Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 21
föstudagur 19. desember 2008 21Umræða
Hver er maðurinn?„Kristinn
Ólafsson.“
Hvað drífur þig áfram?„Það er lífið
sem drífur mig áfram.“
Hvar ólstu upp? „Á seltjarnarnesi,
nánar tiltekið á Valhúsahæðinni.“
Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Ítalskur matur.“
Ertu farinn að undirbúa jólin? „Já,
alveg passlega mikið bara. Þetta kemur
hægt og sígandi.“
Hefur þú lengi verið meðlimur í
Landsbjörg? „Ég er búin að vera í
bransanum í þrjátíu ár. Ég er búinn að
vera framkvæmdastjóri í tvö ár og var
formaður Hjálparsveitar skáta í fimm ár.“
Hvað átak er að fara í gang hjá
Landsbjörg? „Þetta er endurvinnslu -
og fjáröflunarátak björgunarsveitanna.
Við erum að hvetja fólk til að koma með
gamla gsm-síma á flugeldasölurnar og
gefa til björgunarsveitanna. Við munum
svo koma þeim áfram í endurvinnslu.
Við fáum borgað gjald fyrir svo við fáum
tekjur af þessu. símarnir verða
endurunnir og seldir á lágu verði í
þróunarlöndunum. Þeir símar sem eru
ónýtir eru endurunnir í Þýskalandi.“
Hvernig kom þetta átak til? „Það
var fyrirtækið green solutions sem
hafði samband við okkur þar sem þeir
höfðu keyrt verkefni í Þýskalandi og
bretlandi með góðum árangri. Þeir
höfðu áhuga á að vinna með okkur.
Okkur leist mjög vel á. Það kreppir að
hjá björgunarsveitum eins og í öðrum
löndum og við getum látið gott af
okkur leiða til umhverfisáhrifa um leið.“
Hvaða viðbrögð hafið þið fengið?
„mjög góð. Það virðist alveg sama við
hvern maður talar, það eiga allir gamla
síma sem þeir geta gefið í starfið.
Þannig að við ætlum að starta þessu
svo fólk geti byrjað að leita að símum
og koma með þá til okkar.“
Er minni sala á jólatrjám í ár en
áður? „Það getur vel verið að fólk
kaupi aðeins minni tré. Við seljum líka
íslensk tré í meira mæli en áður.“
Hver er draumurinn? „bara vera heil-
brigður og hamingjusamur.“
ÆTLAR ÞÚ AÐ FÁ ÞÉR SKÖTU Á ÞORLÁKSMESSU?
„að sjálfsögðu fæ ég mér skötu enda
ekki annað hægt verandi fiskisali. Ég
fer í létt skötuboð hjá frændfólki en ég
borða skötuna frekar út af hefðinni en
bragðinu.“
HALLDÓR HALLDÓRSSON
26 Ára fisKsali
„Já auðvitað fæ ég mér skötu. Ég
hlakka mikið til. Ég fæ mér alltaf skötu
á Við tjörnina en þar hefur sami
hópurinn komið saman í tuttugu ár frá
stofnun staðarins. Við mætum þar í
skítugum fötum þannig að lyktin
skiptir engu máli.“
LOGI ÞORMÓÐSSON
57 Ára fisKiðnaðarmaður
„nei ég hef ekki vanið mig á að fá mér
skötu. lyktin fellur ekkert sérstaklega
vel í kramið.“
HALLDÓR BÚI JÓNSSON
27 Ára HÁrgreiðslumaður
„Ég veit ekki hvort ég ætli að fá mér
skötu. Ég hef stundum fengið mér og
stundum ekki. Ég hef stundum farið á
veitingastað og fengið mér skötu en
hún er ekki á boðstólnum á vinnu-
staðnum mínum þannig að ég hugsa
að ég fái mér ekki skötu í ár.“
BRYNDÍS ÁSTA REYNISDÓTTIR
38 Ára ViðsKiptastJÓri
Dómstóll götunnar
KRISTINN ÓLAfSSONer
framkvæmdastjóri slysavarnafélags
landsbjargar en félagið mun hefja
nýtt endurvinnslu- og fjáröflunarátak
milli jóla og nýárs. Átakið snýst um að
gefa gamla ónýta gsm-síma til
björgunarsveitastarfsins sem svo
Viljum gamla
farsíma
„Ég ætla að fá mér skötu. Ég hef ekki
fengið skötu í tvö ár þannig að ég
ákvað að auglýsa á facebook eftir fólki
til að fá mér skötu með. Ég er búin að
fá fjöldamörg tilboð þannig að ég verð
að velja úr. mér finnst skata mjög góð
og er ánægð að hafa fundið fólk sem
finnst það líka. facebook rúlar.“
EYGERÐUR MARGRÉTARDÓTTIR
32 Ára framKVæmdastýra
maður Dagsins
Dagvaktin er einhver vinsælasti sjón-
varpsþáttur Íslands undanfarin ár. Er
þetta ekki síst að þakka fíflinu Georg
Bjarnfreðarsyni, sem er eftirminni-
lega leikinn af Jóni Gnarr. Georg er
allt það sem Íslendingar elska að
hata: ofmenntaður, heilsusamlegur
og skandínavískur í anda.
Aðeins fífl eins og Georg borða
speltpasta, enda hafa sannir Íslend-
ingar á undanförnum árum orð-
ið einhver feitasta þjóð heims utan
Norður-Ameríku.
Það er þó ekki óheilsusamlegt
fæði sem okkur stafar mest ógn af
núna, heldur heimskan. Fíflið Georg
er með heilar fimm háskólagráður,
en vinnur á bensínstöð. Menntun
virðist og lítils virði í landi þar sem
dýralæknir er fjármálaráðherra og
lögfræðingur seðlabankastjóri.
Helsta einkennismerki fíflsins
Georgs er þó hinn sænski fáni sem
hann ber á ermi sinni. Íslendingar
vilja síst af öllu láta líkja sér við Norð-
urlandabúa. Svo dæmi sé tekið virð-
ast skólamál hérna vera að fjarlægjast
hin Norðurlöndin meira og meira. Í
góðærinu var mikið talað um að taka
upp skólagjöld í Háskóla Íslands, sem
hefði þá orðið eini ríkisháskóli Norð-
urlanda til að gera slíkt. Hugmyndin
um að taka upp bandarísk skólagjöld
var réttlætt með draumórum um að
Háskóli Íslands yrði einn af 100 bestu
í heimi. Samkvæmt flestum könnun-
um er það þó einmitt finnska skóla-
kerfið sem er það besta í heimi. Það
er ekki einungis ókeypis að læra þar
fyrir nemendur, heldur er boðið upp
á niðurgreiddan mat líka. Þetta kom
sér sérstaklega vel í kreppunni.
Þó að frjálshyggjumódelið sé fall-
ið og kreppa skollin á virðumst við
enn vera að fjarlægjast félagskerfi
Norðurlanda. Í sinni kreppu neydd-
ust Finnar til að draga seglin saman,
en juku þó útgjöld til menntamála.
Það er jú best að fólk mennti sig
meðan það hefur ekki annan starfa,
enda skilaði þetta meðal annars sér í
hæfari starfskrafti sem átti þátt í vel-
gengni Nokia þegar upp var staðið.
Á Íslandi hefur nýnemum við
Háskóla Íslands eðlilega fjölgað til
muna, enda atvinnuleysi að aukast.
Í staðinn fyrir að fjárfesta í framtíð-
inni og í uppbyggingunni með því að
styðja við bakið á þessu fólki hefur
ríkisstjórnin ákveðið að minnka út-
gjöld til Háskólans um heilan millj-
arð.
Þetta ber ekki aðeins vott um
mikla skammsýni, heldur líklega
einnig óhagkvæmt til skemmri tíma
litið. Lágmarksatvinnuleysisbætur
eru eitthvað um 120.000. Lágmarks-
námslán eru rétt um 100.000. Þannig
sparar ríkið í raun á því að hafa fólk í
námi frekar en á bótum til skemmri
tíma litið, svo ekki sé talað um að
námsmaðurinn þarf á endanum að
borga verðtryggð lán sín til baka. Það
er því þjóðinni í hag, bæði til lengri
og skemmri tíma litið, að styðja sem
mest við bakið á Háskóla Íslands. Því
jafnvel þó að háskólagráður Georgs
nýtist honum lítið á bensínstöðinni,
þá væri það samt dýrara fyrir samfé-
lagið ef hann hefði verið atvinnulaus
í þann rúma áratug sem nám hans
hefur tekið.
Nafni Georgs, Göran Person, fyrr-
verandi forsætisráðherra Svíþjóðar,
kom hingað í heimsókn á dögunum.
Hann sætti gagnrýni fyrir vanda-
mál tengd hjálparstarfi Svía í kjöl-
far tsunami-hvirfilbylsins árið 2004.
Sagði hann við það tilefni: „Ég hef
ábyrgðina og ég tek ábyrgðina.“ Á Ís-
landi hefði verið nóg að kenna bara
hvirfilbylnum um. Kannski eru Svíar
ekki svo mikil fífl þrátt fyrir allt.
Hvers vegna hatar fólk Háskólann?
kjallari „Í staðinn fyrir að fjárfesta í framtíðinni
og í uppbyggingunni
með því að styðja við
bakið á þessu fólki
hefur ríkisstjórnin
ákveðið að minnka
útgjöld til Háskólans
um heilan milljarð.“
VALUR GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
flestir eru nú í óða önn að klára innkaupin fyrir jólin, hvort sem það eru jólagjafirnar eða maturinn sem snæða á með fjölskyldunni. dýrin mega þó ekki gleymast og fengu
þessir hundar klapp og kjass þar sem þeir röltu göngugötuna í Hafnarfirði.
MYND: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
mYnDin