Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Síða 33
föstudagur 29. ágúst 2008 33Helgarblað skotinnJohn Lennon Mesta áfall poppsögunnar var án efa þegar Bítillinn John Lennon var skotinn fyrir utan heimili sitt á Manhattan árið 1980. Mark David Chapman skaut Lennon aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að hann hafði beðið Lennon um eiginhandaráritun. Margir héldu að orsök morðsins hefði verið pólitískar skoðanir Chapmans. Sú var ekki raunin því Chapman átti við geðrösk- un að stríða og langaði að verða frægur. Chapman var dæmdur í 20 ára fangelsi og var neitað um reynslulausn. Í september 2005 birti dag- blaðið The Daily Mirror sjokk- erandi myndir á forsíðu af ofurfyrirsætunni Kate Moss að taka kókaínlínu í nefið með elskhuga sínum Pete Doherty. Á myndunum sést hún taka kókaín í nefið og skellihlæja svo í kjölfarið. Þetta hneyksl- ismál leiddi til þess að marg- ir hönnuðir sem voru með samning við fyrirsætuna riftu þeim og varð hún af mikilli vinnu og peningum í kjölfar- ið. Í dag virðist Kate hins veg- ar vera að rísa upp úr kókaín- duftinu, búin að losa sig við Pete og búin að endurnýja samningana við tískuhúsin. kate Moss tekur kókaín Díana prinsessa eða prinsessa fólksins eins og hún var svo oft köll- uð var hrakin í dauðann af æstum ljósmyndurum í París, 31. ágúst árið 1997. Nú rúmum áratug síðar hafa fjölmiðlar, rithöfundar og vinir prinsessunnar grætt á tá á fingri fyr- ir að segja sögu þessarar mest ljós- mynduðu konu veraldar sem virtist heilla alla sem hún hitti. Díana hrakin í Dauðann Í september 2006 var Paris Hilton handtek- in fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Hún hlaut 36 mánaða skilorðsbundinn dóm og var svift ökuleyfi. Seinna var hún svo handtekin fyrir að keyra próflaus og grunuð um hraðakst- ur. Hilton var dæmd fyrir að rjúfa skilorð og var fyrir það dæmd í 45 daga fangelsi. Dóm- urinn var seinna mildaður niður í 23 daga. Undarleg atburðarás átti sér stað þeg- ar Hilton hóf afplánun sína. Henni var sleppt úr fanglesi eftir þrjá daga vegna óþekktra læknisfræðilegra ástæðna. Stuttu síðar var hún dregin aftur fyrir dóm- ara og gert að afplána upprunalega dóminn. Alla 45 daga hans. Paris hiLton í fangeLsi Þær eru margar rokkstjörnurn- ar sem kvatt hafa þennan heim langt fyrir aldur fram. Það sem þó þykir undarlegt er hversu margar af þessum stjörnum lét- ust tuttugu og sjö ára gamlar. Fyrstur til að falla frá var Brian Jones, stofnandi Rolling Stones, sem drukknaði í sundlaug þann 3. júlí árið 1969. Næstur í röð- inni var gítarhetjan Jimi Hendr- ix sem kafnaði í eigin ælu eftir að hafa innbyrt of margar svefn- töflur árið 1970. Sú þriðja var söngkonan Janis Joplin sem lést þann 4. október sama ár, að öll- um líkindum eftir að hafa tek- ið inn of stóran heróínskammt. Söngvari The Doors, Jim Mor- rison, var næstur í röðinni ári seinna en þrátt fyrir að á dán- arskýrslu komi fram að hann hafi látist vegna hjartagalla var hann aldrei krufinn og því er dánarorsökin í raun enn ókunn. Sá fimmti var svo söngvari Nir- vana, Curt Cobain, sem lést þann 5. apríl árið 1994. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki um dánarorsök en margir vilja halda því fram að hann hafi jafnvel verið drepinn. „27 kLúbburinn“ skanDaLLinn hJáLPaði tiL við feriLinn Heath Ledger fannst látinn í janúar síðast- liðnum. Skömmu áður hafði hann hætt með unnustu sinni, Michelle Williams, og í kjölfar- ið eytt miklum tíma í djamm og djús og legið í faðmi ófárra súpermód- ela. Leynilegt ástarsamband hefur þó lík- lega átt sér stað á milli Ledgers og Mary-Kate Olsen, því það var sameigin- legur nudd- ari þeirra sem kom að Heath Ledger látnum. Dánarorsök var talinn of- skammtur lyfja, en Heath hafði átt við svefn- vandamál að stríða með á tökum á myndinni The Dark Night stóð. Krufning leiddi í ljós að að minnsta kosti sex mismunandi lyf voru í blóði Ledgers. Leiddar hafa verið líkur að því að einbeiting hans og ástríða fyrir hlutverk- inu í Batman-myndinni hafi orðið til þess að svefnleysið hafi versnað og stuðlað að þessu hræðilega atviki. heath LeDger Lést af of stóruM skaMMti Britney Spears breyttist úr ungri hæfileikaríkri poppprinsessu í sjúskaða, fulla, hárlausa tauga- hrúgu á nokkrum árum. Smátt og smátt mátti sjá hvernig ferill hennar og lífið í heild sinni var á niðurleið. Eftir ýmsa skandala, eins og til dæm- is að keyra með ungan son sinn í fanginu, gifta sig á fylleríi í Las Vegas, sýna á sér klofið með því að mæta nærbuxnalaus á djammið og skella sér í meðferð, fékk Britney endanlega taugaá- fall þann 17. febrúar 2007 þegar hún gekk inn á hárgreiðslustofu og rakaði af sér allt hárið. Eftir það hefur Britney haldið áfram að hneyksla en virðist eitthvað vera á uppleið eftir útgáfu nýrrar plötu, The Blackout. taugaáfaLL britney sPears

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.