Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 58
föstudagur 19. desember 200858 Matur & vín Ljúffeng íssósa Hvort sem þú ætlar að bjóða upp á heimalagaðan ís eða keyptan eftir að jólasteikin rennur ljúft niður er nauðsynlegt að bjóða upp á ljúffenga íssósu. settu fjögur stykki marssúkkulaði, 1/4 lítra rjóma og 100 grömm suðusúkkulaði í pott, látið malla í dá- góða stund eða þar til hún er orðinn þykk, gætið þess þó að fylgjast vel með henni. gott að bera sósuna fram með salthnetum eða öðru sælgæti. umsjón: kolbrún pálína Helgadóttir, kolbrun@dv.is umsjón: úlfar finnbjörnsson mynd: kristinn magnússon heiLsteikt nautaLund innihald: n seglgarn n 1 nautalund, sinalaus, u.þ.b. 1 1/2 kg n salt og nýmalaður pipar n 3 msk. olía aðferð: Vefjið seglgarni utan um nautalund og kryddið hana með salti og pipar. brúnið lundina á öllum hliðum í olíu á vel heitri pönnu í 3-4 mín. eða þangað til kjötið er orðið fallega brúnt. setjið kjötið í 180°C heitan ofn í 10 mín. takið kjötið úr ofninum í 10 mín. og látið standa við stofuhita. setjið kjötið aftur inn í ofninn í 10 mín. berið lundina fram með béarnaise-sósu og t.d. blönduðu, steiktu grænmeti og bökuðum kartöflubátum. Béarnaise-sósa: n 4 eggjarauður n 1 msk. fáfnisgras (estragon) n 400 g smjör, bráðið n 1 tsk. kjötkraftur n 2 msk. béarnaise-essens n ½ tsk. worcestershire-sósa setjið eggjarauður í stálskál og þeytið þær yfir volgu vatnsbaði þangað til þær eru orðnar ljósar og léttar. bætið þá fáfnisgrasi út í og hellið smjöri rólega saman við í mjórri bunu, þeytið vel í á meðan. smakkið til með kjötkrafti, béarnaise-essens og worcestershire- sósu. gerðu jóLaísinn heima fyrir nú eru aðeins nokkrir dagar til jóla og jólaundirbúningurinn í hámarki. jólaísinn er nokkuð sem margir geta ekki verið án á sjálft aðfangadags- kvöld og er hann eitt af því sem kjörið er að gera nokkrum dögum fyrir jól. mikið úrval uppskrifta er í boði og því um að gera að finna þá sem hentar þér og þínum. Hægt er að nálgast sérstök ísform í búsáhaldarverslunum landsins sem auðvelda geymslu íssins til muna. dV tók saman nokkrar ólíkar en gómsætar uppskriftir að jólaís. toblerone ís n 6 eggjarauður n 1 dl púðursykur n 2 pelar rjómi n l -2 tsk. vanilla n 100 -150 g toblerone Aðferð: Þeytið vel saman eggjarauður og púðursykur. Þeytið því næst rjómann og blandið öllu varlega saman. frystið í góðu formi. Vanilluís n 500 ml rjómi n 5 stk. eggjarauður n 125 g sykur n 1 stk. vanillustöng Aðferð: Hrærið saman eggjarauðum og sykri. Hitið rjóma og vanillustangir að suðumarki. Hrærið rjóma saman við eggjarauð- ur og sykur. setjið í form og frystið. ananasís n 4 eggjarauður n 2 dl sykur n 1 msk. vanillusykur n 1/2 l rjómi n 1 lítil dós ananaskurl n 200 g rjómasúkkulaði n sítrónusafi Aðferð: Þeytið saman eggjarauður, sykur og vanillusykur. ef blandan er mjög þykk má setja smá af ananassafanum út í. rjóminn er þeyttur og blandað saman við eggjahræruna. skerið súkkulaðið í litla bita og setjið út í blönduna ásamt ananaskurlinu. að lokum er svo settur smá sítrónusafi til að bragðbæta. setjið í form og frystið. bananaís n 3 eggjarauður n 1 egg n 70 g sykur n 5 dl rjómi n 1-2 pakkar súkkulaðihnappar n 1/2 tsk bananadropar n 1 banani Aðferð: Þeytið vel eggjarauður, egg og dropa. saxið niður súkkulaði og stappið bananann. takið þeytta rjómann og blandið saman við þeytinguna og síðan banana og saxað súkkulaðið. Hrærið vel saman, setjið í skál og frystið yfir nótt. berið fram með súkkulaðisósu. Jólaeggjapúns - eggnog Halldór Jónsson xxx eggjapúns 8 skammtar (fyrir 4-6) Hráefni: n 4 egg (meðalstór) n ½ bolli sykur (skipt til helminga, 1/4 b. og 1/4 b.) n ½ bolli ljóst romm, n ½ bolli nýmjólk n 1 ½ bolli viskí, n 1 bolli rjómi, (skipt í helminga, ½ b., ½ b.) n múskat, nóg til að strá létt yfir hvert glas aðferð: 1. aðskiljið eggjahvítur og -rauður. setjið hvíturnar í eina skál og rauðurnar í aðra. 2. Þeytið saman rauðurnar og helminginn af sykrinum þar til það er orðið ljóst og létt. 3. Þeytið hvíturnar þar til þær eru orðnar stífar. bætið svo saman við hinum helmingnum af sykrinum og þeytið saman við. 4. Hrærið rauðurnar rólega saman við hvíturnar. 5. Hrærið rommið hægt saman við (má líka nota dökkt romm). 6. Hrærið mjólkina hægt saman við. 7. Hrærið viskíið hægt saman við. 8. Hrærið helminginn af rjómanum hægt saman við. 9. Þeytið hinn helminginn af rjómanum og blandið honum varlega saman við (látið rjómann samlagast blöndunni vel). 10. berist fram stofuheitt. sumum finnst betra að bera þetta fram kalt og er það í lagi líka – bætið þá bara í nokkrum ísmolum út í. reynið að hella smávegis af froðunni með vökvanum í glasið. stráið múskati létt yfir hvert glas (mæli með úr kvörn). ef blandan þykir of sterk má þynna hana út með því að bæta meiri mjólk eða rjóma saman við – munið bara að hræra hægt. Þó svo að eggjapúnsið sé vel áfengt er það mjög ljúffengt og því kjörinn drykkur til að rífa jólapartíið í gang. Ég skora á Júlíus Hafstein, fyrrum dagskrárstjóra í Djúpu lauginni og núverandi rekstrarstjóra hjá Max raftækjaverslun. Hann er þekktur fyrir sínar mögnuðu O la party- pizzur og því spennandi að sjá hvað hann kemur með. Matgæðingurinn heilsteikt nautalund með béarnaise-sósu Uppskriftina að þess- ari dýrindis nauta- lund sem Gestgjafinn býður lesendum DV upp á þessa vikuna ættu allir að varðveita vel. Rétturinn er ein- faldur, klassískur og bragðið klikkar aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.