Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 13
föstudagur 19. september 2008 13Helgarblað
„Ég held að tímasetningin sé bara
mjög góð. Það eru tækifæri á mark-
aðinum út af þessari niðursveiflu,
sem verður vonandi bara tímabund-
in,“ segir Halldór Óskar Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Bauhaus á
Íslandi, aðspurður hvort forsvars-
menn fyrirtækisins séu uggandi yfir
því að koma inn á markaðinn í því
árferði sem nú er. Að öllu óbreyttu
mun Bauhaus opna nýja verslun
sína við Lambhagaveg við Úlfarsfell
í desember, engin dagsetning hefur
þó verið fest í þeim efnum.
Bauhaus er þekkt á Evrópumark-
aðinum sem lágvöruverðsverslun og
Halldór segir að sömu stefnu verði
haldið hér á landi. „Það er eitt af því
sem kemur í ljós, við verðum náttúr-
lega mjög ódýrir, það er markmiðið
með Bauhaus að vera með mjög hag-
stætt verð. Það verður sama stefna á
Íslandi,“ segir Halldór. Mannaráðn-
ingar hafa gengið vonum framar að
sögn framkvæmdastjórans en ráð-
gert er að um 160 til 180 störf verði í
boði í versluninni sem er rúmlega 21
þúsund fermetrar, og nú þegar hafi
hátt í 1.400 manns sótt um.
Orðrómur hefur verið uppi um að
Bauhaus hafi hug á að kaupa Húsa-
smiðjuna og verða þannig gríðar-
lega sterkt á markaðinum, en Hall-
dór kemur af fjöllum spurður um
þær sögur. „Nú segir þú mér fréttir,
ég hef aldrei heyrt þetta áður. Þessar
sögur geta verið í öllum regnbogans
litum svo sem en Bauhaus rekur sín-
ar sjálfstæðu einingar úti í heimi og
ég reikna ekki með því að það breyt-
ist eitthvað,“ segir Halldór Óskar, en
útilokar ekkert. „Það er samt aldrei
að vita. Það getur allt gerst í þessum
bransa.“ mikael@dv.is
Allt getur gerst í byggingarvörubransanum:
Bauhaus hvergi Bangið
Bauhaus rís Lágt verð er einkennismerki
þýska byggingarvörurisans. aðstandendur
óttast ekki efnahagsástandið.
en þetta er það síðasta sem mað-
ur myndi gera,“ sagði þessi 49 ára
kona, sem er menntuð ljósmóð-
ir, í DV í gær. Hún hældi Vinnu-
málastofnun fyrir þau námskeið
sem þar er boðið upp á og sagði þá
þjónustu mikilvæga til að hjálpa
fólki í því erfiða ferli sem fylgir at-
vinnuleysi.
Ágústína Ingvarsdóttir sálfræð-
ingur sagði í samtali við DV í gær
að það væri mikið áfall fyrir fólk
að missa vinnuna og áhrifin gætu
verið lamandi. Þó mætti líta á þær
tímabundnu þrengingar sem tæki-
færi til að vaxa. Hún áréttaði einn-
ig að það væri engin skömm að
því að missa vinnuna og það þyrfti
ekki að vera neikvætt. „Svo lengi
sem þú leyfir því ekki að ná yfirtök-
unum hjá þér. Þegar mótstreymi
kemur er það tímabundið verkefni
til að takast á við,“ sagði Ágústína.
Ljósið í myrkri
atvinnuLeysisins
Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar vörur
samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í verslunum sem
í búðargluggum. Verðmerking á að vera vel sýnileg og ekki
má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar.
Oft getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum
þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar.
Til að auðvelda þér að bera saman verð hafa því verið settar
reglur sem skylda verslunareigendur til að gefa upp mæli-
einingarverð vöru, auk söluverðs.
Notaðu rétt þinn.
P
R
[p
je
e
rr
]
Neytendastofa