Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 19. september 200836 Helgarblað
Íslenska þjóðin hefur átt marga frábæra
dúetta. Listamenn sem náðu einstaklega
vel saman og skemmtu landanum með
kemíkinni á milli sín. Allt frá Tvíhöfða
til Ástu og Kela í stundinni okkar. DV
tók saman lista yfir nokkra af helstu
dúettum þjóðarinnar.
Farsælustu dúettar þjóðarinnar
Baldur og
Konni
Þegar það voru hátíðarhöld voru
baldur og Konni á staðnum. 17.
júní, sumardaginn fyrsta og á
öðrum viðlíka hátíðum stálu þeir
félagar ávallt senunni. Þeir
félagar voru funheitir upp úr
miðri 19 öld. baldur georgs
búktalari mætti með brúðuna
sína Konna og þeir skemmtu
gestum með bröndurum og
glensi. Það var hreinlega ekki
haldin útiskemmtun nema
félagarnir væru þar.
Friðrik Ómar og Regína Ósk
friðrik og regína hafa bæði tekið þátt í íslensku undankeppninn fyrir eurovison-
keppnina oftar en einu sinni og bæði hafa þau náð þeim árangri að hafa hafnað í
öðru sæti. Þau voru því ákveðnari en nokkru sinni þegar þau mættu saman til
leiks í síðustu keppni og báru þar að sjálfsögðu sigur úr býtum. Þau komu Íslandi
upp úr undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með framlagi
sínu, this is my life, eftir að hafa setið þar fast síðustu ár. Þau eru meðlimir
Júróbandsins og hafa skemmt saman á böllum úti um allt land með glæsilegri
eurovison-tónlist og flottri sviðsframkomu.
Bogi og Örvar
Þeir bogi og örvar eru eflaust best
liðnu rónar þjóðarinnar. Þessir miklu
spekingar hafa átt einstaklega
eftirminnileg innslög í spaugstofunni í
gegnum tíðina en tvíeykið var leikið af
þeim erni Árnasyni og randveri
Þorlákssyni. bogi og örvar halda til á
bekknum við styttuna af Ingólfi
arnarsyni á arnarhóli þar sem þeir velta
fyrir sér ýmsum aðgerðum og
breytingum í þjóðfélaginu og hvaða
afleiðingar þær breytingar komi til með
að hafa fyrir þá. Þegar þeir svo hafa
komist að niðurstöðu raula þeir ýmist:
„Nú erum við í góðum málum,
lallarallala“ eða „Nú erum við í vondum
málum, lallarallala“ allt eftir því hver
niðurstaðan er.
Simmi og Jói
simmi og Jói voru ekki neitt neitt þegar þeir hófu að skemmta íslensku þjóðinni á
útvarpsstöðinni mono fyrir tæpum áratug. Þeir urðu „instant hit“ og tveimur árum
síðar varð þátturinn 70 mínútur til á myndbandastöðinni popptíví. sá þáttur sló
heldur betur í gegn og hafa margir af þekktustu grínleikurum landsins hafið feril
sinn einmitt í 70 mínútum. Þeir voru svakalega flippaðir í 70 mínutum, en þegar þeir
voru valdir sem kynnar fyrir hinn ofurvinsæla Idol-þátt tónuðu þeir sig aðeins niður.
Íslendingar voru samt sem áður alveg jafnhrifnir. Í dag fer lítið fyrir þeim í sjónvarp-
inu, en þetta skemmtilega tvíeyki er með vikulegan útvarpsþátt á bylgjunni á
laugardagsmorgnum.
Sigga Beinteins
og Grétar Örvars
Leiðir siggu og grétars lágu saman um
áramótin 1988 til 1999 þegar sigga gekk til
liðs við hljómsveit grétars, stjórnina. stjórnin
var gríðarlega vinsæl hljómsveit sem skemmti
fyrir troðfullu húsi á Hótel Íslandi hverja
einustu helgi. Árið 1990 sigruðu sigga
beinteins og grétar í undankeppni eurovision
og voru í kjölfarið send til Zagreb í Júgóslavíu
þar sem þau slógu svo eftirminnilega í gegn
með laginu eitt lag enn. Lagið hafnaði í þriðja
til fjórða sæti sem er næstbesti árangur
Íslands í eurovision. sigga og grétar eru einn
ástsælasti söngvadúett þjóðarinnar fyrr og
síðar enda elskuð og dáð af ungum sem
öldnum.
Egill Ólafs og Ragga Gísla
forsprakkar einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands fyrr og síðar, stuðmanna. Orkan á
milli þeirra hefur alltaf verið mikil og sérstaklega á sviði. Voru frábær saman í myndinni
með allt á hreinu sem er vinsælasta kvikmynd Íslands fyrr og síðar.
eftir þá mynd héldu margir landsmenn að þau væru par í alvörunni en svo hefur aldrei
verið.
Capone-bræður
andri freyr Viðarsson og búi bendtsen áttu
farsælan feril saman í útvarpi. fyrst í
þættinum freysa á X-inu 977. Þar var andri í
dulargervi hins óendanlega kjaftfora freysa
og búi í dulargervi sem hinn snarklikkaði
gunni gír. saman vöktu þeir mikla lukku en
þrátt fyrir það var útvarpsstöðin lögð niður.
Þeir félagar stofnuðu þá sína eigin stöð sem
hét radíó reykjavík en henni var lokað
skömmu síðar. Þá stofnuðu þeir reykjavík
fm sem lifði í dágóða stund en var svo lokað
á endanum líka.
Þú og ég
Þú og ég var án efa heitasta diskósveit
landsins og var dýrkuð og dáð af öllum
þeim sem hlustuðu á diskótónlist. Það voru
engir aðrir en Jóhann Helgason og Helga
möller sem skipuðu þessa hressu diskósveit,
en þau buðu upp á slagara á borð við don‘t
try to fool me og Í reykjavíkurborg. Það var
enginn annar en meistari gunnar Þórðarson
sem samdi mikið af lögunum fyrir Þú og ég,
ekki slæmt það. Á fyrstu plötu Þú og ég
mátti finna mörg klassísk lög, á borð við
Vegir liggja til allra átta, í diskóbúningi.
Tvíhöfði
sennilega farsælasti gríndúett Íslands fyrr og síðar. Þeir Jón gnarr og sigurjón Kjartansson hafa verið óaðskiljanlegir í
tæpa tvo áratugi. Velgengni þeirra byrjaði í þáttunum dagsljósi sem voru í sama anda og Kastljós. Þar áttu þeir frábæra
spretti og gerðu nokkra af sínum bestu sketsum.
Í kjölfarið færðist tvíhöfði yfir í útvarp og var um árabil með einn vinsælasta og umtalaðasta útvarpsþátt landsins. Næsti
sigur þeirra félaga var í sjónvarpsþáttunum fóstbræðrum sem eru einir vinsælustu gamanþættir Íslands fyrr og síðar.
Jóni og sigurjóni hefur báðum vegnað vel í sitt hvoru lagi en komu saman aftur síðasta vetur í þáttunum Laugardags-
lögin. Þar áttu þeir þrælgóð innslög og sýndu að þeir hafa engu gleymt.