírit- ismi, guð- speki og „villutrú“ sem soðin var saman við nýguðfræðina – og þótti góð latína. Sigurbjörn biskup, Sigurður í Holti og trúin hrein Nokkurn veginn svona var stað- an í íslenskri guðfræði þegar séra Sigurður Einarsson, síðar prestur í Holti, tók að gagnrýna nýguðfræðina hér á landi. Hann og kennslumála- ráðherrann náðu að setja allt sam- félagið úr skorðum þegar séra Sig- urður var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla Íslands, 1937 .Í kjölfarið kom svo Sigurbjörn Einarsson. Hann var sóknarprestur á árunum 1938- 1944, stundakennari við guðfræði- deildina 1942 og 1943, settur dósent 1943-1944 og prófessor þar 1949- 1959 er hann varð biskup. Þeir Sigurbjörn og Sigurður voru fyrstu íslensku guðfræðingarnir sem andmæltu kröftulega nýguðfræð- inni með sannfærandi guðfræðileg- um rökum. Þeir bentu meðal ann- ars á að kristin trú yrði ekki útþynnt né henni blandað saman við alþjóð- legar tískustefnur í heimspeki og lífs- speki. Kristin trú væri söm við sig og stæði fyrir sínu. Hver og einn yrði því að taka á móti fagnaðarboðskapn- um eins og hann hefur verið boðað- ur um aldir og byggja sína afstöðu á hinni hreinu trú, í stað þess að blanda kristindóminum saman við tískustefnur sem koma og fara. Sem guðfræðiprófessor á fimmta ára- tugnum hafði herra Sigurbjörn því feikiáhrif á afturhvarf guðfræðinga til hinnar hreinu trúar. föstudagur 29. ágúst 200814 Helgarblað DV Séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti segir að Sigurbjörn Einarsson hafi verið áhrifamesti predikari kirkjunnar á síðustu öld. Hann hafi verið vinsæll hjá öllum kynslóðum. „Ég gætti þess alltaf að vera ekki á sama tíma og Sigurbjörn í sjónvarpinu. Það hefði enginn komið.“ einstakur maður BALDUR GUÐMUNDSSON OG KjARTAN G. KjARTANSSON blaðamenn skrifa baldur@dv.is og kgk@dv.is Sigurbjörn Einarsson biskup Var einn áhrifamesti maður kirkjunnar á síðustu öld. Séra Geir Waage sóknar- prestur í Reykholti segir fráfall sigurbjörns Einarssonar marka tímamót í íslensku kirkjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.