Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Blaðsíða 123
207
dalinn ofan á Fellseyrar, út með Kollafirði að vestanverðu upp á svonefnt
Kollafjarðarnesskeið fyrir ofan Kollafjarðarnes, út svonefnd »Bogabörð« að
Hvalsá, eftir endilangri Tungusveil og Hrófbergshreppi að Hrófbergi, frá Hróf-
bergi fyrir Steingrímsfjarðarbotn að Bólstað; frá Bólslað út með Steingrímsfirði
út fyrir svonefnt Hólsgötuugil, upp með gilinu yfir Bjarnarfjarðarbáls að Skarði,
þaðan eftir Bjarnarfirðinum um IÍIúku og Ásmundarnes, þá með sjó fram norð-
ur Bala inn í Botn á Veiðileysufirði, þá yfir Veiðileysuháls ofan í Reykjafjarð-
arkaupslað, þaðan inn fyrir Reykjarfjörð og yfir svonefnd »Göngumannaskörð«
ofan í Trjekyllisvik að Árnesi, þaðan með sjó fram að Melum og yfir Eyrar-
háls ofan í Ingólfsfjörð, þá inn fyrir Ingólfsfjörð og svonefnda Ingólfsfjarðar-
brekku ofan í Ófeigsfjörð að bænum Ófeigsfirði.
2. Frá þjóðveginum fyrir Bitrubolni fram bjá Snarlatungu að sýslumótum á Snarta-
tunguheiði.
3. Frá sýsluveginum fyrir Kollafjarðarbolni að sýslumótum í Steinadalsheiði.
4. Frá sýsluveginum við Húsavík i Tungusveit fram fyrir vestan Tröllatungu að
sýslumólum á Tröllalunguheiði.
5. Frá sýsluveginum á Kálfanesmelum fram i Hólmavíkurverslunarstað.
6. Frá sýsluveginum fyrir Sleingrimsfjarðarbotni uin Kleppistaði í Staðardal að
sýslumótum á Steingrímsfjarðarheiði.
I Tungusveit og Hrófbergshreppi liggur sj'sluvegurinn fast við túnið á
þessum bæjum: Þorpum, Heydalsá, Kirkjubóli, Húsavik, Tungugröf, Hróla, Skelja-
vík, Kálfanesi, Ósi, Hrófbergi og Grænanesi.
XV. Húnavatnssýsla:
1. Vindhælishreppur.
Að norðan byrjar sýsluvegurinn á takmörkum Skagafjarðar- og Húna-
valnssýslna og liggur ofanvert við bæinn Víkur, veslur að Digramúla, vestur
yfir Múlan fyrir Kaldrana, yfir Hafná ausianvert við Hafnir inn svo kallaðan
Torfdal, fram af Tjarnarbrekku og inn yfir Laxá í Nesjum. Inn fyrir ofan
(austan) Nesin, austanvert við Sviðning, alla leið að Fossá. Þaðan liggur veg-
uriun inn svokallað Króksbjarg, eflir brúnum Brekknabrekku, að Hofsá við
kirkjustaðinn Hof. l’aðan liggja svokallaðar Hofsgötur alla leið að Harastaðaá
við sjó vestur. I’á inn með sjónum lil Höfðakaupstaðar (Skagaslrönd), inn
kauptúnið til Hólaness, bej'gist þar í horn lil austurs frá sjónum, að túni Spá-
konufells vestanverðu. Þaðan bein lína inn Skagaslröndina yfir Hrafná hjá
Árbakka, Hallá bjá Vindhæli, Hafurstaðaá og Eyjará, fram hjá Höskuldsstöðum
að Laxá, sem aðskilur Vindliælishrcpp og Engihlíðarhrepp. Sýsluvegurinn mun
vera ca. 6 mílur á lengd.
2. Engihlíðarhreppur.
Sýsluvegur Engihlíðarlircpps liggur frá brúnni á Blöndu út Refasveilina,
hjá Grund, Blöndubakka, Bakkakoti, fyrir vestan Svangrund, út hjá Sölvabakka,
fyrir utan Langavatn, út bjá Neðri-Lækjardal og að brúnni á Ytri-Laxá.
3. Bólstaðarhlíðarhreppur.
Sýsluvegurinn byrjar við brú þá, sem er á Bólstaðarlilíðará á þjóðveg-
inum og liggur fram Svartárdal, austan Svartár, fyrir neðan bæina Botnastaði