Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 44
til hamingju með daginn Rafn fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg, stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði og í Reykjavík og lauk sveinsprófi í offsetprentun 1953. Rafn stofnaði, ásamt öðrum, prentsmiðjuna Litbrá hf. 1954 og var prentsmiðjustjóri þar frá 1964 og einkaeigandi prentsmiðjunn- ar frá 1979. Rafn hefur tekið þátt í fjölda ljósmyndasýninga og hélt m.a. einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1979, í Hafnarborg 2004, í Stras- bourg 2006, í Lúxemborg 2007 og tvær í Reykjavík á þessu ári. Þá sá hann um ljósmyndir fyrir Íslandsdeildina á heimssýning- unni í Montreal 1967. Hann hef- ur unnið til fjölda verðlauna, t.d. samkeppni um gæðamerki fyr- ir íslenskar iðnaðarvörur 1975, og hlotið viðurkenningar á sviði ljósmyndunar eins og frá Al- menna bókafélaginu, Ferðafélagi Íslands og Ferðamálaráði Evrópu. Ljósmyndir eftir hann hafa birst víða, hérlendis og erlendis, s.s. á kaffirjómaboxum í Sviss í tuttugu milljónum eintaka. Hann var um skeið einn stærsti póstkortaút- gefandi landsins. Rafn var einn af stofnendum og fyrsti formað- ur Félags offsetprentara, formað- ur Landssambands stangveiðifé- laga 1987-89 og veiðiklúbbsins Strengs 1986-89. Fjölskylda Rafn kvæntist 30.12. 1950 Krist- ínu Björgu Jóhannsdóttur, f. 18.9. 1930, skrifstofumanni. Foreldrar hennar voru Jóhann Pétursson, skipstjóri á Patreksfirði, og k.h., Elín Bjarnadóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Börn Rafns og Kristínar eru Hjördís Hafnfjörð, f. 26.11. 1950, verslunarmaður, búsett í Reykjanesbæ, gift Hirti Zakar- íassyni, bæjarritara Reykjanes- bæjar; Birna Hafnfjörð, f. 23.6. 1954, prentsmiður og ljósmynd- ari í Kópavogi, gift Gunnari Erni Kristjánssyni, viðskiptafræðingi; Hrafnhildur Hafnfjörð, f. 23.6. 1954, skrifstofumaður í Hafnar- firði, gift Kristjáni Gunnarssyni, kerfisfræðingi; Elín Þóra, f. 10.11. 1955, myndmenntakennari í Reykjavík, gift Steingrími Guð- mundssyni trommuleikara; Þyrí, f. 28.12. 1958, leikskólakennari í Garðabæ, gift Elvari Unnsteins- syni hrl.; Jóhann Hafnfjörð, f. 29.5. 1961, d. 22.1. 1965; Jóhann Hafnfjörð, f. 29.9. 1965, prent- ari, búsettur í Kópavogi, kvæntur Lilju Kúld skrifstofumanni. Hálfbróðir Rafns, sammæðra, var Jón Nordenskjöld Gústavsson, f. 9.9. 1916, fórst með togaranum Sviða 1941, sjómaður. Foreldrar Rafns voru Gunn- laugur Sigurðsson, bóndi í Ur- riðakoti í Garðahreppi, og Þuríð- ur Sveinsdóttir húsmóðir. Ætt Faðir Gunnlaugs var Sigurður, b. í Móum á Skagaströnd Jónassonar, b. í Hlíð í Garðabæ. Þuríður, móðir Rafns, var dóttir Sveins sjómanns og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, eins af stofnendum verkamanna- félagsins Hlífar og stúkunnar Daníelshers í Hafnarfirði, bróð- ur Magnúsar, afa Guðmundar I. Guðmundssonar, fyrrv. utanrík- isráðherra, og langafa Davíðs Á. Gunnarssonar, fyrrv. forstjóra rík- isspítalanna. Annar bróðir Sveins var Kristján, afi Kristjáns Andrés- sonar, fyrrv. bæjarfulltrúa í Hafn- arfirði, föður Loga, fyrrv. bæjar- stjóra í Neskaupstað. Sveinn var sonur Auðuns, hafnsögumanns í Hafnarfirði Stígssonar. Móðir Auðuns var Oddný Steingríms- dóttir, b. í Hofdölum í Skagafirði Ólafssonar, bróður Ragnheið- ar, langömmu Benedikts Sveins- sonar sýslumanns, föður Einars skálds. Móðir Þuríðar var Vig- dís, systir Málfríðar, langömmu Björns Björnssonar, prófess- ors í guðfræði. Vigdís var dótt- ir Jóns, þurrabúðarmanns í Sels- garði á Álftanesi Brandssonar, b. á Vatnsenda Jakobssonar. Móðir Jóns var Karítas, systir Páls, próf- asts í Hörgslandi, langafa Guð- rúnar, móður Péturs Sigurgeirs- sonar biskups. Karítas var dóttir Páls, spítalahaldara á Hörgslandi Jónssonar, og Ragnheiðar Guð- mundsdóttur, systur Ólafs, lang- afa Björns Þórðarsonar forsætis- ráðherra. Rafn og Kristín Björg taka á móti ættingjum og vinum á Grand hótel sunnudaginn 21.12. milli kl. 17 og 19. Rafn Hafnfjörð fyrrv. prentsmiðjustjóri 80 ára á sunnudag 30 ára á laugardag Sigurjón fæddist í Reykjavík en ólst upp á Patreksfirði og í Hafn- arfirði frá sex ára aldri, en dvaldi sumrin á Patreksfirði. Hann var í Öldutúnsskóla, Engidalsskóla og Garðaskóla og stundaði nám við Framhaldsskólann á Laugum. Sigurjón vann hjá Hafsteini í Flatey á Breiðafirði í eitt sumar, starfaði hjá Plastprent, í Ísafold- arprentsmiðju og í Svansprenti, vann síðar við smíðar hjá Ögri og við múrverk hjá Verkvík, var þjóðgarðsvörður í Þórsmörk sl. sumar og er nú verslunarmaður hjá Rúmfatalagernum. Sigurjón æfði og keppti í meistaraflokki í körfubolta með Fjölni og Stjörnunni. Fjölskylda Börn Sigurjóns eru Eiður Andri Sigurjónsson, f. 9.9. 1998; Þor- björg Ísóld Sigurjónsdóttir, f. 1.12. 2003. Alsystkini Sigurjóns eru Elma Sif Einarsdóttir, f. 8.9. 1986, nemi; Árni Jón Einarsson, f. 15.10. 1992, nemi.Hálfsystkini Sigurjóns eru Samúel Einarsson, f. 2007, og Elín, f. 2008, bæði bú- sett í Noregi. Foreldrar Sigurjóns eru Einar Sigurjónsson, f. 12.1. 1958, sím- smiður og rútubílstjóri, og Unn- ur Óskarsdóttir, f. 22.1. 1960, bókhaldari í Reykjavík. Sigurjón Grétar Einarsson verslunarmaður í reykjavík FöSTUDAGUR 30 áRA n Sylwia Jolanta Roczkowska Eyjabakka 5, Reykjavík n Dan Xiao Ármúla 5, Reykjavík n Jaroslaw Tadeusz Kowal Tjarnarbraut 17, Egilsstaðir n Benjamín Sigurgeirsson Hverfisgötu 74, Reykjavík n Kristín Halldóra Sigurðardóttir Flatahrauni 1, Hafnarfjörður n Andri Kristjánsson Eggertsgötu 10, Reykjavík n Brynjar Már Valdimarsson Laugateigi 34, Reykjavík n Rut Erla Magnúsdóttir Grjótási 4, Garðabær n Kristín Lillý Kjærnested Írabakka 8, Reykjavík n Berglind Ósk Gunnarsdóttir Engjavöllum 3, Hafnarfjörður VIP n Bjarki Már Gunnarsson Álfaborgum 21, Reykjavík 40 áRA n Arunas Logovec Hálsaseli 56, Reykjavík n Jón Ólafur Ragnarsson Laugarholti 7a, Húsavík n Jóhann Halldórsson Heiðarvegi 8, Reykjanesbær n Hildur Hólmfríður Pálsdóttir Engihjalla 11, Kópavogur n Kristján G Jóhannsson Borgarhlíð 4e, Akureyri n Sigríður B Einvarðsdóttir Háholti 23, Reykjanesbær n Brjánn Fransson Laufásvegi 79, Reykjavík n Þóranna Jónsdóttir Kvistalandi 17, Reykjavík n Dagmar Lilja Marteinsdóttir Arnarhrauni 12, Grindavík n Svanhildur Bragadóttir Fannagili 22, Akureyri 50 áRA n Deslijati Sjarif Melavegi 9, Njarðvík n Piotr Franciszek Stepien Framnesvegi 7, Reykjavík n Anton Adamec Laugarási, Egilsstaðir n Ingólfur Kristjánsson Skógarseli 9, Egilsstaðir n Stefán Pétur E Árnason Skaftholti 1, Selfoss n Rósa Hallgeirsdóttir Safamýri 52, Reykjavík n Jóna Margrét Kristinsdóttir Gunnarshólma, Kópavogur n Erna Björg Baldursdóttir Brekkutanga 17, Mosfellsbær n Hrefna Yngvadóttir Heiðarholti 26f, Reykjanesbær n Þórunn Úrsúla Steinarsdóttir Faxabraut 15, Akranes n Sigurgeir S Jóhannsson Heiðarholti 28g, Reykjanesbær n Ólafur Þorri Gunnarsson Bollakoti, Hvolsvöllur n Elín Elísabet Baldursdóttir Fiskakvísl 28, Reykjavík n Anna Eygló Rafnsdóttir Berugötu 5, Borgarnes n Helga Hrönn Elíasdóttir Skólavörðustíg 26, Reykjavík n Jórunn Guðsteinsdóttir Arnarkletti 24, Borgarnes 60 áRA n Ásmundur Karlsson Grasarima 9, Reykjavík n Guðný Sigurðardóttir Pósthússtræti 1, Reykjanesbær n Guðmundur Stefánsson Hraungerði, Selfoss n Sigurður Ásgeirsson Háaleitisbraut 15, Reykjavík n Smári Júlíusson Skólavegi 88a, Fáskrúðsfjörður n Hjörleifur Gíslason Hamarstíg 32, Akureyri n Ellen Margrét Þorvaldsdóttir Núpasíðu 5, Akureyri n Örn Fossberg Kjartansson Hólavegi 34, Sauðárkrókur 70 áRA n Yngvi Örn Guðmundsson Jófríðarstaðavegi 7, Hafnarfjörður 75 áRA n Þórunn Gröndal Sautjándajúnítorgi 1, Garðabær n Guðrún Árnadóttir Sóleyjarima 19, Reykjavík n Jónína Árnadóttir Hólmvaði 8, Reykjavík n Ingibjörg Júnía Gísladóttir Laufásvegi 47, Reykjavík n Magni Guðmundsson Strandvegi 3, Garðabær n Guðni Guðmundsson Þverlæk, Hella n Álfhildur Ingimarsdóttir Efstahjalla 19, Kópavogur 80 áRA n Hreinn Þorvaldsson Kleppsvegi 82, Reykjavík n Aðalheiður Árnadóttir Fléttuvöllum 38, Hafnar- fjörður n Lilja Jónsdóttir Melgerði 5, Kópavogur n Kristín Björg Jóhannesdóttir Hraunbæ B, Hveragerði 85 áRA n Jóhanna Júlíusdóttir Hringbraut 50, Reykjavík n Sigurður Jóhann Helgason Birkihæð 6, Garðabær 95 áRA n Þuríður Sigurðardóttir Hringbraut 50, Reykjavík lAUGARDAGUR 30 áRA n Beata Borkowska Sandholti 15, Ólafsvík n Milena Saveria van den Heerik Baugakór 23, Kópavogur n Donatas Miecius Drekavöllum 18, Hafnarfjörður n Daði Magnússon Brekkubraut 17, Akranes n Steinunn Lilja Pétursdóttir Goðheimum 24, Reykjavík n Steinunn Björnsd. Bjarnarson Klettagerði 5, Akureyri n Ólína Laufey Sveinsdóttir Bakkastöðum 163, Reykjavík n Erla María Gísladóttir Snælandi 7, Reykjavík n Steinberg Arnarson Hlíðarhjalla 74, Kópavogur n Freyja Auðunsdóttir Garðavegi 13, Hafnarfjörður n Sanita Skodzus Njarðargrund 3, Garðabær n Kazimierz S. Abratkiewicz Hlíðarhjalla 53, Kópavogur n Adam Lukasz Raciak Hólabraut 4b, Hafnarfjörður n Arnar Ólafur Viggósson Suðurvegi 24, Skagaströnd 40 áRA n Daisy Rún Catubig Vistra Þórufelli 4, Reykjavík n Gintautas Peciukevicius Bæjarhrauni 16, Hafnar- fjörður n Jaroslaw Wladyslaw Wyderski Vesturgötu 10, Reykjanesbær n Raphael Wechsler Bæjargili 17, Garðabær n Hjálmar Gísli Rafnsson Strandgötu 15, Eskifjörður n Aðalsteinn Símonarson Skúlagötu 17a, Borgarnes n Helgi Valdimar Viðarss. Biering Smáratúni 36, Reykjanesbær n Sigurður Ólafsson Kjarrhólma 36, Kópavogur n Gunnar Ingimarsson Háaleitisbraut 38, Reykjavík n Fönn Eyþórsdóttir Breiðvangi 13, Hafnarfjörður n Jóhanna Magna Sveinsdóttir Dverghömrum 26, Reykjavík n Gunnar Valur Matthíasson Skaftholti 1, Selfoss n Sesselja Jóna Ólafsdóttir Gilsbakka 24, Hvolsvöllur n Yrsa Eleonora Gylfadóttir Geislalind 3, Kópavogur n Brynhildur Gunnur Gylfadóttir Brekkuhlíð 6, Hafnarfjörður n Andrew Markús Cubero Mímisvegi 6, Reykjavík 50 áRA n Lucja Maria Nowak Kleppsvegi 12, Reykjavík n Jósef Komorowski Hlynsölum 5, Kópavogur n Andrzej Kowalkowski Borgarbraut 11, Borgarnes n Kristín Björg Jónsdóttir Skógarhæð 7, Garðabær n Guðsteinn Eyjólfsson Vesturfold 17, Reykjavík n Egill Róbertsson Eyrarholti 4, Hafnarfjörður n Ingibjörg Samúelsdóttir Mávabraut 4h, Reykjanes- bær n Stefán Snær Konráðsson Dalsbyggð 4, Garðabær n Frímann Grímsson Vallargötu 38, Sandgerði n Brynja Reynisdóttir Ásklifi 15, Stykkishólmur n Sigrún Ósk Sigurðardóttir Suðurgötu 23, Hafnar- fjörður n Guðmundur Magnússon Bergstaðastræti 62a, Reykjavík 60 áRA n Halldór Helgi Halldórsson Brekkuhvarfi 10, Kópavogur n Svava Haraldsdóttir Bakkaseli 32, Reykjavík n Ólafur Guðmundsson Drekavöllum 18, Hafnarfjörður n Jón Ármannsson Breiðuvík 47, Reykjavík n Einar G Torfason Laufrima 39, Reykjavík n Arnbjörg Gunnarsdóttir Njarðarholti 9, Mosfellsbær n Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir Kleifargerði 3, Akureyri n Anna S Guðmundsdóttir Grundarhvarfi 9, Kópavogur 70 áRA n Mehmet Fejzulahu Háholti 11, Hafnarfjörður n Davíð Kristján Guðmundsson Grænumýri 12, Seltjarnarnes n Aðalsteinn Guðmundsson Norðurbraut 26, Hafnarfjörður n Ástvaldur Eiríksson Sjávargötu 13, Álftanes n Bergljót Thoroddsen Ísberg Gullsmára 7, Kópavogur 80 áRA n Hákon Heimir Kristjónsson Hverfisgötu 16a, Reykjavík n Kristín Þráinsdóttir Hjallabraut 9, Hafnarfjörður n Einar Kristján Enoksson Kirkjuhvoli, Hvolsvöllur n Sigurður Sigurðsson Sólbrekku 11, Húsavík 85 áRA n Hjördís Guðmundsdóttir Laugarnesvegi 96, Reykjavík n Margrét Sigurjónsdóttir Brimhólabraut 5, Vestman- naeyjar n Bragi Ólafsson Hlaðhömrum 2, Mosfellsbær n Ólafur Grímsson Hraunbæ 144, Reykjavík 90 áRA n Ida Anna Karlsdóttir Keldulandi 3, Reykjavík 95 áRA n Sigþrúður Guðbjartsdóttir Sóltúni 2, Reykjavík SUnnUDAGUR 30 áRA n Arngrímur Ketilsson Hringbraut 48, Reykjavík n Monika Zielinska Hverfisgötu 86, Reykjavík n Hinrik Þór Svavarsson Njálsgötu 4, Reykjavík n Edda Ólafsdóttir Andrésbrunni 3, Reykjavík n Benoný Benónýsson Kristnibraut 69, Reykjavík n Björg Vigfúsdóttir Haustakri 5, Garðabær n Árni Sigurjónsson Kjalarlandi 12, Reykjavík n Erla Björk Eiríksdóttir Garðabraut 5, Akranes n Elsa Björg Magnúsdóttir Laugarnestanga 62, Reykjavík n Ebba Schram Kleppsvegi 46, Reykjavík n Sigríður Guðný Matthíasdóttir Mávahlíð 45, Reykjavík n Karen Ósk Úlfarsdóttir Kristnibraut 53, Reykjavík 40 áRA n Anna Sofia Wahlström Njarðvíkurbraut 19, Njarðvík n Niels Brynjólv Stórá Bakkaseli 31, Reykjavík n Jón Hjalti Ásmundsson Litluvör 11, Kópavogur n Elínborg Sturludóttir Stafholti, Borgarnes n Ólafur Jóhannsson Lautasmára 5, Kópavogur n Hilmar Örn Jónasson Efstaleiti 65, Reykjanesbær n Kristján Sigurður Guðnason Hafnarbraut 29, Höfn n Gunnlaugur K Guðmundsson Heiðarlundi 8i, Akureyri n Brynjar Skúlason Hólsgerði, Akureyri n Anna María Clausen Jöklafold 1, Reykjavík n Jóhanna Halldórsdóttir Trönuhjalla 23, Kópavogur n Hildur Halldórsdóttir Esjugrund 20, Reykjavík n Gunnhildur Reynisdóttir Stóragerði 10, Reykjavík 50 áRA n Ona Rimsiene Klukkurima 13, Reykjavík n Pétur Grétarsson Heiðargerði 1b, Reykjavík n Sigrún Hafdís Ólafsdóttir Veghúsum 1, Reykjavík 60 áRA n Þórður Þórðarson Melseli 9, Reykjavík n Ragnheiður Ágústsdóttir Naustabryggju 27, Reykjavík n Ásmundur Jónasson Víðivangi 18, Hafnarfjörður n Guðrún Anna Antonsdóttir Heiðargerði 23, Reykjavík n Helga H Magnúsdóttir Blómvangi 8, Hafnarfjörður n Jökull Veigar Kjartansson Blikastíg 8, Álftanes 70 áRA n Guðmundur Karl Ásbjörnsson Miðvangi 2, Hafnarfjörður n Valgerður Fríða Guðmundsdóttir Bjarkarbraut 11, Dalvík n Brynjar S Antonsson Háagerði 1, Akureyri 75 áRA n Jón Helgi Hálfdanarson Heiðarbrún 16, Hveragerði n Ingvar Einar Valdimarsson Skólastíg 26, Styk- kishólmur n Ragnhildur G Guðmundsdóttir Eiðismýri 30, Seltjarnarnes n Sigrún S Waage Kleppsvegi 4, Reykjavík n Gunnar Gunnarsson Bitru, Akureyri n Þórunn Jónsdóttir Álfaskeiði 96, Hafnarfjörður 80 áRA n Bolli Sigurhansson Hólastekk 4, Reykjavík n Trausti Aðalsteinsson Mýrum 18, Patreksfjörður n Ragnheiður Jónsdóttir Birkigrund 63, Kópavogur n Árni Scheving Stefánsson Gilsbakka 1, Seyðisfjörður n Ragna Iðunn Björnsdóttir Ytra-Hóli 2, Akureyri n Jónas Sigurður Steinþórsson Hjallagötu 9, Sandgerði föstudagur 19. desember 200844 Ættfræði - vertu með í umræðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.