Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 50
föstudagur 19. desember 200850 Sport sveinn waage blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Haustið hefur verið líflegt í hnefa- leikum. Við höfum fengið frábæra bardaga í milli- og veltivigt þar sem tvær bandarískar goðsagnir í lifanda lífi töpuðu illa. Oscar De la Hoya var gjörsigraður af Filippseyingnum Pacquiao, Walesverjinn Joe Calzag- he lék Roy Jones Jr. grátt í New York og höggin vantaði ekki í þungavigtina þar sem Klitschko-bræður, sem eru handhafar allra beltanna nema WBA, settu þau að veði og höfðu betur. afi og golíat Á laugardagskvöldið mun svo rúss- neska tröllið Nikolai Valuev, handhafi WBA-beltisins, mæta hinum 46 ára Evander Holyfield, eina boxara sög- unnar sem unnið hefur heimsmeist- aratitil í þungavigt fjórum sinnum. Holyfield er einna þekktastur fyrir tvo magnaða bardaga gegn Mike Ty- son þar sem hinn síðarnefndi beit í eyra Holyfields eins og frægt er. Hann hefur undanfarin ár stigið nokkrum sinnum í hringinn með misjöfnum árangri og segist vilja slá aldursmet George Forman sem vann alvöru tit- ilbardaga 45 ára gamall þegar hann rotaði hinn 26 ára Michael Moorer. „guts“ eða geggjun? Vera má að báðir kapparnir séu í þungavigt en þá er upptalið það sem sameinar þá sem boxara. Valuev er 11 árum yngri, 24 sm hærri og heilum 100 pundum þyngri. Ég tek undir orð fréttamanns Sky sem sagði í beinni útsendingu í gær: „Evander, hvað sem þeir eru að borga þér, slepptu þessu!“ Þessi þungu högg Á fréttamannafundum fyrir bardag- ann hefur Holyfield hljómað ein- kennilega og læðist sá grunur að að öll höggin á ferlinum séu að taka sinn toll. „Ég tel í fullri alvöru að stærðin skipti ekki máli. Þetta snýst um hvern bardaga fyrir sig,“ segir Holyfield sem tapað hefur fjórum af sínum átta bar- dögum og það gegn engum alvöru nöfnum. sirkus í sviss Þungavigtin hefur löngum verið þjökuð af umdeildum atvikum og bardagi eins og þessi með rússneska skrímslinu og hinum aldraða Holyfi- eld verður ekki til að auka trúverðug- leikann en það er þó frekar við World Boxing Association að sakast í þessu tilfelli fremur en Valuev. Klitschko- bræður, handhafar WBO-, IBF- og WBC-beltanna hafa aftur á móti ver- ið óhræddir við að leggja þau undir gegn hverjum sem er en ætla má að WBA sé að leika einhvern annan leik. Sú spurning hlýtur að blasa við hve- nær Valuev þarf að mæta úkraínsku bræðrunum. Bardagi Holyfields og Valuevs fer fram í Zürich í Sviss. ný bresk stjarna Í Bretlandi eru miklar vonir bundn- ar við hinn 28 ára David Haye. Hann var handhafi fjögurra af fimm beltum í „cruiser-vigt“ sem er þyngdarflokk- ur á milli létt-þungavigtar og þunga- vigtar og miðast í dag við 200 pund. Hann ákvað nýlega að færa sig upp í þungavigtina. Hann mætti Monte Barrett í sínum fyrsta þungavigtar- bardaga þann 11. nóvember í slag um áskorendarétt hjá WBC. Haye kláraði Barrett örugglega í 5 lotum. Þessi magnaði kappi á 23 atvinnu- bardaga að baki, hefur aðeins tapað einum og unnið alla hina á rothöggi fyrir utan einn sem hann vann ör- ugglega á stigum. Haye er mjög lipur, hreyfanlegur en samt sem áður mjög höggþungur. Mætir Klitschko Haye er með munninn fyrir neðan nefið og skoraði á Vitali Klitschko, sem áður hafði reynt að fá landa Hayes, Lennox Lewis, til að koma aftur í hringinn en án árangurs. Dav- id telur Vitali besta og hættulegasta hnefaleikamann heims enda Vitali aðeins tapað tvisvar, vegna óheppn- ismeiðsla sem stoppað hafa bardaga, en unnið alla hina örugglega á rot- höggi. Flestir boxspekingar telja að Vitali myndi sigra bróður sinn Wla- dimir örugglega. Í vikunni samþykkti Vitali að taka áskoruninni og munu kapparnir mætast í London í júní. Þetta verður án efa einn af bardög- um ársins 2009. Því hefur verið haldið fram að þungavigtin í hnefaleikum hafi lognast út af með brotthvarfi Mikes Tyson og Lennox Lewis. Handhafar beltanna eru tröllvaxnir hvítir Austur-Evrópubúar sem ekki hafa náð að heilla hnefaleikaunnendur vestanhafs. Að sama skapi aukast vinsældir þungavigtarinnar í Evrópu þar sem titilbar- dagarnir eru haldnir. Á laugardagskvöld verður WBA-beltið lagt að veði þegar handhafi þess, tröllið valuev frá Rússlandi, mætir goðsögninni evander Holyfield. smá munur! búast má við ójöfnum leik í bardaga Valuevs og Holyfields. Klitschko-bræðurnir eru handhafar allra beltanna nema Wba og eru óhræddir við að leggja þau að veði. næsta stórstjarnan? bretinn david Haye þykir gríðarlegt efni og mun mæta Vitali Klitschko næsta sumar. © GRAPHIC NEWSMynd: Associated Press Fjórfaldur handhafi WBA beltisins Evander “The Real Deal” Holyfield skorar á rússneska WBA þungavigtarmeistarann Nikolay Value, “Beast from the East” í Zurich, Sviss, 20. desember, 2008 42-9-2, 27 KO49-1-0, 35 KO 97.5 kg 197 cm 147.4 kg 213 cm Sigrar-töp-jafntefli, rothögg Þyngd Faðmur 50 cm53 cm Háls 41 cm46 cm Upphandleggur 32 cm38 cm Framhandleggur 109cm-114cm132cm-142cm Brjóstkassi-eðlilegur-þaninn Valuev. Aldur: 35 ár Hæð: 213 cm. Holyfield. Aldur: 46 ár. Hæð: 189 cm. 19 cm23 cm Úlnliður 32 cm37 cm Hnefi 83 cm122 cm Mitti 56 cm74 cm Læri TÖLURNAR TALA Þungavigtin er í evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.