Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Qupperneq 14
Milljarðamaðurinn Í um það bil áratug var Kaupþings- ævintýri Sigurðar ein óslitin sigur- ganga. Bankinn þandist út undir dyggri stjórn Sigurðar, yfirtók stór- ar fjármálastofnanir og opnaði úti- bú víða. Sigurður auðgaðist verulega á útþenslu Kaupþings. Við síðustu skráðu viðskipti, samkvæmt við- skiptavefnum m5.is, átti Sigurður 1,08 prósenta hlut í Kaupþingi og var tólfti stærsti hluthafinn í bank- anum. Hlutur hans í bankanum var um tíma metinn á um það bil átta milljarða króna. Ofan á það bætist að Sigurður fékk sannkölluð ofurlaun, arðgreiðslur og kaupréttarsamninga. Árið 2006 fékk hann um 170 milljón- ir króna í laun, bónusa og fríðinda- greiðslur bankans. Þessar upphæð- ir jafngilda því að Sigurður hafi haft 14 milljónir króna í mánaðarlaun hjá bankanum árið 2006, eða um hálfa milljón króna í laun hvern einasta dag ársins. Á síðasta árið hafði Sigurður um 140 milljónir króna í árslaun, sam- kvæmt ársskýrslu bankans. Þar er tekið tillit til launa, hlunninda og bónusa. Að auk námi lífeyrisgreiðsl- ur Sigurðar á einu ári alls 28 milljón- um króna. Laun Sigurðar voru alltaf mjög umdeild, en hann lét sér fátt um finnast, jafnvel þó Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, hafi með táknrænum hætti mótmælt ofurlaunabruðli Sigurðar og fleiri stjórnenda bankans árið 2003. Dav- íð tók út 400 þúsund króna inni- stæðu sína í bankanum og sagði að allir sem væru í viðskiptum við bank- ann hlytu að velta fyrir sér hvort þeir gætu hugsað sér að vera í viðskiptum við banka sem hagaði sér með þeim hætti sem birtist í samningum sem stjórnarformaður og forstjóri bank- ans hefðu gert um hlutafjárkaup. Staða bankanna var að margra mati uggvænleg í sumar, en það stöðvaði Sigurð og félaga hans Hreið- ar Má Sigurðsson ekki í því að halda áfram að gera vel við sjálfa sig. Aðal- fundur Kaupþings samþykkti í ágúst síðastliðinn að hvor um sig mætti ár- lega kaupa allt að 812 þúsund hluti á genginu 303, en gengið á þeim tíma var 720 krónur á hlut. Það hefði þýtt að þeir hefðu getað rúmlega tvöfald- að fjárfestingu sína á einum degi. Sveitasetur og lúxusíbúð Gífurlegri velgengni í fjármálalífinu fylgir óhjákvæmilega lúxuslíf og þar hefur Sigurður verið í framlínunni, sem og annars staðar. Hann keypti lúxusíbúð í London í sumar fyrir tæpa tvo milljarða króna, eða 10,5 milljónir punda. Breska dagblaðið The Sun fullyrðir að Kaupþing hafi fjármagnað þessi kaup Sigurðar, sem greiddi umtalsvert hærra verð fyr- ir hana en markaðsvirði hennar var. Þannig var hún metin á um 8 millj- ónir punda samkvæmt breska blað- inu. Þessi fasteignakaup Sigurð- ar sættu furðu fjölmiðla þar í landi, enda var bent á að sambærilegar íbúðir í hverfinu hefðu verið metnar á allt að fjórfalt lægri upphæð en Sig- urður reiddi fram fyrir sína íbúð. Sveitasetur Sigurðar, á besta stað í Norðurárdalnum, hefur einnig vak- ið mikla athygli. Sigurður festi kaup á jörðinni Veiðilæk í dalnum fyrir ótil- greinda upphæð, en jörðinni fylgja meðal annars veiðiréttindi í sam- nefndri laxveiðiá. Sigurður er stór- huga í framkvæmdum eins og sjá mátti þegar DV birti teikningar af hús- inu í október. Ljóst er að húsið getur orðið eitt glæsilegasta hús landsins. Samkvæmt teikningum verður það tæplega 900 fermetrar að stærð. Þar er gert ráð fyrir fyrir fimmtíu fermetra vínkjallara, fullbúinni heilsulind með tveimur sánaklefum og hvíldarstofu með arineldi. Út frá borðstofunni, sem mun taka á þrijða tug gesta í sæti, er útgengt á „suðurpall“ hússins en þar verða Sigurður og fjölskylda með útiborðstofu sem verður yfirdekkuð og upphituð. Ljóst er að kostnaður við byggingu hússins mun hlaupa á hundruðum milljóna króna. Framkvæmdum við sveitasetrið hefur nú hins vegar verið hætt. Eins og fram kom í DV í vikunni, er talið að framkvæmdir hafi verið stöðvað- ar vegna þess að verktakafyrirtækinu Borgarverki, sem sér um byggingu sveitasetursins að hluta til, hef- ur ekki borist greiðsla fyrir ákveðna vinnu sem fyrirtækið hefur innt af hendi. Ekki er vitað um ástæður þess að greiðslur hafa ekki borist fyrirtæk- inu, en þær áttu að berast verktökun- um frá þriðja aðila. Samkvæmt heim- ildum DV mun málið skýrast á næstu vikum og ákvörðun tekin hvort hald- ið verður áfram með framkvæmd- irnar. Allt undir í bankanum Í lok september á þessu ári, nokkr- um vikum áður en Kaupþing var þjóðnýtt, tóku Sigurður og Hreiðar Már ákvörðun um að afskrifa skuldir stjórnenda bankans. Margir stjórn- endur og lykilstarfsmenn í bankan- um höfðu fjárfest í bankanum með lánum sem átti að greiða af með arðgreiðslum. Þegar bankinn var þjóðnýttur urðu bréfin verðlaus en lánin stóðu eftir. Með þessum að- gerðum var mörgum stjórnendum bankans bjargað. Þessi ákvörðun olli mikilli reiði í samfélaginu, enda aðeins útvaldir skuldarar í Kaup- þingi sem sleppa við að borga. Málsmetandi maður í viðskipta- lífinu telur að Sigurður standi afar höllum fæti nú um stundir. Eignar- hlutur hans í Kaupþingi hafi verið á hans eigin kennitölu en ekki í eign- arhaldsfélagi líkt og hjá mörgum lykilmönnum í bankanum. Ljóst má því vera að hann hefur tapað miklu á falli bankans. „Orðið fyrir þungu höggi,“ eins og annar viðmælandi blaðsins lýsti því. Sú staðreynd að hann hafi ekki fært hlutinn yfir í einkafélag lýsir, að mati viðmæl- enda DV, bjargfastri trú hans alveg fram í það síðasta á að bankinn væri í góðum rekstri og myndi ekki fara í þrot. Sigurður seldi ekki hlut sinn í bankanum, en naut þess í stað ríku- legra arðgreiðslna. Hann er sagður hafa verið viss í sinni sannfæringu um að bankinn stæði vel og að mjög miklu leyti hafi sú sannfæring hans verið rétt. Ekki er vitað hvort hann á verð- mæti annars staðar, en fátt bendir til þess að hann hafi reynt að bjarga eigin skinni jafnötullega og fullyrt hefur verið um aðra bankamenn í aðdraganda hrunsins. Stærstu mistökin Það bera honum allir góða sög- una. Einn segir að nokkru leyti ósanngjarnt að tína til þau mistök sem gerð voru í stjórnun bank- ans, en augljóst er að ef Kaupþing hefði verið flutt úr landi væri það ennþá í rekstri í dag. Sigurður og Hreiðar Már hafi byggt upp öflugan banka með mjög þróaðri og sterkri áhættustýringu. Eftir á að hyggja hefði bankinn átt að koma sér í ör- uggt skjól þegar bera fór á lausafjár- kreppunni, með því að selja eign- ir á Norðurlöndum. Hefði bankinn flutt af landi brott og dregið sam- an seglin væri staðan líklega önn- ur. Margt í stefnu Kaupþings undir stjórn Sigurðar hafi þó verið mjög gott. Dæmi um það hafi verið Sing- er & Friedlander-starfsemin í Bret- landi, sem hafi verið vel heppnað verkefni. Eftir á að hyggja má segja að hægar hefði mátt fara. Fór geyst En Sigurður er trúr sinni sannfær- ingu og þorði að leggja sjálfan sig að veði. Hann fór geyst og stýrði banka sem þandist út hratt. Hans veikleiki er sagður vera að þegar bankinn varð fyrir gagnrýni átti hann til að vera hvass í svörum. Þessi karakt- ereinkenni hans eru einkennandi fyrir hann í viðskiptalífinu, jafnvel þótt hann hafi verið drengilegur átti hann til að eignast óvildarmenn og sérstaklega á Norðurlöndum með því að sýna framkomu sem sumum þótti bera vott um hroka. Þrátt fyrir mikla velgengni lengst af eru það ekki góð meðmæli á fer- ilskránni að hafa verið stjórnarfor- maður í alþjóðlegum banka sem varð gjaldþrota. Staða og orðspor hans í alþjóðlega fjármálaheimin- um eru því ekki sérlega góð. Hans kappsmál nú um stundir hlýtur að vera hversu mikið fæst upp í kröf- ur Kaupþings á erlendri grundu og lágmarka það fjárhagslega tjón sem lendir á öðrum. Sigurður þorði hins vegar að leggja allt undir og taka áhættuna á því að vera annaðhvort hetja eða skúrkur. föstudagur 19. desember 200814 Helgarblað Kaupþing bankinn var alþjóðleg fjármálastofnun undir stjórn sigurðar. Maður ársins sigurður einarsson var valinn maður ársins hjá frjálsri verslun árið 2005.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.