Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Side 24
föstudagur 19. desember 200824 Helgarblað HIN HLIÐIN Væri til í trúnó með Össuri Nafn og aldur? „Vigdís Hrefna Pálsdóttir, 31 árs.“ Atvinna? „Leikkona.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð.“ Fjöldi barna? „Ein dóttir og einn stjúp- sonur.“ Hefur þú átt gæludýr? „Átti skjaldbökur. Þær lykta.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Þursaflokkurinn 17. júní, stelpan mín dansaði á Arn- arhóli.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já einu sinni, skömmuð fyrir hávaða úti í garði á Bergó. Það var sumar og það var gaman.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Svarta peysan mín sem ég var að týna. Hún var mjúk úr lífrænni ull og gekk við allt.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, tónaði mig niður fyrir visst hlutverk, sleppti sykri og hvítu hveiti í tvær vikur, hrika- lega leiðinlegt.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já. Það er nauðsynlegt að láta vita þegar manni mis- líkar.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Roxette á leyndan stað í hjarta mínu, ég leyni því ekki.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Dansa alltaf við ABBA.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að halda aðfangadagskvöld í fyrsta skipti heima hjá mér.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Ronju ræningjadóttur. Klass- íker.“ Afrek vikunnar? „Bakaði sörur í fyrsta skiptið, þær eru ekki fallegar en góðar eru þær.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, á píanó.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópu- sambandið? „Ég vil að við skoðum mögu- leikann á því allavega, kynnum okkur málið, þá er hægt að taka afstöðu.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heilsan og fjölskyldan.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Össur, hann er gamall vinur sem ég hef ekki hitt lengi og það væri gaman að fá útskýringar á ýmsu.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Elvis Presley. Fá hann til að syngja fyrir mig nokkur vel valin lög.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, það er langt síðan og þau voru ekki góð.“ Nýlegt prakkarastrik? „Snjór og pottur, segi ekki meir.“ Hvaða fræga einstakling líkist þú mest? „Julia Stiles, var staðgengillinn hennar í A Little Trip to Heaven.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Góð í marki í fótbolta.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Heimili mitt.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Býð góða nótt.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Heiðarleiki, jákvæðni, samstaða og ekkert kjaftæði!“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur í jólasýningu ÞjóðleikHússins, sumarljós, sem frumsýnd Verður annan dag jóla. Hún segist góð í marki í fótbolta. Helsta afrek Vigdísar í Vikunni Var Þegar Hún bakaði sörur í fyrsta skiPti. mynd sigtryggur ari Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Nú höfum við ákveðið að hafa 25% afsl. á öllum vörum í búðinni fram að jólum, aldrei meira úrval af fallegum fatnað, tilvalið í jólapakkann, sem og jólafötin. einnig erum við með gjafakort. Nýjar föt í hverri viku, og lygilegt verð! Munið vefverslunina diddy.is Verið velkomnar, við tökum ávallt vel á móti ykkur. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Diddy.is Faxafeni 14 - S: 588 8400 Frábært jólatilboð, 25% afsl. af öllum vörum fram að jólum. Stelpur á öllum aldri og í öllum stærðum Verslun: 567-7773

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.