Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 40
föstudagur 19. desember 200840 Helgarblað
Það var ekkert fram undan hjá Latabæ sem var fast í hendi,“ segir stórleikarinn Stefán Karl Stefánsson sem
nýlega kvaddi Latabæ þar sem hann
hefur farið mikinn í hlutverki Glanna
Glæps og gerir enn, en sjónvarps-
þátturinn er sýndur í ríflega hundr-
að löndum. „Það að vera samnings-
bundinn í Latabæ gerði það líka að
verkum að ég átti engan séns í önnur
verkefni á meðan ég var bundinn þar
þannig að það má segja að það hafi
verið kominn tími til að opna nýj-
ar dyr.“ Stefán segist fyrst og fremst
vera leikhúsleikari en að nú hafi
hann verið jafnlengi í sjónvarpi og
hann hafði áður verið á sviði og því
hafi hugurinn verið farinn að leita á
aftur á sviðið. Sá draumur hefur nú
heldur betur ræst því þessa dagana
leikur Stefán að lágmarki þréttán
sýningar á viku, fyrst í Baltimore og
nú í desember í Boston. Þar fer hann
með hlutverk „Grinch“ ,eins og áður
sagði, eða Trölla eins og við Íslend-
ingar þekkjum hann
Líður best á sviði
„Mér hefur aldrei liðið betur,“ seg-
ir Stefán þegar hann er beðinn um
að lýsa tilfinningunni sem fylgir því
að vera kominn aftur á svið. „Þarna
líður mér best.“ En þrettán sýning-
ar á viku hljóma einstaklega mikið
þá sérstaklega með búninginn sem
Stefán skartar í sýningunni í huga,
en búningurinn sá er ekki af minni
gerðinni. „Jú, þetta er mikið álag, en
það er hugsað alveg rosalega vel um
mig. Ég er með þrjár aðstoðarmann-
eskjur sem fylgja mér eins og skugg-
inn á meðan á sýningunni stendur,
eina sem þurrkar svitann, aðra sem
passar að ég fái nógan vökva á með-
an sú þriðja sér um að greiða hárin
á búningnum. Á milli sýninga fer ég
svo í heil nudd og æfi undir stjórn
þjálfara, því að já, það er óhætt að
segja að þessi sýning krefjist þess að
ég sé í góðu líkamlegu formi.“ Stefán
vill ekki meina að um neina stjörnu-
meðferð sér að ræða. „Hér er ein-
faldlega hugsað um fólk eins og á
að hugsa um fólk sem vinnur svona
vinnu.“
Stefán segir blaðamanni til gam-
ans að eitt sinn hafi hitinn í bún-
ingnum verið mældur og hafi hann
mælst hvorki meira né minna en
tæpar fimmtíu gráður. „Þegar maður
er að sýna fyrir framan 3.400 manns
sem allir virðast skemmta sér kon-
unglega gefur það manni mikla orku
og aðstæðurnar gleymast fljótt.“
Líkt við stórstjörnu
Þetta er annað hlutverk Stefáns í röð
þar sem hann leikur litríkan karakter
og skartar miklu gervi. Hann segist
alveg gera sér grein fyrir því að þetta
sé hans sterka hlið, en þrátt fyrir það
óttast hann það ekki að festast alfar-
ið í hlutverkum sem þessum. Stefán
segir þó mikinn mun á þeim Glanna
Glæp og Grinch sem hann leikur nú.
„Glanna skapaði ég alveg frá grunni
á meðan Grinch er byggður á mik-
illi klassík og hefur verið leikinn ár
eftir ár, meðal annars af sjálfum Jim
Carrey en það þýðir ekki það að mað-
ur þurfi að nálgast hlutverkið með
einhverjum silkihönskum. Vissulega
ber ég hæfilega mikla virðingu fyrir
því sem áður hefur verið gert og fylgi
settum leikreglum en svo fæ ég líka
nokkuð frjálsar hendur.“
Stefán Karl hefur fengið frábæra
dóma fyrir frammistöðu sína í hlut-
verki Grinch og meðal annars komist
á forsíður virtra blaða fyrir frammi-
stöðu sína og verið í hinum ýmsu
útvarpsviðtölum þar sem athyglin
hefur ekki síst snúið að rödd hans.
Hana notar Stefán svo um munar í
sýningunni. „Þeir virðast hafa mik-
inn áhuga á þessum Íslendingi,“ seg-
ir Stefá hógvær. Stefáni hefur ítrek-
að verið líkt við gamanleikarann Jim
Carrey sem, eins og áður segir, hef-
ur einnig farið með hlutverk Grinch.
„Einn blaðamaðurinn gekk reynd-
ar svo langt að segja að Jim Carrey
væri hinn ameríski Stefán Karl og
það þótti mér gaman að heyra. Jim
Carrey er einn af mínum uppáhalds-
gamanleikurum og ekki leiðum að
líkjast.
Kostnaðarsamt ævintýri
Farir Stefáns hafa þó ekki verið slétt-
ar og felldar í hinni stóru Ameríku og
er óhætt að segja að það hafi kostað
hann og fjölskyldu hans blóð, svita
og tár að láta drauminn rætast. „Ég
get ekki annað en brosað út í ann-
að því þetta hefur oft verið hálfgert
kreppulíf hjá okkur, svona svipað og
hjá íslensku þjóðinni núna, en við
erum bjartsýn og höldum ótrauð
áfram.“ Stefán segir það gríðarlega
kostnaðarsamt og kosti mikið áræði
að flytjast búferlum með svo stóra
fjölskyldu, en alls eiga þau hjónin
fjögur börn. „Við höfum gert þetta
sjálf með hjálp okkar nánustu, við
höfum ekki notið aðstoðar íslenskra
auðmanna, sem hafa safnað í kring-
um sig hirð listamanna, eða gert
þetta á obinberum styrkjum og því
er ég með góða samvisku. Ég veit að
minnsta kosti að mín útrás mun ekki
hafa áhrif á skattbyrði íslensku þjóð-
arinnar,“ segir Stefán sem búsettur er
í Kaliforníu með fjölskyldu sinni.
Stefán bendir einnig á þá stað-
reynd að til þess að geta farið út í
svona ævintýri þurfi maður helst að
hafa atvinnuleyfi. „Það er alveg til
í dæminu að þú getir fengið tíma-
bundið atvinnuleyfi til styttri tíma en
er að verða æ sjaldgæfara.“
Hörð barátta um græna kortið
Til stóð að Stefán Karl tæki hlutverk
Grinch að sér seint á síðastliðnu ári,
en ekkert varð af því þar sem Stefán
var hvorki í leikarafélaginu né með
græna kortið. Og til að komast inn
í leikarafélagið er nauðsynlegt að
hafa græna kortið. Stefán fór því af
fullum krafti í að berjast fyrir græna
kortinu og eftir langa og harða bar-
áttu tókst þeim Stefáni og Stein-
unni loksins að öðlast hið mikilvæga
græna kort en það gerðist aðeins nú
fyrir stuttu. Einnig náði Stefán þeim
merka áfanga að komast inn í leik-
arafélagið og er því gjaldgengur í
hvaða Broadway-uppfærslu sem
er í Bandaríkjunum. „Þetta kostaði
mikla vinnu og mikla peninga
en gerir það að verk-
um að nú hef ég tök
á að vinna við þetta
fag hérna úti. Ég er
eini Íslendingurinn
sem hefur komist inn í leikarafélag-
ið og er afar stoltur af því. En til að fá
inngöngu þarf maður einnig að sam-
þykkja að vinna samkvæmt reglum
félagsins og taka þátt í Broadway-
uppfærslu en það er einmitt það sem
ég er að gera þessa dagana,“ segir
Stefán stoltur, enda búið að taka öll
fjögur árin sem þau hafa verið búsett
úti að koma hlutunum í rétt horf.
Heppni getur ekki
varað endalaust
Þegar Stefán rifjar upp upphaf þessa
ævintýris segir hann tilfinninguna
við komuna til Bandaríkjanna hafa
verið svipaða og þegar hann útskrif-
aðist úr menntaskóla og var að hefja
lífið. „Við þurftum að byrja algjörlega
upp á nýtt. Heima vorum við bæði í
„Einn blaðamaðurinn gekk reyndar
svo langt að segja að Jim Carrey væri
hinn ameríski Stefán Karl og það þótti
mér gaman að heyra. Jim Carrey er
einn af mínum uppáhaldsleikurum
og ég myndi aldrei reyna að fara í
skóna hans, enda gerir það enginn.“
Grinchí öllu sínu veldi stefán klæðist
eins og sjá má íburðarmiklum búningi í
sýningunni. Hitinn í búningnum hefur
náð tæpum fimmtíu gráðum.