Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 19
föstudagur 19. desember 2008 19Helgarblað Saltfiskur og skata á Sægreifanum alla daga, allan daginn fram að jólum. Sægreifaverð 1650 kr á mann. Fyrrverandi bankastjórar og útrásargosar einnig velkomnir Sultarólin hert árið 2010 ríkinu til að endurreisa fjármála- kerfið. Ljóst er að niðurskurðurinn í rekstri ríkisins fyrir árið 2010 verð- ur miklu þyngri og alvarlegri en fyrir það ár sem senn fer í hönd. Stjórnvöld hengja haus Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor hefur lengi mælt með því að Íslendingar leituðu aðstoðar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins þó svo að orðspor hans á umliðnum árum sé allt annað en gott, einkum í lönd- um þriðja heimsins. Reyndar bend- ir allt til þess að þrýst hafi verið á stjórnvöld af og til undanfarna 8 til 10 mánuði að setja sig í samband við AGS vegna skuldsetningar þjóðar- innar erlendis, lítils gjaldeyrisforða og bankakerfis sem vaxið hafði þjóð- inni yfir höfuð. „Ég met það svo að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafi vandað vel til sinnar vinnu hér og að efnahags- áætlunin með Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu sé unnin eftir kúnstarinnar reglum. Hún er vel úr garði gerð miðað við þær forsendur að ekki var hægt að festa gengi krón- unnar. Sjóðurinn hefur gætt sín á því að gera ekki tvær villur sem hann gerði fyrir 10 árum í öðrum heims- hlutum. Annars vegar að leggja til of harkalegar aðgerir í ríkisfjármálum of snemma. Hins vegar að leggjast alfarið gegn hömlum á fjármagns- flutningum milli landa. Sjóður- inn gerir hvorugt núna. Hann leyfir tímabundin gjaldeyrishöft og meiri halla á ríkissjóði og það gerir áætl- unina betri og vænlegri til árangurs en ella hefði verið. Með þessu fríar AGS sig af gagnrýni sem hann ella hefði orðið fyrir hér.“ Þótt Þorvaldur lýsi nokkurri ánægju með vinnubrögð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hér á landi er hann fjarri því ánægður með frammistöðu íslenskra stjórnvalda. „Í ljósi þess sem ég sagði er það makalaust að Seðlabankinn og fjár- málaráðuneytið skuli leggja þessa áætlun fram með hangandi hendi og jafnvel með hundshaus og sýni viðleitni til þess að skella skuldinni á björgunarnefnd frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Almenningur ber svo lít- ið traust til stjórnvalda að álit hans á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verð- ur því að sama skapi meira þegar fram í sækir. Sérfræðingar sjóðsins koma næstu misseri á þriggja mán- aða fresti til þess að meta framvind- una. Ef stjórnvöld ganga til verks með hangandi hendi, skýra hvorki né verja áætlunina og standa loks ekki við sinn hluta hennar skapast sú hætta að AGS stöðvi greiðslur til landsins. Aðstoð sjóðsins er bundin tölulegum skilyrðum um framvindu mála og ef stjórnvöld vanrækja þessi ákvæði stöðvast greiðslur,“ segir Þor- valdur. Mótmæli á Austurvelli alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn skiptir sér ekki af stjórnmálum. aðgerðir hans geta þó haft mikil áhrif á stjórnmálaástand. Poul Thomsen „stjórnvöld hafa ítrekað að þau ætli að fylgja styrkri fjármármála- stefnu næstu misserin og leggja drög á næstunni að því að ná því markmiði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.