Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 22
Árangur handboltaliðsins á Ólympíuleikunum í Pek-ing er aðdáunarverður og hefur orðið til þess að allir
vilja eiga sem mestan og bestan þátt
í ljóma silfursins. Gjafir streyma til
landsliðsins vegna árangursins og
allir vilja vel. Ríkissjónvarpið hef-
ur farið mikinn í að kortleggja sig-
urgönguna og auðvitað gætt þess
vandlega að hafa viðtöl við allflesta
ráðherra Sjálfstæðisflokksins um
það hve frábær við erum öll. Þá var
einnig talað við Jón Ólafsson at-
hafnamann sem óx frá því að vera
götustrákur í Keflavík í það að verða
auðjöfur í London og selja þar ís-
lenskt vatn í ómældum mæli. Fram
kom í máli Jóns að hann væri gömul
handboltahetja úr Keflavík, en að
vísu með fjórða flokki. Það er sama
hvar borið er niður. Alstaðar er að
finna handboltahetjur; að minnsta
kosti í anda.
Þjóðarvakningin hefur orðið til þess að einstaklingar hafa gefið tugmilljónir til styrktar strákunum. Og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra og fyrrum handboltastjarna
tryggði að ríkisstjórnin gaf 50 millj-
ónir króna. Gjafmildi hefur þannig
einkennt þjóðina í sigurvímunni
undanfarið.
Stærð gjafa og ánægja með lífskjör er afstæð. Þekkt er úr kristnisögunni að Jesús brá sér milli bæja til að hitta fólk
og eiga við það orðastað. Hann kom
á fátækt heimili þar sem kona stóð
við hlóðir og var að elda roð og bein.
Aðspurð um það hvað væri í matinn
sagði hún að í pottunum væri dýr-
indiskjöt. Verði svo, sagði Kristur.
Á öðru heimili var einnig kona við
matseld. Hún hélt því aðspurð fram
að í pottum hennar væru ruður og
bein. Og það varð svo.
Konan í Breiðholti sem gaf landsliðinu 10 þúsund krónur af hjartahlýju var stórtæk í gjöf sinni. Ruðurn-
ar í pottum hennar urðu að eðalmál-
tíð. Séð og heyrt vekur athygli á því
að auðmaðurinn Björgólfur Thor
Björgólfsson flaug til Kína og gaf eina
milljón króna. það er í sjálfu sér göf-
ugt framlag en minna en 10 þúsund-
in hjá Gunnu í Breiðholtinu sé litið til
afkomu þeirra tveggja. Bjöggi hefði
þurft að gefa einkaþotuna sína til að
jafna þann leik, ef marka má að hann
er ofarlega á lista yfir ríkustu menn
heims.
Svarthöfði hefur þá skoðun að stærð gjafar ráðist af hugar-fari og efnum þess sem gefur. Lítið barn sem eyðir klukku-
stund í að teikna mynd af hetjum
landsliðsins og gefur verk sitt er
stórtækara en auðmaður sem gefur
milljón. En barnið fer ekki á forsíðu
skemmtirits fyrir vikið. Við lifum
nefnilega í samfélagi sem leggur
mest upp úr sýndarmennsku í miðj-
um timburmönnum kreppunnar.
Múgurinn dáist að yfirborðsmennsku
og glansmyndum í flótta sínum frá
köldum veruleika vísitölusamfélags-
ins. Og það er einmitt vegna veruleik-
ans gráa sem það er svo mikilvægt
að þjóðin fái tækifæri til að hrífast í
hrifningu yfir silfrinu frá Kína. Dög-
um saman gleymum við okkur, örfáar
hræður á norðurhjara, í ánægjunni
yfir því að vera næstbest á heims-
vísu. Og hugarfarið skiptir mestu.
Rétt eins og fátæka konan sem trúði
því að roðið af fiskinum væri í raun
hnakkastykki náum við að fleyta
okkur yfir kreppuna fyrir tilstuðlan
strákanna sem sigruðu stórþjóðir.
Við erum öll silfurmeistarar og eigum
fulla möguleika á því
að klöngrast upp úr
kreppunni með
nokkur bíp að
vopni.
föstudagur 29. ágúst 200822 Umræða
Gjafir eru Gefnar
svarthöfði
jón TrausTi reynisson riTsTjóri skrifar. Fátt slær því við í mannvonsku, að knésetja þá sem bjarga bágstöddum.
Fólkið er fjórða valdið
Leiðari
Kerfið getur verið kalt og ómanneskjulegt.
Þrjú tilvik undanfarnar vikur staðfesta það.
Fyrst var Paul Ramses rifinn úr faðmi eig-
inkonu og ungbarns og rekinn úr landi af
Útlendingastofnun. Í öðru lagi var Reykja-
víkurborg komin langt á leið með að draga
Fjölskylduhjálp Íslands fyrir dóm og henda
henni á götuna. Í þriðja lagi stóð Ragna Er-
lendsdóttir frammi fyrir því að fá ekki aðstoð
hjá kerfinu við að fjármagna lífsbjörg dóttur
sinnar.
Það er siðferðislega framandlegt að Reykja-
víkurborg skuli hafa lagt sig í líma við að kasta Fjölskylduhjálp
Íslands út á götu. Fjölskylduhjálpin er ígildi miskunnsama Sam-
verjans á Íslandi nútímans. Fátt slær því við í mannvonsku, að
knésetja þá sem bjarga bágstöddum. Fátt er ósiðlegra en að horfa
aðgerðalaus upp á móður bugast við að reyna að bjarga barninu
sínu. Og það er líka sjaldgæft að það finnist eitthvað verra en að
rífa saklausan föður frá nýfæddu barni.
Mál Ramses og Rögnu virðast þegar hafa verið leyst. Ekki fyrir
tilstuðlan embættismanna og stjórnmálamanna, heldur vegna
fjölmiðla og almennings. Því hefur oft verið haldið fram að fjöl-
miðlar séu fjórða valdið. Eins og hægt væri að bera DV saman við
ríkisstjórnina, sem er yfirvald yfir fólkinu í
landinu. Þetta er áróður litaður af hagsmun-
um þeirra sem vilja gera fjölmiðla tortryggi-
lega í augum almennings.
Fjölmiðlar eru í fæstum tilvikum gerend-
ur. Þeir eru boðberar almennings. Kannski
mætti segja að almenningur væri fjórða
valdið. Það sýnir hversu óbeint lýðræði okk-
ar er, að mörg mál sem almenningur veitir
yfirgnæfandi stuðning eru stöðvuð af fyrsta,
öðru og þriðja valdinu.
Kerfið fer fyrst að bila þegar fjölmiðlar hætta
að virka sem skyldi, því almenningur getur ekki barist gegn kald-
lyndi þess eða spillingu nema hann sé vopnaður upplýsingum
úr fjölmiðlum. Ef fólk veit ekki hvað kerfið gerir hefur það eng-
an möguleika til að dæma um það. Hagsmunir fjölmiðla og al-
mennings eru þeir sömu, og þeir varða eftirlit með kerfinu og
stjórnmálamönnum. DV mun hiklaust halda vökulu auga yfir
kerfinu og miðla upplýsingum um gjörðir þess til almennings.
Okkur ber að gjalda varhug við hverri þeirri stofnun og hverjum
þeim stjórnmálamanni sem neitar að sinna upplýsingaskyldu
sinni við fjölmiðla. Orkuveita Reykjavíkur: Hverjum býður þú í
lax?
spurningin
„Ég er mjög lélegur
spámaður en eins
og staðan er núna
er heiðskírt og sól í
Safamýri,“ segir
Ingvar Þór
Ólafsson
leikmaður fram
sem er með 31
stig í Lands-
bankadeild karla,
en það er í fyrsta skipti í 17 ár sem
fram er með meira en 31 stig eftir 18
umferðir.
er fram-
Tíðin björT?
sandkorn
n Uppákoman í kringum Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur menntamálaráðherra og
heimkomu landsliðsins í hand-
bolta, hefur vakið mikla at-
hygli. Í upphafi var ætlunin að
Þorgerður
og Hanna
Birna Kristj-
ánsdóttir
borgarstjóri
tækju svið-
ið, myndu
halda ræðu
á Arnarhóli
en Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, yrði í algjöru aukahlut-
verki. Ráðherrar Samfylkingar
spyrntu við fótum og niður-
staðan varð sú að Hanna Birna
talaði við strákana í móttöku
á Kjarvalsstöðum ásamt Þor-
gerði, sem náði þó einnig að
halda sína ræðu á Arnarhvoli
með forsetann sem statista og
hátíðin varð fólki minnisstæð
og ráðherranum til sóma.
n Það vakti óneitanlega athygli
að Ólafur Ragnar Grímsson
haggaðist ekki og var brosmildur
í statistahlut-
verki sínu við
Lækjargötu.
Stuðmaður-
inn Valgeir
Guðjónsson
reyndist þó
vera aðal-
stjarnan.
Forsetinn
mun hafa tekið þá ákvörðun að
láta sem ekkert væri og eyðileggja
ekki þessa stærstu stund íslensku
íþróttasögunnar. Hans tími rann
síðan upp á Bessastöðum þar
sem kempurnar í landsliðinu
fengu orður og krossa.
n Guðni Ágústsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, fer á
kostum á hringferð sinni um
landið þar sem honum er sum-
staðar tekið
sem popp-
stjörnu.
Hann hegg-
ur á báða
bóga og
ríkisstjórn-
in fær svo
sannarlega
að finna
fyrir vandarhöggum Guðna.
Nokkur urgur kom upp vegna
þess að formaðurinn er ekki
með Vestfirði inni í hring sín-
um. Aðspurður lofaði hann þó
bót og betrun og kveðst fara
vestur á haustmánuðum.
n Umboðsmaður Íslands, Einar
Bárðarson, er nú fluttur heim
til Íslands ásamt fjölskyldu
sinni eftir að hafa búið í Lund-
únum. Einar er ekki lengur um-
boðsmaður Garðars Cortes en
hann er þó
engan veg-
inn hættur
afskiptum
af tónlistar-
heiminum.
Kappinn
liggur undir
feldi á heim-
ili sínu í
Bítlabænum Keflavík og planar
næstu stórleiki sína.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðaLnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, augLýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Það er ótrúleg gjöf
að vera Íslending-
ur.“
n Ólafur Stefánsson, fyrirliði
íslenska handboltalandsliðsins.
Hann hélt smá ræðu á Arnarhóli
þegar liðinu var fagnað við heimkomuna. Ólafur
gat ekki sagt mikið en var að vonum ánægður
með stuðninginn hjá Íslendingum. -DV
„Nei hún Brynd-
ís þarf nefnilega
bara drottning-
arkjól.“
n Jón Baldvin Hannibaldsson selur rósir á
útimarkaði Varmársamtakanna í Álafosskvosinni.
Auk rósasölunnar mun Elísabet Brekkan stýra
uppboði á prinsessukjólum. - DV
„Við heyrðum í nokkrum
aðilum og ég held að við
höfum fengið besta
lögfræðinginn í bænum.“
n Eric Nelson, sem varð fyrir því óláni að vera
laminn í brúðkaupsferð sinni á Íslandi. Hann
hefur kært eiganda Fjörukráarinnar fyrir
líkamsárás. - DV
„Ég fékk einhvern rosaleg-
an kraft þegar ég var ófrísk
og fannst ég geta gert allt
svo ég notaði það og
hef því ekkert
farið í fæðingar-
orlof.“
n Nanna Kristín Magnúsdóttir
leik- kona fer nú með hlutverk brúðarinnar í
kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaupi.
- 24 stundir
„Maður verður mjög
hryggur þegar maður
heyrir þessi tíðindi.“
n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra um fráfall Sigurbjörns
Einarssonar biskups. - visir.is
bókstafLega