Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Blaðsíða 4
kosningar; blöðin Ijetu sjer þá venjulega nægja að skýra frá þvi, hverjir hefðu hlot-
ið kosningu, en hirtu eigi um að tilgreina, hve mörg atkvæði höfðu fallið á þing-
menn, nje heldur um það, hve margir hafi greitt atkvæði á kjörfundi Þetla hefur
þó hvorttveggja lagast við hinar síðari kosningar, en um eitt atriði, og það þó hið
þýðingarmesta, hafa blöðin frá því fyrsla og all fram á þennan dag, nálega undan-
tekningarlaust alveg þagað, og það er um kjósendatölu alls í hverju kjördæmi. Það
hefur því ekki verið hægt að hafa nema talsvert takmörkuð nol af blöðunum við
samning þessara skýrslna. Kjörbókareftirrit, sem send eru eftir afstaðnar kosningar,
og geymast eiga i skjalasafni alþingis eða landsskjalasafninu, hafa eigi fundisl nema
mjög svo af skornum skamti, þrátt fyrir ítarlega eftirgrenslan þeirra manna sem
þessurn söfnum eru gjörkunnugastir, og virðist því, sem þau hafi glatast, og er það
alt annað en skemtilegt til afspurnar, og í flestum þessum eflirritum, þó fundist liafi,
hefur kjósendatala alls eigi verið tilgreind1). Fyrir tvær hinar síðustu almennu kosn-
ingar eru þó öll kjörbókaeftirritin til. Með því að kjörbækurnar sjálfar eru enn ó-
komnar til landsskjalasafnsins nema úr örfáum kjördæmum — eru víðast enn not-
aðar þær upphaftegu bækur — hefur orðið að leita til sýslumanna um vantandi
upplýsingar, einkum um kjósendatölu alls í hverju kjördæmi, og hafa þeir brugðisl
vel við þeirri málaleltun, og látið mjer í tje umbeðnar upplýsingar að svo miltlu
leyti sem þeir gátu, en sýsluskjalasöfnin eru eigi svo greið aðgöngu sumstaðar, að
þeir hafi getað gefið upp kjósendatölu. Margar kjörskrár hef jeg fundið í lands-
skjalasafninu i sýslusöfnunum, sem þangað eru komin, en þrátt fyrir mikið ómak
margra sýslumanna, mitt eigið og aðstoðarmanna við landsskjalasafnið hefur þó
eigi hepnast að fá kjósendatölu allsstaðar, og er þar markað með X Talan er þar
setl sumpart eftir manntalsbókum, sumpart með samanburði næstu ára kjörskráa,
og mun víðast skakka svo örlitlu, að þess gætir varla.
Þess skal gelið, að eigi óvíða hefur atkvæðatölu í blöðunum skakkað frá
því, sem stendur í kjörbókunum og hefur þeim þá eðlilega verið fylgt. Skýrslurnar
um alþingiskosningar í »árbók íslands« í almanaki Þjóðvinafjelagsins, eru teknar
beint upp úr blöðunum og eru því jafnáreiðanlegar, en þær hafa þann kosl, að þar
eru allar kosningar á einum stað.
Eftir stjórnarskránni (14. gr.) gilda kosningar venjulega fyrir 6 ára tímabil;
þar sem hinar fyrslu kosningar fóru íram veturinn 1874—75 hefðu 7 almennar
kosningar ált að hafa farið fram 1910, en af því að breytingar hafa verið samþyktar
af alþingi á stjórnarskránni, hefur alþingi verið rofið samkvæmt 61. gr. hennar, og
boðað til nýrra kosninga fjórum sinnum, 1894, 1902, 1903 og 1911. Hafa alls fram
farið 10 almennar kosningar, 1874, 1880, 1886, 1892, 1894, 1900, 1902, 1903, 1908
og 1911. Alþingi hefur að vísu einu sinni optar verið rofið vegna stjórnarskrár-
breytingar eftir alþingi 1885, en af því að kjörtímabilið var þá á enda, hafði það
ekki aðrar aíleiðingar í för með sjer, en að kosið var fyr, um vorið 1886, í stað
þess að kosningar að rjettu lagi áttu að fara fram um haustið. Aukakosningum
hefur alveg verið slept í þessum skýrslum, enda hafa þær verið mjög fátíðai’.
Með þessu fororði birlast svo skýrslurnar, og skírskotast til þeirra athuga-
semda, sem gerðar eru við hverja skýrslu um. sig.
1) Það má þó tclja vist að eigi hafi enn koinið nema örlílið af kjörbókareftirritum
á landsskjalasafnið.