Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 32
Hvernig líður þér á þessum tímum?
„Mér líður ágætlega í dag. Það er
jólalegt niðri í bæ og mér líður bara
bærilega. En líðanin er vitanlega í
samræmi við að þetta eru skrítnir
tímar. Og líðanin fer líka eftir verk-
efnum hverju sinni. Maður tekst
á við ýmsar tilfinningar á þessum
skrítnu og erfiðu tímum. Það er allt
öðruvísi en það var fyrir þremur
mánuðum að mæta til vinnu.“
Það er gríðarlegt álag á þér. Hvernig
er nætursvefninn og hvaðan kemur
þessi mikla orka?
„Orkan kemur frá fjölskyldunni.
En ég er lánsöm og ég þarf ekki mik-
inn svefn. Og ég vorkenni mér ekk-
ert, ég get þrifist í nokkurn tíma á
litlum svefni. Mér finnst oft gott að
vinna á kvöldin og inn í nóttina, þá
fæðast hugmyndir. Það eru vafa-
laust fleiri vansvefta en ég þessa
dagana. En svona eru þessir tímar.
Staðan er þannig að við höfum ekki
efni á því að vera orkulaus. Við í rík-
isstjórninni liggjum undir ámæli að
gera ekki nóg. En við höfum ekki
tíma til að velta okkur upp úr því til
þess eru verkefnin of stór og of mik-
il. Og það mun reyna mjög á þolrifin
og tengingarnar í samfélagsgerðinni
eftir áramót. Það verða vonbrigði og
það verður atvinnuleysi. En það er
líka von.
Því verðum við í ríkisstjórninni að
nota alla okkar krafta. Og við verð-
um að tala meira við fólkið í land-
inu, vera einlægari og vinna meira,
gera meira og þora að segja að við
höfum gert mistök. En við höfum
líka gert marga ágæta hluti. En mis-
tökin eru til staðar og við eigum ein-
faldlega að biðjast afsökunar. Í þess-
um uppgangi urðu menn á mörgum
sviðum blindir og óðu áfram.“
Mistök í stóru og smáu
Eins og hvaða mistök gerðuð þið?
„Við eigum að biðjast afsökunar á
því að hafa ekki gætt okkar – að hafa
ekki haldið vöku okkar. Og það er
hægt að taka allt frá mistökum eins
og að hafa ekki klárað fjölmiðlalög.
Við reyndum tvisvar en stjórnar-
andstaðan stoppaði það. Við hefð-
um þurft að hafa lög um eignar-
hald á fjölmiðlum bæði í dag og hér
áður. Þetta hefði haft þýðingu. Og
við hefðum líka átt að halda betur
um eftirlitsstofnanir okkar og veita
þeim meiri stuðning. En umfang
bankakerfisins var orðið gríðarlegt
og stjórnvöld gættu þess ekki að
hafa fjármálaeftirlitið eins viðamik-
ið og umfang bankakerfisins. Þetta
er hluti af því sem hefði mátt gera
betur. Einkavæðing bankanna var
rétt en það hefði átt að halda í þá
stefnu í byrjun að hafa dreifða eign-
araðild. Við megum ekki hverfa frá
þeirri stefnu að koma bönkunum
aftur frá ríkinu í hendurnar á mark-
aðinum, það er bjargföst trú mín. En
við verðum að gæta okkar að hafa
gegnsæjar og traustvekjandi reglur
í atvinnu- og fjármálalífi landsins.
Ég er sannfærð um að hvorki hag-
vöxtur aukist né lífskjarabati náist
í gegnum það að ríkið eigi allt og
stjórni öllu. Margt merkilegt var gert
innan bankanna þó stór mistök hafi
líka verið gerð. Sum fyrirtæki er náð
hafa fótfestu á síðustu árum hafa
staðið sig vel eins og til dæmis Mar-
el og Össur og gleymum því ekki að
bankarnir sem og önnur fyrirtæki
skiluðu skatti til þjóðfélagsins.“
Er það, varð nokkuð af þessum pen-
ingum eftir hér á landi?
„Jú, við fengum til dæmis óbein-
ar tekjur og menntað fólk kom heim
því Ísland bauð upp á góð og að-
laðandi störf. Ríkissjóður hagnað-
ist beint og íbúar í kölfarið af aukn-
um umsvifum. Ég er hrædd við það
núna að ef við gætum ekki að okk-
ur munum við missa fólk frá okkur
úr landi. Norðmenn eru byrjaðir að
sækjast eftir mörgu af okkar fólki.
Þetta er hluti af þeirri mikilvægu
vinnu sem við blasir. Það er sárt að
þurfa að horfa upp á orðspor okk-
ar erlendis bíða hnekki. Við verðum
að reisa það við. Höfum verið með
hreint yfirbragð, fallega náttúru,
magnaða listamenn, flotta íþrótta-
menn, góða vísindamenn og allt
stuðlaði þetta að jákvæðri ímynd.
Náttúran – andlegt og líkamlegt
hráefni var ímynd okkar erlendis
og með tíð og tíma munum við ná
vopnum okkar.“
Hefur ekkert hvarflað að ykkur ráð-
herrum Sjálfstæðisflokks að hætta
bara og fara, það er púað á ykkur
og það er mikil andstaða við ykkur í
skoðanakönnunum?
„Nei, það hefur ekki hvarflað að
mér. Ekki út af þessu. Mér þætti það
aumt ef við værum að gefast upp á
einum erfiðasta tíma þjóðarinn-
ar í efnahagsmálum, Sjálfstæðis-
flokkurinn af öllum flokkum, það
er ekki hægt. Þó við höfum ekki gert
allt rétt höfum við lausnirnar til að
koma okkur út úr þessu. Það sem
við stöndum fyrir verður aftur til
þess að það verður farsæld og vel-
megun á landinu. Við verðum líka
að vera óhrædd við að segja: „Það
var margt rétt gert í fortíð og líka
margt rangt. Það var ekki stefnan
sem brást heldur hluti af okkar eft-
irfylgni.“ Við verðum að þora að fara
í naflaskoðun. Og þurfum að fá tíma
og umburðarlyndi til þess.“
Landsfundurinn í janúar
„Það verður tekið á erfiðum
málum í janúar á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Sumir fá vart frið
með þá skoðun sína að hafa ekki
tekið afstöðu gagnvart ESB, að það
hafi ekki fengið nægar upplýsingar
og þurfi meiri tíma til að gera sér
upp skoðun. Það má
ekki draga fólk strax
í dilka með eða á
móti, ef það vill það
ekki strax. Að mínu
mati eigum við að fara í aðildarvið-
ræður og sjá hvað við getum fengið
út úr því og taka meðal annars mið
af hagsmunum sjávarútvegsins en
þetta mun landsfundurinn að sjálf-
sögðu fara vel yfir og þjóðin vonandi
að lokum að ákveða. Ætlum við að
vera ein eða í nánari tengslum við
ESB en áður? Þessu þurfum við að
svara og kannski verður niðurstað-
an úr nefndarvinnu okkar sjálfstæð-
ismanna að það henti okkur ekki að
fara inn og þá kemur það bara í ljós.
Og það er mín sýn að Ísland fram-
tíðarinnar eigi að vera gegnsærra og
að þjóðin fái oftar að segja sitt álit.
Þessi opinskáa ESB-umræða er ekk-
ert öllum þóknanleg. Það verður þá
svo að vera. En landsfundurinn er
kærkomið og nauðsynlegt tækifæri
til að kryfja málin á opinskáan hátt.
Það er í anda Sjálfstæðisflokksins.
Eyða ekki orku í þá sem vilja nálgast
alla hluti á tortryggilegan hátt.
Ertu að tala um Davíð Oddsson?
„Nei, ég er ekki að tala um Dav-
íð Oddsson. Þetta er þvert á alla
flokka.“ Þorgerður hlær og býður
upp á kaffi. „Og ég treysti Sjálfstæð-
isflokknum til að vera þroskaður
flokkur sem rúmar skiptar skoðan-
ir án þess að klofna. Friðrik Sophus-
son hefur sagt margt skynsamlegt
um þetta. Sumir segja að við vitum
í raun ekki hvað er skynsamlegt fyrir
okkur fyrr en við erum komin í að-
ildarviðræður. Þangað til fáum við
misvísandi skilaboð úr „reykfylltum
bakherbergjum“ eins og það er kall-
að. En ég ítreka að við verðum að
tryggja hag sjávarútvegsins, gæta að
auðlindum okkar til sjávar og sveita.
Þjóðin verður að vera sátt við niður-
stöðuna varðandi sjávarútveginn en
fyrst verður hún að vera sátt við að
fara í aðildarviðræður og þangað er
langur vegur.
En aftur að bankahruninu. Tapað-
irðu miklu sjálf?
„Já, ég er búin að segja það.
Kristján, maðurinn minn, starfaði
hjá Kaupþingi og Íslandsbanka í á
annan áratug og fjárfesti í hlutabréf-
um enda höfðum við trú á þessu
bankakerfi eins og allir. En við erum
vel stödd miðað við marga aðra. Það
eru allir að tapa einhverju í kring-
um okkur. Þetta er bara veruleikinn
sem við búum við. En ég trúi því að
samfélag okkar verði heilbrigðara
eftir þetta. Það var of mikill spenn-
ingur og yfirborð. Þetta er dýr leið til
að koma okkur niður á jörðina en ég
trúi því að við verðum betra samfé-
lag. Umburðarlyndinu megum við
ekki gleyma. Það hefur verið svo
gott við okkur Íslendinga að hér hef-
ur ríkt viðsýni og umburðarlyndi og
þekking. Það er vont ef menn ætla
að fara út í aðra sálma og gleyma
umburðalyndinu. Við megum ekki
hætta því að vera víðsýnt samfélag.“
Forsvarsmenn banka og
fyrirtækja eiga mestu sökina
föstudagur 19. desember 200832 Helgarblað
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fer ekki inn um bakdyrnar í Ráðherrabústaðnum þeg-
ar mótmælendur gera hróp að ríkisstjórninni. Hún skilur reiði fólks og mætir því að framanverðu. Þorgerður
tapaði miklu í bankahruninu, eins og svo margir aðrir, en hún hefur líka upplifað erfiðari hluti á árinu en
hrun bankakerfisins og þjóðfélagið á hvolfi. Fjögurra ára dóttir hennar greindist með heilaæxli en Þorgerður
telur að fjölskyldan hafi upplifað kraftaverk.
Erfiðasta ár lífs míns
Helgarviðtalið
SiGríður ArnArdóttir www.sirry.is
Hjónin Þorgerður og
Kristján hafa gengið í
gegnum gríðarlega
mikið undanfarið.