Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Blaðsíða 16
100
Eins og skýrslan ber með sjer, er þeíla sú langfjölsóltasta kosning, sem enn
hafði fram farið; í sumum kjördæmum, svo sem Reykjavík, Rangárvallasýslu, Vest-
manneyjum, ísafjarðarsýslu, Dalasýslu, Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu mættu yfir
60 af hundraði hverju, og i Árnessýslu, Austur-Skapiafellssýslu, Múlasýslum báðum,
Norður-Þingeyjarsýslu Eyjafjarðarsýslu og Snæfellsnessýslu, voru kjörfundir prýðilega
sóttir, enda mun það hafa verið í fyrsta sinn, sem farið var að nokkru ráði að senda
út atkvæðasmala utan Reykjavikur. Allstaðar máttu kosningar lieita mjög vel sóttar,
nema í Suður-Þingeyjarsýslu og Barðastrandarsýslu, undir 25 af hundraði. Við þessar
kostiingar komust 14 alveg nýjir þingmenn að, og var þvi þingið enti á ný endur-
yngt. Á alþingi 1901 var nýtt stjórnarskrárfrumvarp borið fratn af »Framsóknar-
flokknutn« og samþykt. Voru þá sjálfsagðar kosningar næsta vor og aukaþing.
Sama sumar (1901) höfðu orðið stjórnarskifti í Damnörku og komið til valda frjálslynd
stjórn. »Heimastjórnar-flokkurinn« var eindregið á móti hinu samþykta frumvarpi,
og undi illa afdrifum þess á þingi, hann sendi því ntann utan til að bera fram óskir
llokksins við hina nýju stjórn. Hinn tlokkurinu hafði sömuleiðis látið það í Ijósi,
að frumvarpið fullnægði ekki ósk og kröfutn landsmanna, að þvi er æðslu sljórn
landsins og aðsetur liennar snerti. í boðskap lil íslendinga 10. janúar 1902 lagði
konungur það þvi alveg á vald alþingis, hvort það vildi samþykkja frumvarpið frá
siðasta þingi eða nýlt frumvarp, er sljórnin lagði fj'rir, og veitti fullkomna innlenda
stjórn. Bæði þingmenn og öll blöð landsins undantekningarlaust aðhyllust konungs-
tilboðið, en alt fj’rir það bjuggust menn af alelli til bardaga; hvorugur ílokkanna
trúði hinum til að samþykkja konungsfrutnvarpið. Kosningar þær sem í hönd fóru
voru því engu síður sóttar, en hinar næstu á undan.
t