Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 61
Gwyneth Paltrow segir Madonnu
hafa hjálpað henni að takast á við
fæðingarþunglyndið í kjölfar fæð-
ingar sonar hennar og Chris Mart-
in, Moses. Madonna ku hafa pepp-
að leikkonuna svo mikið upp að
Gwyneth segir hana hafa gefið sér
viljann til að halda áfram að lifa.
Leikkonan segir að Madonna
vinkona hennar eigi svo sannar-
lega ekki skilið allt þetta umtal um
að hún sé bara gallharður vinnu-
alki heldur sé Madonna þvert á
móti alveg einstaklega ljúf og allt-
af til í að hjálpa þeim sem standa
henni næstir á erfiðum tímum.
„Hún er ein umhyggjusamasta
manneskja sem ég veit um en hún
er líka hörð. Madonna er einstak-
lega vitur og á sér mjög mjúka hlið
sem við vinir hennar höfum feng-
ið að kynnast,“ segir Paltrow.
Paltrow segir jafnframt að
besta ráð Madonnu hafi komið
í langri vín- og matarveislu sem
Madonna hélt til að reyna að lífga
aðeins upp á vinkonu sína. „Hún
hjálpaði mér mikið að takast á við
fæðingarþunglyndið. Ég lenti á
mjög áhugaverðu spjalli við hana
eitt kvöldið. Hún var mjög vitur og
lagði mikla áherslu á það að sjá
lífið í einni stórri heildarmynd.
Hún sagði að þegar við mættum
hindrunum í lífinu væri það af
ástæðu – þær væru hreinlega að
kenna manni eitthvað sem maður
hefði ekki enn lært. Hún fékk mig
til að sjá að fæðingarþunglyndið
var tækifæri fyrir mig til að breyta
aðeins lífsstílnum mínum.“
föstudagur 19. september 2008DV Sviðsljós 61
Haltu þig fjarri
Britney gaf mér viljann
til að lifa
Gwyneth Paltrow segir að Madonna hafi hjálpað henni að tak-
ast á við fæðingarþunglyndi og að söngkonan sé ein vitrasta og
ljúfasta manneskja sem hún þekki.
Ekki bara harður vinnualki
„madonna er umhyggjusamasta
manneskja sem ég veit um.“
„Madonna gaf mér
viljann til að halda
áfram að lifa“
Gwyneth glímdi við mikið
fæðingarþunglyndi í kjölfar
fæðingar Moses litla.
Góðar vinkonur
Madonna og
Gwyneth saman í
göngutúr í
garðinum.
tældi josh með
seiðandi dansi
Mischa Barton var greinilega
löngu búin að ákveða að hún
ætlaði að næla sér í hinn stór-
myndarlega Josh Hartnett. Þess-
ir ungu leikarar enduðu saman
uppi á hótelherbergi eftir kvöld
á djamminu. Sagan segir að Mis-
cha hafi reynt að tæla bæði Josh
og Nathan Followill, trommara
Kings Of Leon, með kynþokkafull-
um dansi á Bungalow 8. Að sögn
heimildarmanns var heill her
kvenna að reyna að nálgast töffar-
ana tvo en þeir virtust ekki kippa
sér upp við eitt eða neitt – ekki
einu sinni Mischu. O.C.-leikkonan
hélt áfram að dansa fyrir strákana
og á einum tímapunkti heyrðist
Nathan vara Josh við leikkonunni.
„Hún talar allt of mikið.“
Aðvörunin virðist ekki hafa
virkað því Josh og Mischa yfirgáfu
Bungalow 8 saman og enduðu á
hóteli Josh í London.
Tældi Josh Hartnett
Mischa Barton er sögð hafa
dansað seiðandi dans fyrir
Josh Hartnett á Bungalow 8.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI