Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 14
Föstudagur 12. september 200814 Helgarblað Töfraráð gegn flensunni Kvef og flensur herja nú á marga landsmenn. Fólk leggst í bæli og liggur dreymandi um að fá að komast á fætur aftur. Sum- ir nota til þess allar aðferðirnar í bókinni. Það eru til margar goðsagnir um lækninga- mátt og aðferðir til að forð- ast flensuna en það eru þó nokkur atriði sem alltaf má treysta á að geri gott. DV tók saman það helsta sem banar flensunni áður en hún nær í skottið á þér. Glutathione Nýlegar rannsóknir benda til þess að þeir sem neyta glutathiones hafa færri veirur í líkamanum en aðrir. Þetta er andoxunarefni sem finna má í öllu kjöti, flestu grænmeti og ávöxtum. meðal annars hefur verið mælt með þessu á doktor.is og er hægt að fá vítamínið í flestum heilsu- og matvöruverslunum. Ætihvönn Ætihvönn eða angelinca á sér merka sögu að baki og hefur verið notuð á Íslandi í áraraðir. Hún eykur þrek og kjark, dregur úr streitu og vægu þunglyndi auk þess sem hún styrkir forvarnir gegn kvefi og flensu. Hún er tal- in sérstaklega góð fyrir þá sem eru að ná sér upp úr veikindum. Fæst í apótekum í vökva- og brjóstsykursformi. Blóðberg blóðbergið er mest notað gegn flensu og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf að eyða sýklum og losa um slím. blóðberg er einnig mjög gott við ýmsum meltingarsjúkdómum eins og maga- og garnabólgu. sterkt te af jurtinni, drukkið fjórum til sex sinnum á dag, 2 til 3 daga í senn virkar vel. Kjúklingasúpa Kjúklingasúpa hefur verið kölluð náttúrulegt pensilín og lengi verið sögð allra meina bót. Heit kjúklingasúpa hreinsar stíflaðan öndunarveg og sökum mikilla næringarefna hleður hún líkamann af orku. setja skal mikið af grænmeti, lauk og hvítlauk í súpuna til að fylla hana af aukanæringu. Kryddaður matur Kryddaður matur, sérstaklega kryddaður með hvítlauk og chilli, losar um stíflur. radísur eru einnig taldar góðar. Indverskir réttir og mexíkóskir eru oft uppfullir af sterkum kryddum sem talin eru góð. má nefna cayenne- pipar og engifer ásamt framantöldu. Hvítlaukur Hvítlauksneysla styrkir ónæmiskerfið . margt bendir til að hann hafi einnig vírusdrepandi áhrif og er því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu. Hann er mjög virkur gegn eyrnabólgum. Hægt er að fá hvítlauk í hylkjum en einnig er hægt að borða hann ferskan eða í mat. Þeir sem vilja forðast lyktina ættu að borða steinselju með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.