Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Qupperneq 10
föstudagur 19. desember 200810 Fréttir Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, er ómyrkur í máli hvað varðar fyrirhuguð áform forsætisráð- herra Bretlands, Gordons Brown, til að takast á við efnahagskreppuna sem sett hefur svip sinn á landið. Að mati Rowans er lánakreppan ekki alslæm, en miklu skipti hvernig haldið verði á spilunum. Kreppan eKKi alslæm Erkibiskupinn af Kantaraborg, Rowan Williams, er ekki þekktur fyrir að fara í grafgötur með skoðanir sínar. Nú hefur hann sett sig gegn breskum stjórnvöld- um með því að viðra efasemdir sín- ar um siðferðið í aðgerðum Gordons Brown forsætisráðherra til að örva fjár- málaumhverfi landsins. Rowan Willi- ams líkti aðgerðunum við „fíkil sem leitaði í eiturlyf að nýju“. Í viðtali við BBC sagðist Rowan fagna lánakreppunni því hún væri vel- komið „raunveruleikapróf“ fyrir sam- félag sem er keyrt áfram á endalausri græðgi. William Rowan viðurkenndi að það væri fáránlegt að ætla klerki að gefa hagfræðingum ráð í málefnum sem varða efnahag, en vísaði á bug þeirri hugmynd að breska þjóðin ætti að vinna sig út úr efnhagslægðinni með eyðslu. „Ég vona að fólki skiljist að eyðsla vegna nauðsynja hefur forgang gagnvart björgun efnahagskerfisins,“ sagði Williams. Slæm skuldastaða einstaklinga Ummæli Rowans Williams eru ekki ástæðulaus og falla á sama tíma og op- inberar tölur sýna enn og aftur versn- andi efnahagsástand. Í nóvember var heildarlántaka sextán milljarðar sterl- ingspunda, sem samsvarar um rúm- lega 2.700 milljörðum króna, sem er met þar í landi. Með nóvemberlánunum eru heild- arlánin fyrstu átta mánuði fjárlaga- ársins komin upp í 56,1 milljarð sterl- ingspunda, eða 9.800 milljarða króna. Samkvæmt opinberri spá munu heild- arlán tvöfaldast á næsta ári. Í viðtali Williams Rowan við BBC sagði hann að þjóðin hefði stefnt í ranga átt um áratugaskeið með því að reiða sig á fjármálavafstur til að búa til auð með hraði í stað þess að „búa til hluti“. Hann sagði að niðursveiflan gæti neytt fólk til að rifja upp þörfina á þolinmæði ef það vildi auðgast að ein- hverju marki. Kreppan stuðli að hugarfars- breytingu „Þetta er eins konar raunveruleika- próf, ekki satt – sem er ávallt gott fyr- ir okkur. Áminning um að það sem sumt fólk kallar álfagull er nákvæm- lega það,“ sagði Rowan þegar hann var spurður hvort einhvern ávinning væri að finna í fjármálakreppunni sem sli- gaði efnahaginn. Að hans sögn þyrfti fólk fyrr eða síðar að spyrja sig til hvers það safnaði auði. Rowan Williams lét í ljósi þá von að kreppan fengi fólk til að íhuga hvernig hægt væri að gefa af sér, hvernig hægt væri að þróa menningu þar sem fólk væri reiðubúið til að veita þjónustu sína fólki í nauð. Með því móti væri hægt að byggja upp „virkara og meira lifandi samfélag“. Erkibiskupinn höfðaði til ríkis- stjórnarinnar að gefa fólki skýrari vís- bendingar um „hvernig borgaralegt samfélag væri skapað“, og lýsti áhyggj- um vegna aðgerða hennar til að örva efnahagskerfið, sem meðal annars fælu í sér lækkun virðisaukaskatts, sem miðaði að því að fá fólk til að eyða fé. Líkt og fíkill Rowan hefur ekki trú á þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur valið. „Þetta er líkt og fíkill sem leitar aftur í fíkniefnið. Þegar Biblían notar orðið „iðrun“ þýðir það ekki að það eigi að hýða á sér bringuna, það merkir að leita skuli nýrrar heild- armyndar, og það er kannski það sem við fjarlægjumst,“ sagði hann. „Þetta snýst um hvað það er sem endist til langs tíma litið, og ef við hverfum aftur á vit sama ferlisins mun þetta ekki verða okkur til hjálpar,“ bætti Rowan við. Býst við gagnrýni vegna ummæl- anna Rowan Williams er ekki óvanur gagn- rýni og gerir allt eins ráð fyrir að sæta henni nú fyrir að gefa hagfræðingum „ráð“ til að takast á við kreppuna. Hann sagði í viðtalinu við BBC að fárán- leikinn í því jaðraði við sjálfsmorð því hann væri ekki hagfræðingur. En hann telur að þessar siðferðilegu vangavelt- ur eigi fullt erindi með tilliti til stöðu efnahagsmála í landinu. Rowan Williams er ekki einn um þessar skoðanir á áformum Gordons Brown, því þýski fjármálaráðherrann, Peter Steinbrük, lýsti efasemdum hvað þau varðaði í síðustu viku. KoLBeinn þoRSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Þetta er líkt og fíkill sem leitar aftur í fíkniefnið.“ erkibiskupinn af Kantara- borg rowan Williams telur áform breska forsætisráðherr- ans ekki vænleg til árangurs. VÁFUGL Allt sem gerst hefur, getur gerst og allt sem getur gerst, gerist – í tímans eilífu elfu. eftir Hall Hallsson Blogg, umsagnir og fréttir á www.vafugl.is Þetta er sem sagt pólitísk skáldsaga, eins og Atómstöðin og framtíðarhroll- vekja, eins og 1984. En þetta er líka spennusaga … hressileg viðbót við íslenska skáldsagnafl óru, frumleg … textinn lipur og persónur kjarnyrtar … mikil hugkvæmni. Hrafn Jökulsson í DV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.