Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Qupperneq 31
fyrir sér rólegt sumar. „Þetta var hörk-
upúl. Ég þurfti að vigta allan fisk sem
kom inn og það var hægara sagt en
gert,“ en öll tækin og tólin vöfðust fyr-
ir Pálma til að byrja með.
Gerir upp elsta hús bæjarins
Ástæðan fyrir því að Pálmi tók að
sér starfið var ekki síður sú að hann
er að gera upp elsta hús Bolungar-
víkur. Húsið Hjara. „Pabbi minn sem
dó fyrir tveimur árum bjargaði þessu
húsi en það átti að rífa það eins og því
miður hefur verið gert alltof mikið af
í Bolungarvík.“ Pálmi þekkti í húsinu
hvern krók og kima. „Amma og afi
bjuggu í þessu húsi og ég er fæddur
þarna.“
Faðir Pálma gaf honum húsið
en Pálmi hafði alla tíð sýnt því mik-
inn áhuga. „Mörgum fannst, og þar
á meðal systkinum mínum, að þetta
væri hálfgerður bjarnargreiði við mig
því það þótti hálfgerð geðveiki að fara
að gera þetta upp,“ segir Pálmi glett-
inn.
Pálmi komst langleiðina með að
klára húsið í frítímanum í sumar en
þar liggur mikil vinna að baki. „Húsið
var tekið gjörsamlega í nefið. Ég byrj-
aði bara með kúbeini og loftpressu og
vann 16 tíma á sólarhring þegar ég
gat. Síðan nýtti ég sumarið vel.“
Pálmi fékk Strandamennina Guð-
mund Óla Kristinsson og son hans
Jón Steinar til að hjálpa sér við end-
urbæturnar. „Guðmundur er mik-
ill meistari í að gera upp svona göm-
ul hús og síðan gerði ég þetta líka í
samvinnu við húsafriðunarnefnd.“
Pálmi fékk styrk frá nefndinni til þess
að endurbyggja húsið í upprunalegri
mynd. „Við byggðum gluggana og
svona í upprunalegri mynd en það
var búið að augnstinga þetta allt. Við
notuðum bara gamla fermingarmynd
af mömmu þar sem hún stóð fyrir
framan húsið og það var teiknað upp
eftir því.“
Afdrep fyrir listamenn
Pálmi býr í höfuðborginni með fjöl-
skyldu sinni og dvelur í húsinu þegar
hann heimsækir æskustöðvarnar en
hann hyggst þó ekki láta húsið standa
autt meðan hann er í burtu. „Mig
langar til þess að gefa listamönnum
kost á því að vera þarna og starfa eða
hvíla sig. Sem sagt að listamenn geti
verið þarna við leik eða störf og borgi
svo fyrir sig með því leggja eitthvað til
samfélagsins í staðinn.“ Á Pálmi þá
við með verkum sínum.
„Fólk gæti þá haldið myndlista-
sýningu, upplestra, tónleika eða eitt-
hvað í þeim dúr,“ segr hann og hvetur
áhugasama til að hafa samband við
sig svo að húsið komist í gagnið.
Randversmálið og gagnrýnin
Talið berst aftur að Spaugstofunni
sem hefur verið svo stór partur af lífi
Pálma og þeim ólgusjó sem meðlim-
ir hennar lentu í á síðasta ári. Þegar
uppsögn Randvers Þorlákssonar kom
þjóðinni í opna skjöldu. Pálmi segir
málið uppgert og tilheyra fortíðinni.
„Það er búið að segja of mikið um það
mál og ekki allt jafn rétt eða fallegt.
Þetta gerðist og það var dagskrár-
stjóri Sjónvarpsins sem tók um þetta
ákvörðun.“
Pálmi segist einnig skilja vel þá
gagnrýni sem Spaugstofan sætir oft á
tíðum. „Ég held að hún sé bara eðli-
leg og ég býst ekki við neinu öðru. Við
erum hins vegar að þjóna svo breið-
um aðdáendahópi að ég tel það eins-
dæmi í sjónvarpssögunni. Við erum
að gera aðdáendum til geðs frá tveggja
ára aldri til níræðs. Og oft segja sum-
ir að þetta hafi verið okkar besti þátt-
ur meðan aðrir eru alveg á því máli að
nú þurfum við að hætta.“
Síðasta árið í tuttugasta sinn
„Það segir allt um það mál að við
séum ennþá að. Við verðum mik-
ið varir við það bæði hér í Reykjavík
og úti á landi að fólk er mjög þakk-
látt.“ Pálmi segir þátt eins og Spaug-
stofuna vera nauðsynlegan í íslensku
sjónvarpi. „Hvort sem það erum við
eða einhverjir aðir, þá verður að vera
svona efni á dagskrá. Svona spegill á
samtímann.“
Eins og Pálmi sagði áður hefur
Spaugstofan alltaf verið hliðarverk-
efni og því alltaf planað til eins árs í
senn. „Við höfum verið í gangi síðan
1989 og erum nú að leggja upp í okk-
ar síðasta ár. Við erum reyndar búnir
að vera að því í tuttugu ár,“ segir Pálmi
glettinn en hann segist alveg jafn viss
og hin árin að þetta sé það síðasta.
Laxness í uppáhaldi
Pálmi hefur tekið marga þjóð-
þekkta einstaklinga fyrir í eftirherm-
um sínum, svo sem Halldór Ásgríms-
son og Ólaf Ragnar Grímsson forseta
en vænst þykir Pálma um nóbelskáld-
ið Halldór Laxness. „Mitt spesíalítet,
það sem ég byrjaði á og það sem mér
þykir alltaf vænst um er Laxness. En
örlögin höguðu því þannig að leið-
ir okkar sköruðust ekki mjög mikið.
En það hlutverk þykir mér afskaplega
vænt um.“
Oft á tíðum á fólk erfitt með að
taka gríni og er frægt þegar Halldór
Ásgrímsson brást illa við eftirhermu
Pálma í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu.
Hann sagði Pálma ekki þekkja hann
og eiga því ekki að vera að herma eftir
honum en mynd af þeim félögum að
ræða saman sem var tekin fyrir við-
talið vakti nokkra athygli.
„Ég hef aldrei lent í neinu veseni út
af þessu. Ekki svoleiðis. En ég skil vel
að mönnum sé ekki alltaf hlátur í hug
þegar við erum að djöflast í þeim. En
þetta fólk verður líka að skilja hvaða
stöðu það er í og að það hefur valið að
vera þarna sjálft.“
Pálmi segir svipaða hluti fylgja
leikarastarfinu. „Það er heldur ekkert
gaman að vera í þannig starfi að mis-
vitrir gagnrýnendur eru að höggva
mann í spað í fjölmiðlum en svona
er þetta bara. Þetta er bara innifalið í
verðinu.“
Aldrei persónulegt
Pálmi segir þó að yfirleitt sé grín-
inu vel tekið. „Flestir eru nú nógu
stórir til þess að bera harm sinn í
hljóði en ég hef alveg fullan skiln-
ing á því að mönnum sé ekki alltaf
skemmt.“ Pálmi tekur þó skýrt fram
að grín þeirra félaga sé aldrei per-
sónulegt. „Það má aldrei gleymast.
Þetta er fín lína milli gríns og alvöru
en ég get fullyrt að við innan Spaug-
stofunnar séum einstaklingar með
tiltölulega góða og óskemmda dóm-
greind og siðferðiskennd. Það hefur
aldrei hvarflað að okkur að slá und-
ir belti, að vera ódrengilegir eða vera
með einhvern níðingshátt. Og við telj-
um okkur ekki hafa verið það.“
Fatlaðir hafa húmor fyrir
sjálfum sér
Í frægum þætti um Ólaf F. Magn-
ússon og fall meirihlutans þótti sum-
um Spaugstofan fara yfir strikið.
„Þetta virðist koma sumum í opna
skjöldu sem eru að berjast í opinberu
lífi og það er dálítið skrýtið. Stundum
er fólk líka svo meðvirkt að skotmark-
ið sjálft er kannski bara lukkulegt en
fólk móðgast fyrir þeirra hönd.“
Pálmi nefnir svipað dæmi þeg-
ar verið er að skemmta fyrir fatlaða.
„Þá er oft verið að stíla inn á blinda
eða fólk í hjólastól sem hefur ofsalega
gaman af því. Fatlað fólk hefur jú yfir-
leitt mikinn húmor fyrir sjálfu sér al-
veg eins og við. Það er jú bara fólk eins
og ég og þú. En þá um leið koma sjálf-
skipaðir skjaldsveinar sem móðgast
fyrir þeirra hönd.“
Borandi í nefið með börnunum
Pálmi er þriggja barna faðir en
hann á tvö uppkomin börn með fyrr-
verandi eiginkonu sinni Soffíu Vagns-
dóttur. Pálmi fann ástina á ný eftir
skilnaðinn og þá með flugfreyjunni
Sigurlaugu Halldórsdóttur en þau
eiga saman soninn Mími sem er átta
ára. Aðspurður hvort hann hafi upp-
lifað föðurhlutverkið öðruvísi þegar
Mímir kom í heiminn segir Pálmi að
svo sé.
„Ég held að það eigi að banna
barneignir þangað til fólk er svona
fertugt,“ segir Pálmi og hlær. „Það ligg-
ur við að ég vorkenni eldri börnunum
mínum fyrir að hafa átt svona óþrosk-
aðan föður. Þegar ég átti fyrri börnin
mín tvö var ég svona á svipuðum aldri
og þau. Borandi í nefið með þeim. En
sem betur fer kemst maður til þroska
með árunum og ég get sagt að maður
sé mun tilbúnari til að verða faðir.“
Pálmi segir tilfinninguna hafa ver-
ið magnaða þegar Mímir kom í heim-
inn. „Maður var eiginlega kominn
með þroska til þess að skilja þetta
kraftaverk sem það er að verða faðir.
Þegar maður var ungur þá var þetta
bara sjálfsagt að eignast börn,“ segir
Pálmi hrærður og bætir við: „Þetta er
ein mesta upplifun lífs mín þegar ég
eignaðist þennan strák.“
Eins og Pálmi segir hafði fæðing
Mímis mikil áhrif á hann en skömmu
seinna ákvað hann að hætta að drekka
og setja orku sína í aðra hluti. „Ég hef
verið edrú núna í sjö ár en þetta var
aldrei neitt stórmál fyrir mér,“ seg-
ir Pálmi en fyrir honum er þetta per-
sónuleg ákvörðun hvers og eins um
hvað fari hverjum best. „Ég tel að
þetta hafi verið eðlileg ákvörðun í
mínu lífi. Það þýðir ekkert að drekka
eins og sjóari og vinna alla daga,“ seg-
ir grínarinn léttur í bragði.
Algjört frelsi
Í dvöl sinni í Bolungarvík í sum-
ar segir Pálmi að Mímir hafi upplif-
að sama frelsi og hann sjálfur í æsku.
„Það var frábært að fylgjast með hon-
um. Hann fór bara út á morgnana og
kom svo bara heim þegar hann var
svangur. Annaðhvort til okkar eða til
ömmu sinnar og afa og síðan aftur út
að leika.“
Pálmi telur það mikil forréttindi að
fá að alast upp úti á landi á stað eins
og Bolungarvík. „Það er merkilegt að
alast upp í svona litlu samfélagi. Það
spannar alla flóruna frá fjöru til fjalls.
Allt sem gerir eitt samfélag. Þetta er í
raun þverskurður af samfélaginu. Allt
frá slorinu og fisknum og yfir í bæjar-
málin. Það er sama fólkið sem stend-
ur í stígvélunum í vinnslunni og mæt-
ir svo á bæjarstjórnarfund eða leikur
í leikriti.“
Skipulagsslys og skandall
Pálmi hefur sterkar skoðanir á
snjóflóðavarnargörðunum sem verið
er að reisa í heimabæ hans. Í fjallinu
sem Pálmi lék sér í þegar hann var lít-
ill er verið að reisa 20 metra háan
varnargarð yfir endilangt fjallið sem
hann telur vera hræðilegt skipulags-
slys og sóun á almannafé.
„Maður veltir því fyrir sér hvern-
ig svona ákvarðanir verða til. Það er
stundum eins og menn hugsi eins
og enginn sé morgundagurinn. Þessi
varnargarður er þvílíkt skrímsli sem er
gefið mál að kostar milljarð að reisa.
Þarna er verið að eyðileggja fjallið og
yngstu götu bæjarins í staðinn fyrir
að skoða aðra möguleika eins og að
byggja á því góða og örugga landi sem
þarna er til staðar.“
Pálmi segist gjörþekkja fjallið og
að aldrei hafi hann á ævi sinni heyrt
talað um snjóflóð úr því og að margir
vilji meina að þung flóð geti hreinlega
ekki orðið. „Þetta fjall er minn róló.
Það hefði verið hægt að hlífa því og
nota mun minni peninga með því til
dæmis að verja hvert hús með minni-
háttar aðgerðum eða færa hreinlega
byggðina og nota húsin sem sumar-
hús.“
Pálmi segir að vernda þurfi manns-
líf með öllum tiltækum ráðum en
meta þurfi aðstæður á hverjum stað.
„Bæjaryfirvöld segja að ríkisstjórn-
in hafi tekið þá ákvörðun að vernda
byggð en ekki færa hana. Er bara hægt
að taka ákvörðun um það blindandi
hvar sem er á landinu? Þetta er skipu-
lagsslys og skandall. Ég skil hreinlega
ekki þessa hugsun.“
Kraftaverk í hverri viku
27. september hefst Spaugstofan
á nýjan leik en Pálmi segir ómögu-
legt að undirbúa þættina með mikl-
um fyrirvara. „Ég held að fólk átti sig
stundum ekki á því hvernig þessir
þættir eru gerðir. Stundum eru þætt-
irnir góðir og stundum vondir og allt
réttlætanlegt með það. En við erum
að skrifa, leika, taka upp, klippa og
sýna allt í sömu vikunni. Við erum
sem betur fer orðnir mjög þjálfaðir í
því.“
Pálmi segir það ótrúlegt að sumir
þættirnir komist á endanum til skila.
„Það er mjög skiljanlegt að margir
treysti sér ekki til að gera þetta svona
einn, tveir og þrír. Maður hefur upp-
lifað stundum vikulegt kraftaverk að
koma þessu á koppinn. Til dæmis
þegar fall meirihlutans var og Tjarn-
arkvartettinn myndaðist vorum við
búnir að taka upp þátt en þurftum að
byrja alveg upp á nýtt.“
Pálmi segist þó ekki búast við
neinni vorkunn frá áhorfendum. „Við
ætlumst heldur ekkert til þess að fólk
sýni því einhvern skilning hvern-
ig svona ferli fer fram. Það er nú það
sem birtist endanlega í sjónvarpinu
sem skiptir máli. Hvort sem leiðin að
því hefur verið erfið eða auðveld.“
Hamingja og lánsemi
Það er margt sem hefur drif-
ið á daga Pálma og þegar hann lítur
yfir farinn veg finnur hann helst fyr-
ir þakklæti. „Það er margt sem mér
finnst standa upp úr í mínu lífshlaupi.
Ég hef verið mikill lukkunnar pam-
fíll og fagnað mikilli velgengni. Þetta
hefur ekki alltaf verið dans á rósum.
Það er nú líka oft þannig að vondu
og góðu stundirnar haldast í hendur.
Þær eru svolítið systur.“
Pálmi telur sig vera lánsaman
að hafa sloppið nokkuð áfallalaust
í gegnum lífið og hann segist skilja
betur og betur hvað gefur lífinu gildi.
„Þegar upp er staðið er það fólkið í
kringum mann sem skiptir mestu
máli. Fjölskylda manns og vinir og
svolítið manns eigin garður,“ segir
Pálmi að lokum. asgeir@dv.is
DV Helgarblað föstudagur 29. ágúst 2008 31
Pálmi
á hjara
veraldar
„Það er svo mikið
búið að segja um
Það mál og ekki allt
jafn rétt eða fal-
legt. Þetta gerð-
ist og Það var
dagskrárstjóri
sjónvarPsins
sem tók um Þetta
ákvörðun.“
Pálmi, Sigurlaug og Mímir
fyrir utan hús fjölskyldunnar í
Bolungarvík.
Hafnarvörðurinn Pálmi
leysti bróður sinn af í sumar.