Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 16
Feðgarnir koma heim
Þegar Björgólfsfeðgar höfðu selt
Bravo komu þeir til Íslands. Þeir
keyptu ráðandi hlut í Landsbanka
Íslands, sem ríkið hafði alla tíð átt.
Kaupverðið var um 12 milljarðar.
Markaðsvirði Landsbankans í dag
er um 240 milljarðar króna. Hermt
er að Davíð Odsson, þáverandi for-
sætisráðherra, hafi ráðið mestu um
að Björgólfur fékk bankann. Davíð
mun hafa runnið mjög til rifja með-
ferðin á Björgólfi í Hafskipsmál-
inu og þess vegna liðkað fyrir því
að Björgólfur fengi uppreisn með
þessu móti.
Árið 2004 keyptu feðgarnir stór-
an hlut í Eimskipi, sem áður var í
bullandi samkeppni við gamla Haf-
skip. Þar gerði Björgólfur líklega sín
stærstu mistök. Hann keypti Eim-
skip en kaupunum réð metnaður til
að ná yfirráðum yfir Eimskipi. For-
svarsmenn Eimskips á Hafskipstím-
anum lögðu sitt af mörkum til að
koma samkeppnisaðilum sínum á
kné. Þess vegna var það metnaðar-
mál Björgólfs að ná félaginu.
Félagið var skráð í Kauphöll Ís-
lands í júlí árið 2006. Þá stóð gengi
bréfa í félaginu í 32,0. Í dag stend-
ur gengið í 4,4 og hefur aldrei verið
lægra. Það má því ljóst vera að Björ-
gólfsfeðgar, sem eiga um þriðjungs
hlut í félaginu, hafa tapað umtals-
verðum fjármunum á þeim kaup-
um.
Nánir feðgar
Kristinn segir að þeir feðgar
hafi alla tíð verið mjög nánir. „Ég
var einu sinni á rölti með Bjögga í
Glasgow í Skotlandi þegar Björgólf-
ur yngri hringir í pabba sinn og ber
sig illa vegna einhvers máls sem erf-
itt var að landa. Þá stappaði sá eldri
í hann stálinu og sagði honum að
gefast ekki upp. Hann yrði að reyna
út í ystu æsar. Það gerði hann svo og
kláraði málið,“ segir Kristinn sem
minnist þess aldrei að hafa heyrt
af erfiðleikum í þeirra samskiptum.
Þvert á móti hafi samskipti hans við
fjölskylduna ætíð verið góð. „Þar er
enginn undanskilin,“ segir hann.
Mætir á alla heimaleiki
Landsbankinn, undir stjórn Björ-
gólfs, er bakhjarl efstu deildar karla
í knattspyrnu. Fótboltinn hefur fylgt
Björgólfi alla tíð. Hann var formaður
knattspyrnudeildar KR 1994 til 1998
og stjórnarformaður KR-sport hf.
1998 til 2000. Kristinn segir að hann
mæti á alla heimaleiki KR sem hann
geti og fylgist vel með því sem er að
gerast. „Hann hefur alltaf átt marga
vini í félaginu og hefur átt okkur að
í gegnum tíðina. Ég er ekki að segja
að hann sé með stuðningi sínum að
endurgreiða eitt né neitt, heldur vill
hann einfaldlega KR allt hið besta.
Það hefur hann margoft sýnt,“ seg-
ir Kristinn en Björgólfur Takefusa,
afabarn Björgólfs Guðmundssonar,
hefur leikið með KR undanfarin ár.
West Ham-ævintýrið
Ítök Björgólfs í knattspyrnu-
heiminum náðu nýjum hæðum
þegar hann, í sameiningu við Eggert
Magnússon, fyrrverandi formann
KSÍ, keypti 83 prósenta hlut í enska
úrvalsdeildarfélaginu West Ham
United. Að sögn BBC var kaupverð-
ið 11,4 milljarðar króna en að auki
yfirtóku kaupendur miklar skuld-
ir félagsins. Þær voru taldar jafn-
gilda rúmum 3 milljörðum króna.
Þetta var í nóvember 2006. Björ-
gólfur er einnig heiðursformaður
félagsins. Ekki gekk allt sem skildi
hjá félaginu. Björgólfi þótti nóg um
umsvifabruðl Eggerts. Dæmi um
pirring Björgólfs vegna framgöngu
Eggerts er að hann líkti honum við
Coca Cola-skilti. Það þykir ekki góð
einkunn og þar var fast skotið. Enda
fór svo að skömmu síðar, eða um ári
eftir kaupin, hætti Eggert hjá West
Ham. Björgólfur keypti 5 prósent
hlut Eggerts Magnússonar og tók
sjálfur við stjórnarformennsku í fé-
laginu.
Akkilesarhællinn
Val Björgólfs á mönnum til stjórn-
unar í fyrirtækjum sínum hefur verið
einn helsti Akkilesarhæll hans. Það
val hefur kostað hann mikla fjár-
muni en í því samhengi má nefna
menn á borð við Baldur Guðnason
hjá Eimskipi, Magnús Þorsteinsson,
fyrrverandi meðeiganda hjá Sam-
son, og stjórnendur Eddu-útgáfu,
en talið er að Edda hafi kostað Björ-
gólf allt að einum milljarði.
Hvað sem því líður er ljóst að
gamansemi Björgólfs er aldrei langt
undan. Sem dæmi um hana má
nefna þegar hann mætti á jólahlað-
borð Eddu-útgáfu, á síðustu árum
þess ævintýris. Þar voru snittur á
boðstólum. Rétt áður en gleðskap-
urinn hófst teygði hann sig í eina
snittu, beit hana glottandi í tvennt
og sagði: „Þetta er nú það eina sem
ég hef út úr þessu fyrirtæki.“
Björgólfur líkur Thor Jensen
Kristinn segir margt líkt með
Björgólfi Guðmundssyni og at-
hafnamanninum Thor Jensen, sem
var einn umsvifamesti atvinnurek-
andi á Íslandi um langt skeið. Thor
var afi Þóru, eiginkonu Björgólfs.
„Thor reyndist mörgum bændum og
heimilislausum mikil hjálparhella.
Hann kunni að fara með peninga
og efnaðist mjög þess vegna. Mér
finnst ýmislegt í sögu Thors eiga við
um Björgólf Guðmundsson. Þeir
eru báðir sprottnir upp úr grýttum
jarðvegi og hafa hvor um sig náð að
vinna sig upp. Þeir eru báðir hjálp-
legir þegar neyðin sækir að,“ segir
Kristinn um þá Thor og Björgólf, en
Björgólfur Thor er skírður í höfuðið
á langafa sínum.
Kristinn segir að Björgólfur hafi
fyrir margt löngu sannað tryggð sína
sitt gangvart fjölskyldu og vinum.
„Það er sýnt og sannað að hann er
traustur maður. Hann hefur marga
fjöruna sopið en er alltaf samur
við sig. Það er sama hvað á gengur,
Bjöggi gerir ekki mannamun,“ segir
Kristinn að lokum.
Upplagi bókar um Thorsarana
var eytt
Eins og fram hefur komið hefur
ekki alltaf verið lognmolla í kring-
um Björgólf. Honum hefur stundum
mislíkað skrif fjölmiðla.
Í fyrra viðurkenndi hann í sam-
tali við breska blaðið The Observer,
að hafa verið ósáttur við kafla í bók
Guðmundar Magnússonar sagn-
fræðings um Thorsarana. Edda-
útgáfa gaf bókina út árið 2005 en
ekki fyrr en búið var að farga öllu
upplaginu af frumútgáfu bókarinn-
ar. Hún var gefin út án þessa kafla
sem fór fyrir brjóstið á Björgólfi.
Edda-útgáfa var þá í eigu Björgólfs.
Á blaðsíðunum sem um ræðir var
fjallað um hjónaband eiginkonu
Björgólfs, Þóru Hallgrímsson og
stofnanda nasistaflokks Bandaríkj-
anna, George Lincolns Rockwells.
Björgólfi þótti ósanngjarnt að sam-
band Þóru og Rockwells hafi verið
gert að aðalatriði í bókinni, þar sem
hún hafi fjallað um Thors-ættina,
en ekki hjónabandið. Guðmundur
féllst á að endurskrifa kaflann.
Heimildir DV herma að málið
hafi reynt mjög á vinskap Páls Braga
Kristjónssonar, forstjóra Eddu, og
Björgólfs. Páll Bragi hvarf nokkru
síðar frá útgáfunni en stýrir eign-
arhaldsfélaginu Ólafsfelli, sem er í
eigu Björgólfs.
Björgólfur reiddist mjög þegar
DV birti opnugrein um málið und-
ir yfirskriftinni „Týndi kaflinn“. Þar
setti blaðamaður DV sig í spor Guð-
mundar. Kynnti sér ævisögu Rock-
wells og aflaði sér þeirra upplýsinga
sem hann gat um samband þeirra
Þóru. Í kjölfarið hótaði hann því að
kaupa DV til þess eins að leggja það
niður.
Fjöll og dalir
Líklega er Björgóflur að há sína
stærstu glímu þessa dagna. Eimskip
rambar á barmi gjaldþrots og tap-
ið hleypur í það minnsta á tugum
milljóna. Björgólfur er stór eigandi í
Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðs-
ins og 24 stunda. Það er sama hvert
litið er, alls staðar brenna nú eld-
ar í viðskiptaveldi Björgólfs. Sjálfur
Landsbankinn kann að vera í hættu
en framtíð bankans mun ráðast á
næstu vikum og mánuðum.
Nú mun virkilega reyna á Björ-
gólf en framtíðin verður að leiða
í ljós hvernig hann kemur niður.
Björgólfur hefur bæði gengið um
dimma dali og klifið hæstu tinda.
Eitt er þó víst. Það skiptir engu máli
hvort hann situr í hásölum Lands-
bankans eða í fangaklefa. Áreynslu-
laus framkoma hans, aðlögunar-
hæfni og snörp kímnigáfa verða
ávalt sterkustu vopn Björgólfs Guð-
mundssonar.
föstudagur 19. september 200816 Helgarblað
Hva, ertu bara
komin aftur?
Já, ég var að koma
úr endurvinnslu
algjörlega endurnærð
Po
rt
h
ön
nu
n
/ A
P
al
m
an
na
te
ng
sl
Endurvinnsla
– í þínum höndum
Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að
flokka og skila til endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en
bæta svo smám saman við eftir því sem þú venst hugmyndinni.
Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest
þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu.
Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á
www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika
„Hann er mjög gaman-
samur og sér spaugi-
legu hliðar málanna.
Hann er mjög orðhepp-
inn hann Bjöggi.“
Þriðji flokkur KR frá 1956 björgólfur
er annar frá vinstri í neðri röð.
MyNd GUNNAR FelixsoN
sami hópur enn í dag Hópurinn hef-
ur hist árlega allar götur frá 1956.
MyNd GUNNAR FelixsoN