Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Side 22

Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Side 22
106 Það þarf ekki annað en líta á þessa skýrslu, til þess að sannfæra sig urn, að þessi kosning var afar vel sótt, svo vel, að það er sómi fyrir hina íslensku þjóð; má óhætt fullyrða, að hún komist fullkomlega til jafns við best sóttar kosningar í útlöndum. Orsakirnar voru rnargar. í fyrsta lagi hafði kosningarrjetturinn verið aukinn bæði beinlinis og óbeinlinis. Beinlinis með þvi, að útsvarsupphæð sú, sem kosningarrjetlur var að lögum bundinn við (sjá 17. gr. stjórnarskrárinnar) var lækk- uð talsvert með 6. gr. stjórnarskipunarlaga 3. oktbr. 1903. Fyrir kaupstaðarborgara hafði gjaldið áður verið 8 krónur á ári, og fyrir þurrabúðarmenn 12 kr. árlega, en var nú fært niður í 4 krónur fyrir hvorutveggju. Þessi breyting hafði mikla kjós- endafjölgun i för með sjer i kaupstöðum landsins og Qölmennum sjávarþorpum, og þar sem nýju kjósendurnir fengu nú i þetta sinn fyrst alment tækifæri til að kjósa, er eðlilegt, að þeir hafi notað það, og af þessu stafi mikið aðsóknin að kjörborðinu í þetta sinn, en aðallega mun hún þó hafa stafað af hinni óbeinu fjölgun. Með lög- um um kosningar til alþingis 3. október 1903, sem nú komu i fyrsta sinn alment til framkvæmdar, var svo ákveðið, að kosning skyldi fram fara i hverjum hreppi, og jafnframt var kjördagur ákveðinn hinn 10. september. Með þessu var i raun- inni öllum kjósendum, sem heima eru og heilbrigðir, gert það mögulegt að sækja kosningar, án þess að verja óhæfilegum tíma til þess, því mjög víða er þingstaður nær miðju hrepps, svo að eigi þarf að eyða nema lítilli stund úr degi til þess að inna af hendi þessa skyldu, sem um leið eru hin dýrmætustu ijettindi, í stað þess, að menn áður þurftu að eyða degi, og mjög víða jafnvel dögum til þess að fá neytt kosningarrjettar síns. En það voru enn fleiri ástæður, sem voru þess valdandi, að kjörfundir voru svo afar vel sóttir. Friðrik konungur liinn 8. hafði, eins og alkunnugt er, þegar eftir komu sina til íslands 1907, skipað nefnd manna af íslendingum og Dönum, til þess að íhuga og koma fram með tillögur um samband iandanna. Nefndin sat á rökstólum í Kaupmannahöfn síðari part vetrar 1908 og fram á vor, og kom sjer saman um nýtt sambandslagafrumvarp; um þetta frumvarp urðu miklar deilur hjer á landi þá um sumarið, og kosningar um haustið snerust nálega eingöngu um það mál. Báðir ílokkar, meðhaldsmenn og mótstöðumenn frumvarpsins, gerðu sitt ýtr- asta til þess að sigra við þessar kosningar; blöðin fluttu æsinga- og upphvatninga- greinar að Qölmenna sem mest og best, fundahöld voru með langtiðasta móti, at- kvæðasmalar voru sendir út um alt land, og ávörp og áskoranir streymdu út um landið. Þykir því mega fullyrða, að kjörfundir í þetta sinn hefðu verið Qölsóttari en nokkru sinni fyr, þótt ekki hefði kosningarrjetturinn verið rýmkvaður svo, sem fyr er frá sagt. Lakast — ef lakt má kalla — voru kjörfundir sóttir í Eyjafjarðarsýslu, og mætti þar þó fullur helmingur kjósenda. í Austur-Skaptafellssýslu mættu 91 af hundraði, og viðast milli 70 og 80 af hundraði, og æði víða yfir 80 af hundraði hverju, alls mættu 72,8 af hundraði. Þess ber þó að gæta, að kjósendatala er ekki nákvæmlega tilfærð, og heldur ekki, hve margir hefðu getað neytt kosningarrjettar síns, því engin atkvæðagreiðsla fór fram í Norður-ísaQarðarsýsln, af því að þar var einungis einn i kjöri. Kjósendur þar má telja full 500, sem eiginlega hefði átt að bæta við. Tala þeirra sem kusu, á við þessa kosningu og hina næstu hjer á eftir, einungis við þá, sem gáfu góð og gild atkvæði. Ógildum atkvæðum er slept, því þeir verða eigi taldir að hafa kosið, sem eigi hirða um að liafa eða geta ekki haft atkvæða- seðil sinn í lagi. Við þessar kosningar urðu meiri breytingar á þingmönnum, en áður höfðu verið dæmi til, 13 alveg nýjir menn komust að, og 7 aðrir nýjir, sem reynd- ar höfðu áður selið á þingi, sumir þeirra mörgum árum áður; mátti því alþingi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Landshagsskýrslur fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landshagsskýrslur fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.