Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Side 33
föstudagur 19. desember 2008 33Helgarblað Erfiðasta ár lífs míns Óttast þú ekkert framtíðina, sundr- ungu, tortryggni og fátækt? „Í dag er tortryggni og hún er skiljanleg því við í ríkisstjórninni höfum ekki miðlað nægum upplýs- ingum og höfum ekki sagt nóg frá úrræðunum sem við bjóðum upp á. Þá á ég við aðgerðaráætlanir fyr- ir heimilin og fyrirtækin sem eru í gangi, tryggjum gegnsæi, sköp- um traust. Það gerum við með betri upplýsingum. Við erum mannleg og erum að gera hvað við getum.“ Mun nokkuð breytast? Eru ekki bara sömu menn að hræra í sömu pottun- um með nýju nafni og nota sama hrá- efnið? „Umboðsmaður Alþingis og fleira traust fólk mun sitja í nefnd sem segir okkur hvað misfórst og mun segja okkur hvað gerðist og hvað við getum lært af þessu. Þeir sem bera mestu ábyrgðina, eins og forsvarsmenn fyrirtækja og banka, verða að axla ábyrgð. Og við þurf- um að læra af þessu. Hvaða kröfur eiga bankaráðin að gera til starfs- fólksins? Það þarf að vera á hreinu. Og úrræðin verða að vera þannig að fólk geti treyst bönkunum. Fjár- málastarfsemin í dag er í algjöru hökti. Og bankaráðin verða vonandi ekki pólitísk lengi enn.“ Hvenær koma fram lög um sam- einingu Fjármálaeftirlits og Seðla- banka? „Þetta er í vinnslu. Stoðkerfið og eftirlitskerfið verður að vera þannig að það standi fyrir því og undir því að hér verði gegnsætt og gott fjár- málakerfi. Við munum sameina þessi tvö kerfi, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka ef það er til þess fallið að ná þessum markmiðum. Börnin og kreppan Hvernig ræðir þú við börnin þín um kreppuna? „Þau spyrja um ýmis mál núna. Ég viðurkenni að það var kom- in ákveðin firring hjá þeim eins og þjóðfélaginu. Þau voru farin að ganga að því sem gefnu að fá og gera ákveðna hluti en núna eru þau byrj- uð að spá í hvort þau geti keypt hitt og þetta. Og þau spyrja: „Hvenær klárast kreppan? Á morgun?“ Við ræðum málin og maður reynir að vera raunsær en líka að hlífa þeim án þess þó að búa til sýndarveru- leika fyrir þau. En aðallega þarf að sýna hlýju og umhyggju.“ Hvernig getur alþýða manna þolað þetta álag? Launalækkun, atvinnu- leysi, skattahækkanir, myntkörfulán óhagstæð, skerðing á ýmissi þjónustu, innlagnagjöld á sjúkrahús, fasteignir lækka í verði, bílar og íbúðir seljast ekki, spilling blasir víða við og margir með óhreint mjöl í pokahorninu? „Þetta er einstaklingsbundið. Margir hafa misst mikið og aðrir misst mjög mikið. En við höfum lagt ríka áherslu á að skólarnir haldi utan um börnin okkar og að skólastarf verði áfram eðlilegt. En það er gríð- arlegt álag sem fer inn í allt skóla- kerfið vegna þessa ástands. Kenn- arar eru kannski að upplifa það að makinn missir vinnuna. En þeir eru samt að vinna að þvi að halda utan um börnin. Og við höfum tekið á þessu með myntkörfulánin. Þar eru ýmis úrræði. Við viljum sveigja regl- ur um námslánin að fólki sem hef- ur misst vinnu en hefur verið með miklar tekjur á síðasta ári. Þjóðin mun komast í gegnum þetta en það verður erfitt fyrir alla. Ég segi: Pass- ið börnin. Sveitarfélögin geta þarna skipt miklu máli. Þau standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en eru sem betur fer þokkalega sett. Ég kemst ekki yfir það hér að nefna allt sem við erum að gera en mikilvægast er að við munum hlúa að kjarnanum, grunnstarfseminni í þjóðfélaginu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherrann, konan en umfram allt móðirin. MYND STEFÁN KARLSSON Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.