Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 32
föstudagur 29. ágúst 200832 Helgarblað
Marvin Gaye var þekktastur fyrir lagasmíðar sínar en
söngvarinn viðurkenndi þegar hann var orðinn 44 ára
að hann hefði lengi strítt við fíkniefna- og kynlífs-
fíkn. Faðir hans, Marvin Pence Gay eldri, var prestur
í Washington og var heimilislífið ekki í lagi því hann
barði börnin sín. Marvin og faðir hans rifust mikið og
breytti Marvin nafni sínu úr Gay í Gaye. Eitt kvöldið
árið 1984 voru feðgarnir á heimili Marvins þar sem
allt flæddi í áfengi og kókaíni. Þeir fóru að rífast og
endaði rifrildi þeirra með því að Marvin barði föður
sinn í gólfið. Þá dró faðir hans upp byssuna sem Mar-
vin hafði gefið honum í jólagjöf og drap hann.
marvin gaye
af föður sínum
myrtur
„27
klúbburinn“
Eitt mesta hneykslismál sögunnar, í það minnsta
stærsti pólitíski skandall sögunnar, er án efa kynferð-
islegt samband Bills Clinton, forseta Bandaríkjanna,
og tuttugu og tveggja ára ritara hans, Monicu Lewin-
sky. Bill Clinton var einstaklega ástsæll forseti og
vel giftur Hilary Clinton en árið 1995 var ung stúlka
að nafni Monica Lewinsky ráðin í starfsreynslu hjá
Hvíta húsinu. Smátt og smátt upphófst kynferðislegt
samband milli Monicu og Bills en vinkona Monicu
og samstarfskona, Linda Tripp, tók upp öll símtöl
milli turtildúfnanna og árið 1998 lak hún upptök-
unum og upp komst um samband forsetans við rit-
arann. Auk þess sem skandall þessi er að öllum lík-
indum ógleymanlegur er setning sem Clinton sagði í
yfirlýsingu sinni orðin það líka: „I did not have sexual
relations with that woman.“
skandallinn
lewinsky-
Það er erfitt að ímynda sér lífið áður en
netið leit dagsins ljós en það er álíka erf-
itt að ímynda sér netið áður en það varð
fullt af kynlífssköndulum fræga fólksins.
Einn sá allra frægasti og eftirminnileg-
asti er þegar brjóstabomban og Bayw-
atch-stjarnan Pamela Anderson og ofur-
rokkarinn Tommy Lee nutu ásta og það
fyrir augum alheimsins. Myndbandið
varð til þess að lyfta ferli stjarnanna á
hærra stig enda búin að stimpla sig inn í
minni manna um ókomna tíð.
skandallinn
hjálpaði til
við ferilinn
Tupac og Biggie voru vinir þar til
slettist upp á vinskapinn þegar
Tupac sakaði Biggie og upptöku-
stjóra hans, Puff Daddy, um að
hafa átt hlut í vopnuðu ráni. Eftir
endalausa baráttu milli gengj-
anna þeirra endaði það með því
að Tupac var skotinn 7. septemb-
er 1996 eftir box-bardaga sem
hann hafði verið að horfa á. Enn
þann dag í dag hefur enginn verið
ákærður fyrir morðið á honum.
Biggie var svo skotinn 9. mars
1997. Enginn hefur verið ákærð-
ur í því máli, en fjölskylda Biggies
heldur því fram að spilltar löggur
hafi átt í hlut, en enginn hefur
fengist til að rannsaka það nánar.
Ennþá eru lögsóknir í gangi á milli
útgáfufyrirtækja þessara tveggja og
enginn veit hvernig þetta endar.
b.i.g. og
tupac
skotnir
Þann 1. janúar 2004 var bein útsending frá Houston í Texas á úrslitaleiknum
í Super
Bowl. Leikurinn er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna sem gerði atri
ði Janet Jack-
son og Justins Timberlake í hálfleik mun umtalaðra en ella. Dúettinn kom fra
m í hálfleik
og flutti þrjú lög, All for You, Rhythm Nation og Rock Your Body. Söngvararn
ir döns-
uðu mikið í atriðum sínum og í þann mund sem Justin söng síðustu setningu
na í lagi
sínu Rock Your Body sem er svohljóðandi: „I’m gonna have you naked by th
e end of this
song,“ reif hann óvart í ákafa sínum afar óheppilegan bút af búningi Janet. Þa
ð er, þann
part sem huldi á henni aðra geirvörtuna. Janet var hins vegar snögg að hylja
brjóstið en
ekki nógu snögg til að milljónir áhorfenda næðu ekki að sjá á henni geirvört
una.
janet sýnir geirvörtuna
Það fóru misgóðar tilfinningar um fólk þegar það bárust fréttir úr Hollywood af sambandi Woody Allen við stjúpdóttur sína Soon-Yi Previn.
Mia Farrow, eiginkona Allens og móðir stúlkunnar, taldi hjónaband sitt vera í himnalagi þegar hún rakst á nektarmyndir af dóttur sinni í tölvu eiginmannsins. Í dag hafa Allen og Soon-Yi Previn verið hamingjusamlega gift í ellefu ár. Ekki fara þó sögur af sambandi mæðgnanna eftir að Previn stakk undan móður sinni.
með nektarmyndir
af stjúpdótturinni
Árið 1962 lést hin gríðarlega fræga leikkona og
kyntákn Marilyn Monroe aðeins 36 ára. Miklar
sögusagnir tengjast andláti hennar. Talið var
að hún hefði framið sjálfsmorð en hún fannst
nakin í rúmi sínu með opið svefnlyfjaglas
sér við hlið. Getgátur hafa verið á kreiki um
dauða hennar og ekki var talið sannað að hún
hefði framið sjálfsmorð. Hún átti í ástarsam-
bandi við John F. Kennedy og því var haldið
fram að dagbók hennar hefði verið fjarlægð af
heimili hennar rétt eftir dauða hennar til að
leyna því. Sögusagnir komust á kreik í kjölfar-
ið þess efnis að Kennedy hefði átt þátt í dauða
hennar og hún jafnvel verið myrt.
framdi marilyn monroe
sjálfsmorð?
Jerry Lee Lewis,
sem er þekktastur
fyrir lagið Great
Balls of Fire, gifti
sig sama ár og
lagið náði efsta
sæti vinsældalist-
anna. Eiginkon-
an hét Myra Gail
Brown og sagði
Jerry Lee að hún
væri fimmtán ára.
Bráðlega kom þó í
ljós að stúlkan var
aðeins 13 ára og í
ofanálag voru þau
þremenningar.
Einnig hafði Jerry
láðst að segja frá
því að hann var
ennþá giftur fyrri
eiginkonu sinni.
Jerry og Myra skildu árið 1970, þegar Myra kærði
hann fyrir misnotkun.Tvær seinni eiginkonur Jerrys
létust, önnur drukknaði og hin lést af of stórum lyfja-
skammti. Þannig að skandalarnir eltu þennan mann.
jerry lee lewis
giftist 13 ára
frænku sinni