Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Blaðsíða 14
98
Það þarf ekki annað en að renna auga yfir skýrslu þessa, til þess að sjá,
að þessar kosningar hafa verið fremur illa sóktar, og það i kjördæmuin, sem ann-
ars höfðu áður verið meðal þeirra hæðstu, svo sem í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Eyjafjarðarsýslu og Rangárvallasýslu. Best hafa kjósendur fjölment i Dalasýslu og
Borgarfjarðarsýslu, langlakast í Norður-Þingeyjarsýslu og Barðastrandarsýslu, Ástæð-
ur til þessa fámennis voru aðallega tvær: í fgrsta lagi geysaði influensa unr alt
land þá um vorið, og lagði nálega hvern mann í rúmið um lengri eða skemmri
tíma, og stóð hún sem hæst, einkum norðanlands, einmitt þegar kosningar fóru fram;
í raun rjettri er því eigi rjett að hafa þessa kosningu til samanburðar við aðrar; i
öðru lagi var svo skamt liðið frá síðustu kosningu, án þess neitt stórmál hefði kom-
ið upp, er skift hefði getað þjóðinni í tvo eða fleiri flokka; mátti þvi eigi búast við
mikilli þátltöku af hendi kjósenda af þeirri ástæðu. Það var þvi lítið kapp við
þessar kosningar, ílestir liinna fyrri þinginanna voru endurkosnir, svo að einungis 5
voru nýjir. Að aðalútkoman er þó eigi svo frámunalega slæm, eins og sýnist i
fyrstu, 26,4 af hundraði, stafar af því, að kosning var prýðilega vel sótt í Vest-
manneyjum, eins og endrarnær, vegna hægðar; í Borgarfjarðarsýslu og Dalasýslu.
Langlakast var liún sótt í Barðastrandarsýslu, þar næst i Eyjafjarðar og Húnavatns-
sýslum, og stafaði það í þessum tveimur síðari kjördæmum beint af influensaveikinni.
Á þessu kjörtímabili, sem þá fór í hönd byrjaði fyrst fyrir alvöru að bera á
llokkaskiftingu í þinginu. Á aukaþinginu 1894 var stjórnarskrárfrumvarpið að vísu
samþykt óbreytt, en því var neitað um konunglega staðfestingu (Stj.tið. 1894 B bls.
196), og þá var þjóðin orðin þreytt, og sá líka i kostnað þann, sem leiddi aí auka-
þingum. Á alþingi 1895 var því málið afgreilt í tillöguformi, en árið 1897 kom hin
svonefnda »Valtýska« fram, og frá þeim tíma má telja, að þing og þjóð liafi skipst í
tvo flokka, sem upphaílega náði til þess eina máls, stjórnbótarmálsins, en síðar náði til
fieiri og fleiri mála, og að lokum varð skiptingin algerð, eins og vant er að verða, þegar
llokkaskifting á annað borð er komin á. Bæði á þingunum 1897 og 1899 var »Val-
týskamc feld, en það var þó auðsjeð, að hún hafði fylgi eigi einungis allmargra
þingmanna, heldur líka meðal landsbúa, enda hafði hún aðalblað landsins að bak-
jarli; flokkaskiftingin varð æ ákveðnari, eftir því sem á kjörtímabilið leið, fösl
flokkanöfn mynduðust; þeir sem voru andstæðir »Valtýskunni« nefndu sig »Heima-
stjórnar«-ílokk en hínir sem henni fylgdu »Framsóknarflokk«. Þaðvarþví auðsætt,
að búast mátti við miklu kappi af hvorttveggja flokksins hálfu, við næstu al-
mennar kosningar, sem fram áttu að fara haustið 1900. Báðuin flokkum var það
næsta umhugað, að koma sínum flokksmönnum að, og þar við bættist enu, að
bankamál landsins voru þá orðin að deiluefni, og urðu bráðlega einnig flokksmál.