Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 10
föstudagur 19. september 200810 Helgarblað „Það kemur vissulega á óvart hvað við erum ofarlega hvað snertir brot af þessu tagi,“ segir Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur og próf- essor í félagsfræði við HÍ, en hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeld- isbrotum eða þjófnaði á Íslandi er um helmingi hærra en þegar litið er á meðaltal þeirra landa sem eru innan Evrópusambandsins. Ísland sker sig einnig verulega úr þegar aðeins er horft til Norður- landanna. Þannig segjast þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafa orðið fyrir þjófnaði en Finnar og Svíar. Helmingi fleiri þolendur á Íslandi Í Evrópusambandslöndunum segist að jafnaði einn af hverjum 28 hafa orðið fyrir ofbeldi á síðustu tólf mánuðum áður en könnunin var gerð en einn af hverjum fjór- tán á Íslandi. Þetta er því helmings munur. Einn af hverjum fimmtán Íslendingum segist þarna hafa orð- ið fyrir þjófnaði en aðeins einn af hverjum 35 þegar meðaltal Evrópu- sambandsins (ESB) er skoðað. Spurt var um fleiri tegundir af- brota og í heildina segist tæpur fjórðungur Íslendinga hafa orðið fyrir því að brotið var á þeim á tíma- bilinu, samanborið við rúm fjórtán prósent þegar þátttakendur frá öll- um löndunum eru teknir inn í myndina. Á heildina litið er Reykjavík því fjórða hættu- legasta borg- in í Evrópu ef tekið er mið af niðurstöð- unum. Hættu- legra er að vera í London, Tallinn og Amster- dam. Ný- lega var vakin at- hygli á þessu í breska blaðinu The Economist þar sem fjallað var um hrinu ofbeldis- brota í landinu en Ísland kom verr út í könnuninni en Bretland að morðum undanskildum. „Hugsanlega eru Íslendingar frekar tilbúnir til að viðurkenna að hafa orðið fyrir áreiti eða hótunum en einstaklingar í öðrum löndum og því líklegri til að segja frá því í könnun,“ segir Helgi um möguleg- ar skýringar á því hversu mikið Ís- lendingar skera sig úr. Engar rannsóknir eru þó full- komnar og telur Helgi að niður- stöðurnar sýni að tíðni afbrota á Íslandi er síst minni en í nágranna- löndunum. Loksins raunhæfur samanburður Opinber gögn á við lögreglu- skýrslur hafa löngum verið notuð til að bera saman tíðni afbrota á milli landa. Sú leið gefur hins veg- ar ekki endilega gleggstu myndina af þróuninni þar sem skráningar opinberra aðila eru gjarnan ólíkar eftir löndum. Frá níunda áratugn- um hafa evrópskir afbrotafræð- ingar gert kannanir sem miðast að fórnarlömbum afbrota. Íslendingar voru nú í fyrsta sinn þátttakendur. Að sögn Helga er hér kominn sambærilegur grund- völlur á sam- anburði milli landa þar sem rann- sóknarað- ferðirn- ar voru alls stað- ar þær sömu. Fórn- ar- lamba- rannsóknir duga ekki einar og sér til að gefa upplýsingar um raunveru- lega tíðni afbrota en gefa þó innsýn í dreifinguna. Helgi greinir frá nið- urstöðum rannsóknarinn- ar í nýútkominni bók sinni hjá Háskólaútgáfunni, Af- brot á Íslandi. Um er að ræða safn greina sem sumar hverjar hafa aldrei birst áður. Helgi styðst þar við við- horfsmælingar, opinber gögn og fréttaflutning af ofbeldi og túlkar niðurstöður í ljósi alþjóðlegs sam- anburðar eins og kostur er. Fjall- að er um helstu brotaflokka en þar kemur fram að kynferðisbrot og fíkniefnabrot skera sig verulega úr hvað varðar aukningu á síðustu árum. Refsingar duga ekki Mikið hefur verið þrýst á stjórn- völd að þyngja dóma í kynferðis- brotamálum. Það sé eina leiðin til að sporna við aukningu þeirra. „Þynging dóma virðist ekki slá á tíðni brotanna. Við sjáum lítil merki um það. Aukin þyngd dómanna sendir þó þau skilaboð út í sam- félagið að kynferðisbrot verði ekki liðin. En engar rannsóknir benda til þess að hertar refsingar einar og sér slái á tíðni þessara brota,“ segir Helgi. Hann hefur skoðað sérstaklega líkur á því að dæmdir glæpamenn brjóti af sér aftur og eru kynferðis- brotamenn þeir sem einna síst snúa aftur í fangelsi að loknum dómi. Þannig virðast þeir síður brjóta af sér á ný. Þeir sem dæmdir hafa verið fyr- ir auðgunarbrot eru hins vegar líklegastir til að fremja afbrot eftir að þeir losna út. Glæpasögur heilla „Eftirspurn eft- ir fíkniefnum er síst að minnka þó refsingar hafi verið hert- ar í fíkniefna- málum hér á landi. Ekkert virðist draga úr framboðinu og fíkniefnin virðast komin til að vera,“ segir Helgi og rifjar upp að hér á árum áður var sala áfengis óheimil. Það stoppaði þó fáa í að drekka ef þeir vildu það á annað borð og nú er salan í höndum ríkisins. Hann vill þó ekki ganga svo langt að lögleiða fíkniefni. „Ég held að við þurfum að endurskoða hvernig er best að taka á fíkniefnavandanum. Eigum við að leggja mesta áherslu á löggæslu og refsingar eða er með- ferð og fræðsla heillavænlegri?“ spyr Helgi. Íslendingar hafa almennt áhuga á glæpum og eru sölutölur bóka Arnaldar Indriðasonar til marks um það. „Afbrot eru meira í umræðunni en þau voru. Afbrotafræði ís- lenskra glæpasagna er sérlega áhuga- verð. Bækur Arn- aldar seljast í bílförmum þannig að þetta efni höfðar greinilega til fólks. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum. Fjölmiðlar eiga þarna sinn þátt. Þeir fjalla meira um af- brot en áður, sérstaklega með til- komu einkamiðlanna. Þar er fjallað um afbrot með dramatískum hætti og sjónum okkar þannig beint að mála- flokknum,“ segir Helgi sem finnst ís- lenskir fjölmiðlar ekki mata borg- arana á skoðunum heldur miklu fremur varpa kastljósinu á þau mál sem mikilvæg eru. „Þynging dóma virðist ekkert slá á tíðni kyn- ferðisbrota. Við sjáum engin merki um það.“ ERLa HLynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Reykjavík er fjórða hættulegasta borg Evrópu ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var á þolendum afbrota. Einn af hverjum fimmtán Íslendingum segist hafa verið beittur ofbeldi á tólf mánaða tímabili og einn af hverjum fjórtán segist hafa verið rændur. Rannsóknin varpar nýju ljósi á tíðni afbrota enda í fyrsta sinn sem Íslendingar eru þátttakendur. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar koma á óvart. FÓRNARLÖMB Í BORG ÓTTANS Helmingi fleiri þjófnaðir og ofbeldisbrot - hlutfall þeirra sem hafði orðið fyrir afbroti yfir 12 mánaða tímabil. ÞJóFnaÐUR OFBELdisBROt 7, 0 ÍsLaNd daNmörK fINNLaNd sVÍÞJÓÐ NOregur meÐaLtaL esb 6, 6 3, 4 3, 5 2, 2 2, 3 2, 9 4, 8 3, 5 3, 5 2, 4 2, 9 HEimiLd: afbrOt á ÍsLaNdI eftIr HeLga guNNLaugssON Glæpir í sókn Helgi gunn- laugsson segir sér koma á óvart hversu hátt hlutfall Íslendinga segist vera fórnarlamb glæpa. mynd stEFán KaRLssOn Fleiri fórnarlömb Íslendingar segjast í mun meiri mæli hafa orðið fyrir árásum og ránum en íbúar hinna Norðurlandanna. mynd PHOtOs.cOm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.