Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 36
Lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar, Meðan hjartað slær, skráð af Sigurði Þór Sal- varssyni blaðamanni, kom út í haust hjá bókaútgáfunni Hólum. Vilhjálmur, sem starfar sem rakari, hefur orð- ið fyrir fleiri áföllum á lífsleiðinni en almennt gerist. Í bókinni segir hann meðal annars frá hetjulegri baráttu Ástu Lovísu, dóttur sinnar, við krabbamein, baráttu sem vakti þjóðarathygli gegnum bloggsíðu Ástu. DV birt- ir hér brot úr bókinni með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. föstudagur 19. desember 200836 Helgarblað Haustið 1960 um líkt leyti og Cass- ius Clay, síðar Muhammad Ali varð ólympíumeistari í boxi og Vilhjálm- ur Einarsson varð fimmti í þrístökki á sömu Ólympíuleikum suður í Róm, var komið að þeim tímamótum í lífi mínu að hefja skólagöngu. Og ekki var langt fyrir mig að fara því Kópa- vogsskólinn var rétt handan við Digranesveginn. Ég var ekki alveg læs þegar ég byrjaði í skólanum enda lítt gefinn fyrir bækur og inniveru; vildi miklu heldur vera úti að leika mér. Og hverju sem um er að kenna þá varð skólagangan mér í raun þrautaganga hin mesta og ég náði eiginlega aldrei almennilega takti við það sem fór fram innan veggja skólans. Svaraði fyrir mig Það sem gerði illt verra í mínu tilfelli var að kennarinn sem ég fékk í fyrsta bekk og hafði til ellefu ára aldurs, var að mínu viti gjörsamlega óhæfur til að uppfræða börn eða umgangast þau yfirhöfuð. Bæði var hann drykk- felldur og iðulega ölvaður í tímum, en verra var þó að hann veigraði sér ekki við því að dangla duglega í okk- ur krakkana ef því var að skipta. Mest voru það þó við strákarnir sem feng- um að finna fyrir honum. Og kannski varð ég meira fyr- ir barðinu á honum en aðrir því ég var með þeim ósköpum gerður að hafa munninn fyrir neðan nefið og svaraði fyrir mig fullum hálsi ef mér fannst ég órétti beittur. Þetta fór ekki vel í kennarann eða kennara yfirleitt og má segja að erjur við kennara hafi einkennt skólagöngu mína í barna- og gagnfræðaskóla einsog grunn- skólar kölluðust í þá daga. Reyndar er það svo að ég hef allt- af kunnað að svara fyrir mig og það verið mín bardagalist gegnum tíðina fremur en líkamlegur styrkur. En ég hef reynt að temja mér að fara kurt- eislega með þessi vopn og aldrei ver- ið vísvitandi ruddalegur í orðbragði við fólk þótt stundum hafi ég látið einhver orð falla sem betur hefðu verið ósögð. Ég reyndi að segja mömmu frá því hvernig kennarinn kom fram við okkur og það voru örugglega fleiri krakkar sem kvörtuðu undan hon- um. En einhverra hluta vegna vildi fólk ekki trúa því að kennari gæti hagað sér svona og á okkur var ekk- ert hlustað. Hann fékk því að halda áfram kennslu óáreittur öll þessi ár. Skiljanlega fór mér ekki mikið fram í námi við þessar aðstæður en það var einfaldlega afgreitt með því að ég ætti bara erfitt með að læra; væri bara tossi einsog það var kall- að. Og þann stimpil hafði ég á mér lengi vel. Laminn af kennaranum Þegar ég var níu ára gerðist það að nýr strákur kom inn í bekkinn. Og það æxl- aðist svo að hann var látinn sitja við hliðina á mér, sem mér fannst ákveð- in upphefð. Nokkru eftir þetta eru krakkarnir á borðinu fyrir aftan mig og nýja strák- inn eitthvað að pískra saman í tíma en kennarinn bregst við með því að segja mér að þegja. Ég sagðist ekkert hafa verið að masa en það eina sem ég hafði upp úr því var að kennarinn ákvað að stía mér og nýja stráknum sundur. Þetta þótti mér auðvitað mik- ið óréttlæti því við höfðum ekki unnið til neinnar refsingar. Reglan var sú á þessum árum að fyrir hverja kennslustund röðuðu börn sér upp fyrir framan kennslustofuna tvö og tvö einsog þau sátu í stofunni og leiddust síðan inn þegar kennarinn kom og opnaði. Sumir kennarar létu krakkana meira að segja hneigja sig fyrir sér um leið og þeir gengu inn. Þar sem kennarinn var búinn að stía mér og nýja stráknum sundur tók ég mér stöðu aleinn aftast í röð- inni þegar næsti tími byrjaði. Kenn- arinn skipaði mér að standa við hlið- ina á stráknum en ég var þver fyrir eftir það sem á undan var gengið og neitaði þar sem við sætum ekki leng- ur saman. Eftir nokkurt stapp fauk svo í kennarann að það endaði með því að hann slæmdi til mín hendi og sló mig í andlitið. Mér brá vitanlega mjög við þetta og viðbrögð mín voru kannski ekki þau réttu, því ég svaraði bara í sömu mynt og kýldi til baka. Kennar- inn brást við með því að henda mér og mínu hafurtaski út úr stofunni með þeim orðum að ég skyldi hypja mig burt. Og með það fór ég, hágrátandi auðvitað. En á leiðinni út ganginn mætti ég Frímanni Jónssyni skóla- stjóra. Frímann sem var mikill öðl- ingsmaður, sá augljóslega að eitt- hvað var að og bað mig koma með sér. Kennarinn sá þetta og kom þá strax á eftir okkur og var allur hinn smeðjulegasti. - Villi minn, ætlarðu ekki að koma í tíma vinur, sagði hann blíðlega eins- og við værum mestu mátar. - Ég fer aldrei aftur í þennan and- skotans skóla, ansaði ég öskuvondur. Frímann vildi skiljanlega fá frek- ari skýringar á þessu öllu og fór með mig inn á skrifstofu til sín þar sem ég sagði honum hvað hafði gerst. Ég veit ekki hvort hann trúði frásögn minni fullkomlega en hann áttaði sig samt á að eitthvað alvarlegt hafði komið uppá í samskiptum mínum og kenn- arans og að sökin væri kannski ekki að öllu mín. Bókarkafli Kennaraofbeldi og dótturmissir Glaðbeittir Vilhjálmur Þór og sigurður Þór salvarsson sem skráði sögu Vilhjálms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.