Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 28
föstudagur 19. desember 200828 Helgarblað Mótmæli af einhverju tagi eru nú orðin nánast daglegt brauð í Reykjavík. Fjöl-mennust eru þau sem Hörður Torfa- son hefur skipulagt á laugardagseftirmiðdög- um, þar sem hátt í 10.000 manns hafa mætt þegar mest hefur verið. Þar kemur saman fólk úr hinum ýmsu lögum þjóðfélagsins sem á það eitt sameiginlegt að krefjast nýrra kosninga. Sumir hafa viljað ganga til beinni aðgerða. Líklega mælir bloggarinn „Ace“ fyrir munn margra þegar hann segir á vef Morgunblaðsins: „Þrátt fyrir að þúsundir manna og kvenna hafi mótmælt fyrir framan alþingi á síðustu vikum að þá hefur ekkert gerst, ekkert hefur breyst. Ríkisstjórnin horfir niður á mótmælendurna úr fílabeinsturnum sínum og hlær...fyrst frið- samleg mótmæli virka ekki að þá verður að fara með þetta á næsta stig.“ Beinar aðgerðir Stuðningur við svokallaðar „beinar aðgerðir“ virðist fara vaxandi. Fyrir rúmri viku tóku um 30 manns þátt í því að meina ráðherrum inn- göngu í ráðherrabústaðinn. Viku síðar voru þar um 150 samankomnir. Hinar svokölluðu beinu aðgerðir eru þó síð- ur en svo ofbeldisfullar, þó að þær gangi lengra en að standa á Austurvelli með skilti. Eins og bloggarinn Ace segir: „Ég sé nú ekki ofbeldið í því að fara inní banka og syngja.“ Hugmyndin um beinar aðgerðir kom þó ekki til Íslands með kreppunni. Hópurinn Sa- ving Iceland hefur stundað slíkar aðgerðir und- anfarin ár til að mótmæla virkjanastefnu stjórn- valda. Sumarið 2005 og 2006 setti hópurinn á fót búðir og stundaði aðgerðir við Kárahnjúka- virkjun, svo sem að hlekkja sig við vinnuvélar og olli nokkrum sinnum vinnustöðvun í allt að átta klukkutíma. 2005 voru um 40 manns í búðunum í einu, sumarið eftir um 250 og álíka margir 2007. Haustið 2005 klifruðu íslenskir strákar upp á Alþingishús og skiptu út íslenska fánanum fyrir fána með slagorðum gegn áli. Í annað skiptið á rúmu ári hefur það nú gerst að æstur hópur fólks ryðjist inn um úti- dyr lögreglustöðvar Reykjavíkur. Í bæði skiptin virðist lögregla hafa misst stjórn á aðstæðum, og það sem byrjaði sem friðsamleg mótmæli endar sem umsátur um lögreglustöðina. Í báð- um tilfellum er ástæðan sú sama, fólk er hand- tekið vegna mótmælaaðgerða og fólk flykkist að til að fá félaga sína lausa. „Löggan veit ekkert hvað hún á að gera“ Sumarið 2007 voru haldin mótmæli á Snorra- braut þar sem nokkrir mótmælendur voru handteknir fyrir litlar sakir. Kallaði það á sterk viðbrögð mótmælenda. Lýsti ég þessu svo á sínum tíma: „Múgurinn ryðst inn um fremri dyr lög- reglustöðvarinnar. Þær innri eru læstar. Mann- laust er í móttökunni, en fyrir innan aðrar dyr bíða lögregluþjónar átekta. Mótmælendur hörfa tilbaka og leggja undir sig planið fyrir utan, klifra upp á skýlið fyrir ofan innganginn og leggja borða yfir merki lögreglustöðvarinn- ar þar sem á stendur: „Industry out of...Iceland and Trinidad.“ Fólkið spilar tónlist og dansar fyrir utan lög- reglustöðina og við og við brjótast út spontant slagorðahróp. Hvernig stendur á því að það sem byrjaði sem friðsamleg mótmæli á Snorra- braut endar með umsátri um lögreglustöð Reykjavíkur? Lögreglan virðist hér eiga við fyr- irbæri sem hún ekki skilur og hefur ekki hug- mynd um hvernig hún eigi að fást við.“ Mótmælendum fjölgar Sumarið 2007 var föngunum sleppt lausum daginn eftir. Haustið 2008 var fanganum sleppt samdægurs. Hver sem ástæðan var, gerði hún það að verkum að mótmælendur fundu til máttar síns. Það er mikill munur á mótmælendum nú og þeim sem börðust gegn Kárahnjúkavirkjun. Þar sem voru um 50 ungmenni sumarið 2007 eru nú 500 manns á öllum aldri saman fyrir utan lögreglustöðina. Enda er nú ekki aðeins verið að mótmæla stóriðju, heldur hruni alls efnahagskerfisins. Það er ljóst að ef það er eitthvað sem yfir- valdið ber virðingu fyrir, þá er það fjöldinn. Í 30 manna mótmælunum við Ráðherrabústað- inn voru nokkrir handteknir. Í 150 manna mót- mælunum viku síðar var enginn settur í járn, jafnvel þó að mótmælendur hefðu sig meira í frammi. Löggan lærir... eitthvað Lögreglan virðist á margan hátt vera betur und- irbúin undir aðgerðirnar 2008 en hún var 2007, enda er hún búin að fá erlenda ráðgjafa til að undirbúa sig. Hún hefur að mörgu leyti staðið sig vel, því þrátt fyrir mikla reiði hefur ekki enn komið að því að allt fari úr böndunum. En með hinni ólöglegu handtöku á einum mótmæl- enda gerði hún sín fyrstu stóru mistök, sem leiddi til þess að fólk réðist á lögreglustöðina. Ljóst er að reiði fólks á eftir að magnast mjög. Segi ríkisstjórnin ekki af sér mun það lík- lega gerast fyrr eða síðar að einhver mun slas- ast eða jafnvel láta lífið. Komi til þess mun það líklega gerast, eins og í Grikklandi, að fjandinn verði laus. Hvað næst? Það er spennandi en um leið ógnvekjandi að sjá hvað gerist í framhaldinu. Hvernig mun kynslóð sem elst upp við að kasta eggjum í Al- þingishús og lögregluþjóna verða? Mun það fara svo að eftir því sem ráðamenn sýna fram á þróttleysi sitt muni fólk hætta að bera virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut, og þjóðfélagið liðist þannig í sundur? Eða er það kannski bara hollt og gott að fólk læri sem fyrst að hafa áhrif á ráðamenn sína? Það er rétt að hafna ofbeldi. En þá verður líka að skilgreina hvað ofbeldi er. Ofbeldi er ekki að henda eggjum. Hvað eru nokkur egg miðað við ónýtan efnahag? Ofbeldi er ekki að brjóta rúður. Maður beitir ekki dauða hluti of- beldi. Ofbeldi er að ráðast á manneskjur, og að sjálfsögðu á að hafna slíku. Allt annað er leyfi- legt. „Ég sÉ nú ekki ofbeldið í því að fara inní banka og syngja.“ Sífellt fleiri virðast reiðubúnir að taka þátt í svokölluðum „beinum aðgerðum“. Þetta er fólkið sem lætur sér ekki nægja að taka þátt í mótmælafundum heldur fjölmennir inn í banka og hefur þar uppi háreysti eða reynir að koma í veg fyrir að ráðherrar komist á ríkisstjórnarfundi. Valur Gunnarsson kannar hvernig mótmæli hafa þróast á Íslandi síðustu ár. Íslendingar læra að mótmæla Átök við lögreglustöðina við Hlemm mótmælendur hafa tvö ár í röð ruðst inn um dyr lögreglstöðvarinnar við Hlemm. fyrst umhverfisverndarsinnar 2007 og síðast reiðir mótmælendur vegna handtöku manns sem flaggaði bónusfána á alþingishúsinu. Fjölmenn mótmæli en lítil áhrif? mestur mannfjöldi hefur safnast saman á austurvelli en óvíst er hvaða áhrif þau mótmæli hafa. Mótmælandi borinn burt Lögreglan virðist á margan hátt vera betur undirbúin undir aðgerðirnar 2008 en hún var 2007, enda er hún búin að fá erlenda ráðgjafa til að undirbúa sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.