Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 12
föstudagur 19. desember 200812 Helgarblað Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Hann hafði óbilandi trú á Kaupþingi alveg fram undir blálokin. Það sýnir sig í því að eignarhlutur hans, sem var metinn á milljarða króna þegar best lét, var skráður á hans eigið nafn en ekki í eignarhaldsfélagi líkt og margir bankamenn kusu að gera. Nú er hlutur hans horfinn. Hann stóð og féll með Kaupþingi. Hann er ráðherrasonur og var efnilegur handboltamaður. Hann var miðlungsnámsmaður en náði á toppinn. Ljóst er að staða hans, líkt og margra annarra útrásarvíkinga, er mjög erfið og stærstur hluti auðæf- anna er horfinn. Hann stýrði stærsta banka landsins í gífurlegri þenslu. Nú hefur hann það á ferilskránni að hafa verið stjórnarformaður í al- þjóðlegri fjármálastofnun sem varð gjaldþrota, hvort sem hann átti sök á því eða ekki. Lét finna fyrir sér Sigurði er lýst sem ljúfum og þægileg- um manni. Hann er rólegur, jafnvel hlédrægur, og meinar algjörlega það sem hann segir. Sigurður fékk miðl- ungseinkunnir í skóla og lítið bar á honum. Hins vegar er hann sagð- ur gífurlega duglegur. Algjör vinnu- þjarkur. Og á fótbolta- og handbolta- vellinum lét hann finna fyrir sér á árum áður. Sigurður er yngsta barn Þórunnar Sigurðardóttur húsmóður og Einars Ágústssonar sem var utanríkisráð- herra fyrir Framsóknarflokkinn á átt- unda áratugnum. Hann fæddist árið 1960 í Reykjavík, gekk í Æfingadeild Kennaraháskólans (nú Háteigsskóli), Hlíðaskóla og Réttarholtsskóla þaðan sem Sigurður lauk landsprófi. Hann fór svo í MH, lauk stúdentsprófi árið 1980 en þá lá leið Sigurðar til Dan- merkur þar sem hann nam hagfræði og stjórnmálafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla jafnframt því að starfa hjá Den danske bank. Sigurður flutti aftur til Íslands árið 1988. Eftir heimkomuna starfaði hann fyrst sem sérfræðingur hjá Iðn- aðarbankanum og svo hjá Íslands- banka á árunum 1990-94. Hann varð forstöðumaður hjá Kaupþingi árið 1994, aðstoðarforstjóri tveimur árum seinna og tók svo við forstjórastöðu Kaupþings árið 1997. Síðustu ár hef- ur Sigurður verið stjórnarformaður Kaupþings með aðsetur í London. Eiginkona Sigurðar er Arndís Björnsdóttir viðskiptafræðingur. Þau kynntust á fyrri hluta tíunda áratug- arins og gengu í hjónaband árið 1995. Með Arndísi, sem er fimm árum eldri, á Sigurður tvö börn, fjórtán ára stúlku og ellefu ára dreng. Sigurður átti þrjár eldri systur en aðeins ein er á lífi, Kristjana Erna, hjúkrunarfræð- ingur á Seltjarnarnesi. Ljúfur og góður drengur „Ég hef ekkert nema gott um hann að segja. Hann var ljúfur og góður drengur,“ segir Þórunn Sigurðardótt- ir, móðir Sigurðar. „Hann var mikið í fótbolta og handbolta,“ bætir hún við en Sigurður æfði með Fram. „Það voru aldrei nein unglingavandræði á honum. Hann skilaði sér alltaf heim á réttum tíma.“ Aðspurð hvort Sigurður hafi ver- ið pólitískur sem ungur maður seg- ist Þórunn ekki minnast þess. „Það voru aðrir á heimilinu sem voru póli- tískari þá,“ segir Þórunn og vísar þar til Einars mannsins síns, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Sigurður bjó hjá foreldrum sínum þegar hann var í námi í Danmörku þar sem faðir hans var sendiherra frá 1980 til dán- ardags sex árum síðar. Efnilegur handboltamaður Haft er á orði um Sigurð að hann komist þótt hægt fari. Þrátt fyrir miðlungsgengi í skóla komst hann áfram á eigin verðleikum, að mati fé- laga hans. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, var vin- ur og bekkjarbróðir Sigurðar í gagn- fræðaskóla. Hann ber Sigurði vel söguna. „Hann var afskaplega heil- steyptur einstaklingur og þægilegur að öllu leyti.“ Guðmundur spilaði handbolta með Víkingi á þessum árum á með- an Sigurður var í Fram. Þeir voru hins vegar samherjar í bekkjarliðinu og segir landsliðsþjálfarinn að Sigurð- ur hefði getað náð langt hefði hann lagt handboltann fyrir sig. „Hann var mjög frambærilegur handboltamað- ur. Hafði mikið og gott keppnisskap sem skilaði honum langt,“ segir Guð- mundur en Sigurður spilaði á miðj- unni. Sigurður stundaði félagslífið eins og hver annar nemandi í Réttarholts- skóla að sögn Guðmundar, þótt hann reki ekki minni til þess að vinur hans hafi sóst eftir setu í nemendastjórn eða neinu slíku. Leiðir Sigurðar og Guðmundar skildi eftir gagnfræðaskólann þegar þeir völdu mismunandi framhalds- skóla. Guðmundi kemur ekki á óvart að Sigurður skuli hafa náð jafnlangt á sínu sviði og raunin er, þótt hann reki ekki minni til þess að glitt hafi í hæfi- leika hans á viðskiptasviðinu strax í barnæsku. „Sigurður er skarpgreind- ur maður og fylginn sér. En það var vart farið að reyna á einhverja hæfi- leika á viðskiptasviðinu á þessum aldri.“ Spilaði póker og bridds Jón Atli Benediktsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, kynnt- ist Sigurði í kringum tíu ára aldurinn þar sem þeir stunduðu báðir nám við Æfingadeild Kennaraháskólans og í Hlíðaskóla. Jón segir Sigurð hafa verið mjög góðan félaga. Þeir vinirnir æfðu líka báðir fótbolta með Fram á þessum árum. „Við vorum báðir bakverðir. Og hann var betri en ég,“ segir Jón Atli og hlær. „Sigurður var mjög fínn bakvörður og mikill keppnismaður. Hann var harðskeyttur varnarmaður en alls ekki grófur eða neitt þess hátt- ar.“ Spurður hvort Sigurður hafi verið einn af þessum sókndjörfu bakvörð- um segist Jón Atli ekki minnast þess. Sigurður kunni að tapa að sögn Jóns Atla. „Já já, og ég þekki hann ekki af öðru en að vera mjög góður drengur. Alla tíð.“ Kaupþingsstjórnarformaðurinn fyrrverandi virðist fjölhæfur mað- ur því auk kunnáttu á fótbolta- og handboltavellinum er hann lunkinn í spilum. „Við stofnuðum spilaklúbb þarna í gamla daga og hann hélt áfram að hittast eftir að Sigurður fór í Réttarholtsskóla. Við spiluðum oft póker og stundum bridds. Sigurð- ur var ágætur í spilamennskunni og hafði afskaplega gaman af henni.“ Kominn af bankafólki Jón Atli telur að ávallt hafi blundað áhugi á bankamálum hjá Sigurði. „Það eru slíkar rætur í fjölskyldu Sig- urðar, ákveðin tradisjón fyrir störf- um innan bankageirans, þannig að ég held að það hafi alltaf verið und- irliggjandi áhugi hjá honum að fara þessa braut.“ Jón Atli segir að ólíkt mörgum þeim sem halda með Chelsea á Ís- landi í dag hefur Sigurður haldið lengur með félaginu heldur en ein- ungis frá þeim degi að Eiður Smári gekk til liðs við þá bláklæddu. „Hann hefur verið Chelsea-maður alveg frá byrjun. Ég man til dæmis eftir því þegar við horfðum á bikarúrslitaleik á milli Chelsea og Leeds í kringum 1970 þar sem Sigurður studdi sína menn dátt. Ég man þegar ég hitti hann í Leifsstöð fyrir nokkrum árum og hann sagði að þetta væri loksins orðið alvöru lið.“ Eftir að Sigurður fór í Réttó gliðn- aði sambandið á milli þeirra Jóns. „Við fórum líka hvor í sinn fram- haldsskólann. Samskiptin eru því lítil en við rekumst einstaka sinnum á hvorn annan, og þá kannski helst á flugvöllum. Þá fer alltaf vel á með okkur.“ Sigurður mótaðist mikið af föður sínum, ekki síst í pólitísku samhengi. Í MH kom fram í hugmyndafræði hans að hann var úr umhverfi sam- vinnufélagslegra skoðana. Sigurður var aldrei mikið að trana sér fram í félagslífinu, ekki frekar en fyrr á lífs- leiðinni eða síðar. Og þeir kennarar í MH á þessum tíma sem DV náði tali af muna ekkert eftir Sigurði, né hvort hann hafi setið í tímum hjá þeim yfir höfuð. Efast ekki um heilindi Sigurðar Sigurður hefur sjálfur sagt að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi hót- að því að knésetja Kaupþing ef hann drægi ekki umsókn sína til baka um að fá að gera upp rekstur bankans í evrum. Þetta kom fram í DV fyrir nokkrum mánuðum og var staðfest í viðtali Björns Inga Hrafnssonar við Sigurð í Markaðnum á Stöð 2 í nóv- ember. Davíð og Sigurður voru með- al gesta á aðalfundi Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í Bandaríkjunum í fyrra þegar í brýnu sló milli þeirra. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla,“ sagði Sig- urður sem staðfesti að Davíð hefði meðal annars hótað því að „taka þá niður“ eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu sam- starfsmenn.“ Þeir sem DV hefur rætt við und- anfarna daga segjast ekki draga orð Sigurðar um orðaskakið við Davíð í efa, fyrst Sigurður fullyrði þetta. Þar á meðal er Jón Atli, æskuvinur Sigurð- ar. „Hann var alltaf heiðarlegur, enda þekki ég Sigurð að góðu einu. Þannig að ef hann segir þetta tek ég það al- varlega.“ Óvild Davíðs Sigurður sagði í viðtalinu við Björn Inga að rekja mætti óvild Davíðs, þá forsætisráðherra, aftur til ársins 1997 og sú óvild hafi ríkt allar götur síð- LAGÐI SJÁLFAN SIG UNDIR KriStján hrafn guðmunDSSon og vaLgEir örn ragnarSSon blaðamenn skrifa: kristjanh@dv.is og valgeir@dv.is Sveitasetur framkvæmdir eru nú stopp við sveitasetur hans í Norðurárdal. Í aðdraganda fallsins sigurður fundaði stíft með ríkisstjórninni í aðdraganda bankahrunsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.