Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Blaðsíða 10
Alþingi 1885 samþykti breytingu á stjórnarskránni (Iandsstjórafrumvarpið)
og fóru þvi fram nýjar kosningar um vorið 1886, í stað þess að þær áttu að fara
fram að haustinu til, enda sátu þeir sömu konungkjörnu þingmenn á aukaþinginu
1886, sem höfðu verið útnefndir 1880. Blöðin, sem nú voru farin að fjölga i land-
inu, lylgdu yfirleitl þessari breytingu, og talsvert kapp var þá hjá landsbúum að fá
þessu máli hrundið áfram. Kjörfundir voru því yfirleitt betur sóttir nú en áður;
verið gelur, að tíminn, sem kosið var á, liafi átt nokkurn þátt í því, þvi þó nóg sje
að gjöra á vorin, eigi siður en á haustin, þá má þó fremur búast við góðu veðri
þá, en á haustin, en veðurlagið kosningardaginn liefur allajafna haft mikil áhrif á
kosningarnar. Langbest voru kjörfundir sóttir í Austur-Skaptafellssýslu, Gullbringu-
og Kjósarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Vestmannaej'jum, Suður-Múlasýslu og Dalasýslu.
Laklegast í Árnessýslu, Borgarfjarðarsýslu, Barðastrandasýsla, ísafjarðarsýslu og
Strandasýslu. Alls mættu 30,6°/'o.
Við þessar kosningar var rjettur helmingur hinna þjóðkjörnu, eða 15 uýjir,
enda kom það i ljós á næstu þingum, að nýtt, og ef svo mætti segja, djarfara blóó
væri komið i þingið. Þeir þingmenn sem þá voru kosnir sátu á þremur næstu
reglulegu alþingum, auk aukaþingsins 1886. Stjórnarskrármálið var tekið fyrir
á þessum þingum, en átti örðugt uppdráttar; á alþingi 1889 var hin alkunna »miðl-
un« nærri búin að fá yfirhönd, en þjóðin vildi ekki líta við henni, svo að hún var
ekki einu sinni tekin upj) á þinginu 1891; þegar því gengið var til kosninga 1892
mátti skoða hana alveg úr sögunni, og var því eiginlega um engan skoðanamun í
stjórnarskrármálinu að ræða, þegar þjóðin geklc til kosninga í september 1892.