Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 19. september 200818 Helgarblað DV Björn Þorleifsson, margfaldur Íslandsmeistari í taekwondo, hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari í íþrótt- inni. Hlynur Örn Gissurarson, formaður Taekwondosambands Íslands, segir Björn hafa gerst sekan um fjölda agabrota. Hann er meðal annars sakaður um ósiðlegt athæfi með eiginkonu stjórnarmanns. Björn segist sak- laus af öllum ásökunum Hlyns Arnar og vill fá útskýringar á uppsögninni. 4you.is l Digranesvegi 10 l 200 Kópavogur l Sími 564 2030 690 2020 Vöruflutningar frá Kína Erum með skrifstofur og fagfólk í Kína sem aðstoða fyrirtæki,stofnanir, gistiheimili, hótel og byggingaverktaka að kaupa vörur þaðan. Fylgst er með allri framleiðslu og gæðaeftirlit áður en varan er sett í gám. Getum fundið allar vörur sem hugurinn girnist Vilt þú versla vörur frá Kína á ódýrari verði? H ild ur H lín J ón sd ót ti r / h ild ur @ d v. is REKINN VEGNA AGABROTA „Ég er mjög ósáttur,“ segir Björn sem nú er ekki lengur þjálfari landsliðs- ins í taekwondo. Hann var rekinn fyrir nokkrum dögum og er ástæðan sögð agabrot sem Björn kann engin deili á. Björn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en þar kemur fram að allt fjaðrafokið sé til komið vegna at- burðar sem átti sér stað eftir þrítugs- afmæli hans í sumar. Eftir gleðskap í miðbæ Reykjavíkur var ákveðið að halda heim til félaga Björns og slóst kona með þeim í för. Björn lagðist í sófann heima hjá félaga sínum en rétt áður en hann sofnaði tók hann eftir því að eitthvað átti sér stað á milli vin- ar hans og áðurgreindrar konu. Síðar um kvöldið var Björn vakinn og beðinn um að deila leigubíl með konunni, sem hann gerði, og þau fóru hvort sína leið. Konan var eig- inkona stjórnarmanns í Taekwondo- sambandi Íslands og því flæktust málin töluvert. Ég er saklaus „Það er verið að reyna að koma óorði á mig,“ segir Björn sem hefur stundað taekwondo í fjórtán ár og er einn sá besti í Evrópu í íþróttinni. „Konan heldur því fram að ég hafi gert eitthvað ósæmilegt af mér en ég snerti hana ekki á neinn hátt. Þetta er ekkert annað en hefndaraðgerðir í minn garð. Hún kyssti félaga minn og gerði eitthvað með honum. Eigin- maður hennar hótaði mér því að ég yrði ekki landsliðsþjálfari lengur út af þessu. Þeir hafa engar sannanir fyr- ir neinu og taka ákvörðun út frá inn- antómum orðum,“ segir Björn sem er mjög sár. „Ég gefst ekkert upp fyrr en mann- orð mitt hefur verið hreinsað,“ segir Björn og bætir við að hann hafi aldrei fengið áminningu, hvað þá tiltal, vegna agabrota og þess vegna komi fréttirnar honum algjörlega í opna skjöldu. Rakið bull „Þetta sem kemur fram á vefsíð- unni er bara rakið bull og ég hef vitni til þess að staðfesta það,“ segir Hlynur Örn Gissurarson, formaður Taekw- ondosambandsins. „Stjórn Taekwondosambands Ís- lands óskaði ekki eftir starfskröftum Björns Þorleifssonar vegna ýmissa agabrota,“ segir Hlynur Örn. „Við erum bara að lágmarka þann skaða sem Björn hefur að okkar mati valdið íþróttinni og sambandinu,“ segir Hlynur Örn. Hann vildi þó ekki fara nánar út í agabrotin eða atburð- inn eftir þrítugsafmæli Bjarnar. Saklaus uns sekt er sönnuð Samkvæmt heimildum DV er eitt af agabrotunum kæra sem hefur verið lögð fram á hendur Birni eftir slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta er kæra sem var lögð fram fyrir hálfu ári og það er í rannsókn. Ég er búinn að kæra á móti og það er ekkert komið út úr þessu. Þarna er verið að dæma mig sekan án þess að niðurstaða sé komin í málið,“ seg- ir Björn sem hefur nú þegar leitað til lögfræðings vegna málsins. Atli MáR GylfASon blaðamaður skrifar: atli@dv.is Björn Þorleifsson Var rekinn sem landsliðsþjálfari en vill útskýringar á uppsögn. „Konan heldur því fram að ég hafi gert eitthvað ósæmilegt af mér en ég snerti hana ekki á neinn hátt. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.