Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 19. september 200840 Sport
Sport SíðaSti leikurinn á laugardaginn Íslenska landsliðið í körfu-bolta leikur sinn síðasta leik í ár í b-deild evrópumótsins á laug-ardaginn gegn austurríki. Ísland vann fyrsta leikinn í riðlinum á heimavelli gegn dönum en hefur tapað tveimur síðustu gegn Hollandi og svartfjallalandi. Því er sigur á austurríki mjög mikilvægur fyrir framhaldið í riðlinum en seinni fjórir leikirnir eru spilaðir á sama tíma eftir eitt ár. Ís-land hefur leikið nokkrum sinnum gegn austurríki og síðast í fyrra mættust liðin ytra þar sem heima-menn höfðu sigur á íslensku strákunum, 85–64.
Það eru fá mót í golfi sem vekja
jafnmikið umtal og Ryder-bikar-
inn. Þriggja daga keppni milli allra
þeirra bestu frá Evrópu og allra
þeirra bestu frá Bandaríkjunum.
Það er svo sannarlega rjóminn í golfi
sem áhorfendur fá að sjá á þessum
mótum. Þarna er þó lítill vinskap-
ur. Undir brosmildu yfirborðinu
er stoltið og sigur í þessari keppni
skiptir miklu máli.
Síðustu þrjú ár hefur Evrópa bor-
ið sigur úr býtum og það sem meira
er hafa síðustu tvö ár verið vand-
ræðaleg fyrir Bandríkin. Þeir hafa
látið valta yfir sig í síðustu tvö skipt-
in, þar af annað á heimavelli. Nú eru
þeir komnir aftur heim eftir að hafa
farið með skottið á milli lappanna
frá Írlandi í fyrra. Nú ætla þeir sér
sigur undir stjórn fyrirliðans Pauls
Azinger í sjálfri Valhöll. Valhalla-
golfvöllurinn í Kentucky-fylki er til-
búinn og það sama má segja um all-
an heiminn.
Fyrirliðarnir
Paul Azinger hefur verið gefið það
verkefni að rétta amerísku skútuna
af. Hann hefur tekið fjórum sinnum
þátt sjálfur sem leikmaður og vann
í tvö skiptanna, 1991 og 1993. Az-
inger er kannski ekki öllum kunn-
ugur sem fylgjast ekki hart með en
nokkrar deilur hafa verið um stjórn-
un hans á liðinu. Þó eru margir sem
hafa tröllatrú á honum og nýju fyrir-
komulagi sem hann kom á laggirn-
ar. Hann sjálfur er mjög metnaðar-
gjarn og hefur ítrekið gefið það út að
sigur sé það eina á stefnuskránni.
Nick Faldo stýrir liði Evrópu í ár
og er kannski í ekkert mikið öfunds-
verðara hlutverki en Azinger. Það
er mikil pressa á honum að halda
sigurgöngunni áfram því Evrópu-
búar eru alveg á því að þeirra lið sé
mun betra. Það eina sem hann þurfi
í raun að gera er að brosa svo blítt
tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ryder-bikarinn fer fram um helgina, golfkeppni milli Evrópu
og Bandaríkjanna, sem haldin er annað hvert ár. Síðustu ár
hafa verið mögur fyrir Bandaríkin eftir að hafa haft mikla yfir-
burði frá fyrstu keppninni 1927 allt fram til 1983. Frá 1985 hefur
Evrópa unnið átta af síðustu ellefu keppnum, þar af síðustu
þrjár í röð og enn fremur síðustu tvær með yfirburðum. Banda-
ríkjamenn mæta til leiks með sjö nýliða og engan tiger Woods.
HALDA
YFIRBURÐIR
EVRÓPU
ÁFRAM?
Sigurvegarar evrópuliðið frá því í fyrra
sem stýrt var af stubbnum Ian Woosnam.