Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 22
Íslendingar eru ekki eins og aðrar þjóðir. Ef eitthvað bjátar á í efnahagslífi heimsins um-breytist það í efnahagslægð hér á landi. Þegar heimurinn fær í magann kastar Ísland upp. Ástæðan er krónan hans Davíðs Oddssonar. Þegar krónan fellur gagnvart öðrum gjaldmiðlum, vegna þess að ástand er ótryggt, skellur það tvöfalt á al- menningi. Verð á vörum hækkar og lánin okkar hækka á sama tíma. Aðr- ar þjóðir þurfa ekki að þola þetta, því þær eru ekki með verðtryggingu. Svarthöfði hafði lengi vel áhyggjur af íslensku bönkun-um. En nú eru þær áhyggjur foknar út í veður og vind. Það er nefnilega þannig að bankarnir tapa ekki vegna verðbólgunnar og þeir tapa ekki vegna falls krónunnar. Okkar hörmungar eru þeirra ham- ingja. Þegar verðbólgan rústar fjár- hagslegri tilvist fólks hækkar skuld þess gagnvart bankanum. Bankinn eignast meira. Þegar krónan fellur hækka eignir bankanna í útlönd- um í krónum talið. Efnahagsreikn- ingur bankanna lítur betur út fyrir vikið. „Follow the money“ er eitt helsta slagorð bandarískrar blaða- mennsku. Ef einhver vill vita hver ber ábyrgðina þarf að finna þann sem græðir. Og það eru bankarnir. Samband bankanna við venjulegan Íslending er eins og samband þrælahald-ara við þræl. Þrælahaldar- inn græðir á helsi og hörmungum þrælsins, svo lengi sem þrællinn gefur ekki upp öndina, eða miss- ir hönd eða annað sambærilegt. Bankarnir græða ennþá á fjárhags- hremmingum okkar, en ef við verð- um gjaldþrota tapa þeir. Það er þeim í hag að halda okkur í fjárhags- legri ánauð. Bank- arnir eru eins og blóðsugur íslensks almennings. Hvaða annað fyrirbæri hefur sömu virkni? Auðvitað eru ekki allir þrælar bankanna. Ríkt fólk heldur fjár- hagslegu frelsi sínu. Það er eins og hvíta fólkið í Suðurríkjum Banda- ríkjanna á 19. öldinni. Svarthöfði er hins vegar eins og svarti maðurinn í Suðurríkjunum. Þeir hvítu græða á ástandinu í gegnum himinháa vexti. En Svarthöfði, sem skuldar húsnæð- islán, hefur fylgst með skuldinni vaxa og vaxa með verðbólgunni. Hann borgar 20 prósent í vexti á húsnæðislán. Hvíta fólkið fær 17 prósent vexti á sín auðæfi. Svarthöfði, eins og marg-ir aðrir svartir Íslendingar, er farinn að líta á örþrifa-ráð sem valkost. Í núverandi stöðu stendur valið um flótta eða fjárhagslegt kami-kaze. Hann getur annaðhvort flúið land eða gerst gjaldþrota. Ef hann flýr land missir hann fjölskyldu og vini. Ef hann gerist gjaldþrota heldur hann tengslum við fólkið en glatar öllum efnisleg- um eigum og velferð. Valið stendur því á milli andans og efnisins. Þetta verður að teljast heimspekileg valkreppa af verstu sort. Þriðja leiðin er líka til, en hana fer enginn einn. Ef almenningur tæki höndum saman og þrýsti á stjórn- völd um að stöðva ofbeldi bankanna gegn almenningi þyrfti Svarthöfði hvorki að kjósa fjárhagslegt kami- kaze né að leiðast út í landflótta. Svarthöfði skorar á alla þeldökka Ís- lendinga að reisa hnefann hnarreist- an á loft og hnekkja þrældómnum. Black power! föstudagur 19. september 200822 Umræða Þrælar bankanna svarthöfði reynir traustason ritstjóri skrifar Ríkið hefur verið notað sem valdatæki. Spenakapítalistar Leiðari slenskt samfélag er gegnsýrt af spilltum stjórn- málamönnum sem hvorki skeyta um skömm né heiður. Flokkar selja stefnu sína fyrir kosn- ingar sem síðan reynist vera fals eitt. Sérstak- lega er þetta áberandi með Sjálfstæðisflokkinn sem byggður er upp í kringum þá grundvallarhug- sjón að frelsi einstaklingisins eigi að vera í önd- vegi. Flokkurinn hefur verið við völd í 17 ár og haft efnahagsmál á sinni könnu. Reyndin er sú að ríkisumsvif hafa blásið út. Dæmi er um að ein- staklingar hafa nánast verið ofsóttir af ríkinu. Aukinheldur hafa þeir sett fjárhag Íslands í uppnám. Ráðamenn flokksins eru allflestir aldir upp við það að ríkið sjái fyrir þeim. Þeir eru spenakap- ítalistar og verk flokksins bera þess merki. Ríkið hefur verið notað sem valdatæki. Næg- ir þar að nefna dómstóla, lögreglu og Ríkisútvarp sem flokkurinn hefur lagt ofurkapp á að láta sína menn stjórna. Spenakapítalistarnir sýkja allt sitt umhverfi með hugmyndum sínum um að rétt- ur þeirra sé hagsmunum almennings æðri. Ef staða losnar í ríkisapparatinu er gjarnan spurt um flokksskírteini fremur en hæfni til ábyrgðarstarfa. Vinavæðing á kostnað almennings er ríkjandi. Fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Þor- láksson, lagði grunninn að þeirri stefnu sem enn er við lýði þótt henni sé ekki fylgt. Hann greindi stjórnmálaspillingu með afgerandi hætti: „... nú á tímum þekkist hún naumast í neinni annarri mynd en þeirri að réttir valdhafar nota almannafé til að kaupa sér fylgi eða launa fylgi.“ Hann nefndi einnig umgengni um almannafé. „Lyklar að ríkis- féhirslunni eru engum fengnir til að sækja þang- að vinargjafir eða fylgdarlaun.“ Báknið burt var eitt sinn slagorð flokksins sem stöðugt eykur ríkis- umsvif. Undantekning er ef einhverjir þingmanna halda sig við þá stefnu að einstaklingurinn eigi að mynda grunninn að gangverki samfélagsins frem- ur en ríkið. Brandari síðustu aldar er báknið burt. Sjálfstæðisflokknum er stjórnað af mönnum sem sneiða hjá hugsjónum sem lagðar voru til grundvallar honum. Ný kynslóð manna verður að taka við keflinu og standa fast við þá stefnu að efla einstaklingsframtakið og minnka umsvif ríkisins. Leiðarljós þeirra á að vera hugmyndafræði Jóns Þorlákssonar. spurningin „Nei, við getum enn séð til sólar þó að mengunarský dragi verulega úr ánægjunni,“ segir Valgerður Halldórsdóttir, einn meðlima í náttúruverndarsam- tökunum sól í straumi. Nú hefur verið ákveðið að auka framleiðslu álversins í straumsvík um 40 þúsund tonn. Var Þetta bara sól í draumi? sandkorn n Ólgan innan Frjálslynda flokks- ins á sér lítil takmörk. Uppreisn þeirra sem stundum eru kenndir við óbeit á útlendingum er um það bil að kljúfa flokkinn. Þannig er talið frem- ur líklegt að uppgjör eigi eftir að verða með þeim hætti að Guðjón A. Kristjánsson formaður, Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður og Grétar Mar Jónsson alþing- ismaður sameinist um að fleygja Jóni Magnússyni þingmanni fyrir borð. n Jón Magnússon alþingismaður á rætur sínar í Sjálfstæðisflokkn- um og þangað á hann örugglega afturkvæmt ef hann kærir sig um. Reyndar væri honum hollt að líta til fordæmis í þeim efn- um. Gunnar Örlygsson, fyrrverandi þingmaður, flúði ofríki Magnúsar Þórs Haf- steinssonar, varaformanns Frjálslynda flokks- ins, og var tekið með blíðuhótum í þingflokki sjalla. Í prófkjöri fyrir kosningarnar á eftir var honum síðan veitt náðarhöggið þegar flokksmaskínan lagðist gegn hon- um og þingmannsferlinum lauk. n Óhætt er að segja að Óskar Hrafn Þorvaldsson, alvaldur á fréttastofum 365, hafi byrjað af krafti í fyrrakvöld. Fréttatími Stöðvar 2 var allur með ferskara og snarpara yfirbragði en í tíð for- verans. Frétt um ægilega meðferð á börnum á höfuðborgarsvæðinu vakti gríðar- lega athygli en þar var því lýst að eitt barnanna hefði verið notað sem hnífaskífa af föður sín- um. Ef rétt reynist er þarna um að ræða eitt skuggalegasta barnaverndarmál allra tíma. n Steingrímur Sævarr Ólafs- son, sem vék úr stóli fréttastjóra Stöðvar 2 fyrir Óskari á þriðju- daginn, virðist síður en svo af baki dottinn þótt starfslokin hafi borið svo brátt að að hann kom af fjöllum þegar dv.is bar þau undir hann árla þriðjudagsmorguns. Hann vildi lítið ræða við blaðamenn seinna um daginn eftir að starfslok hans voru til- kynnt form- lega. Ekki virðist þó kergja hafa haldið aftur af honum þar sem hann skrifaði á Facebook-síðu sína klukkan 17.13 að hann væri „sáttur við lífið og tilveruna :-)“ og lét þennan sæta broskall fylgja með. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á NetiNu: dv.is aðalNúmer: 512 7000, ritstjórN: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsiNgar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég hef haft gaman af dansþáttunum bandarísku, So You Thank You Can Dance? Mér finnst þeir alveg frábærir.“ n Árni Johnsen um áhugamál sín önnur en pólitík. - DV. „Ef þú þarft að kaupa í matinn þarftu nánast að bryðja þunglyndislyf áður en þú ferð inn í stórmarkað.“ n Mikael Torfason rithöfundur um áhrif kreppunnar á lundarfar fólks. - DV. „Sem betur fer gerðist þetta hérna úti en ekki þegar hún var ein með börnin í Svíþjóð.“ n Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður Ásdísar Ránar sem liggur nú á sjúkrahúsi í Búlgaríu eftir að hafa greinst með æxli. - DV. „Þetta eru trúar- brögð eins manns.“ n Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um peningastjórn Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og ákvörðun hans að leyfa bönkunum ekki að gera upp í erlendri mynt. - DV.is „Nei, ég er bara í sama svarta bolnum, í sömu gallabuxunum og hvítu strigaskónum sem ég var í fyrir viku.“ n Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýskipaður fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu 365, um hvort hann mæti nú í jakkafötum í vinnuna. - DV bókstafLega Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.