Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 56
föstudagur 19. september 200856 Helgarblað DV
Tónlist
Foo Fighters í pásu
Í nýju viðtali við bbC segir forsprakki hljómsveitar-
innar foo fighters, dave grohl, að sveitin sé á leið-
inni í langþráða pásu og að pása þessi verði mjög
löng. „Við höfum aldrei farið í langt frí og það er bara
kominn tími til hjá okkur. Ég held að þessi pása eigi
bara eftir að styrkja bandið þegar við komum aftur
saman,“ segir grohl.
umsjón: krista Hall krista@dv.is
Sólóplata frá
Noel
Noel Gallagher, annar for-
sprakki bresku sveitarinnar
Oasis, hefur nú sagt frá áform-
um sínum um að gefa út sóló-
plötu á næstunni. Gítarleikar-
inn segir að hann vonist til þess
að allir fjórir meðlimir Oasis
komi til með að vinna að sóló-
verkefnum eftir að næsta plata
sveitarinnar, Dig Out Your Soul,
kemur út. „Ég óska þess að við
getum allir farið að vinna í öðr-
um verkefnum þegar platan er
komin út. Ég er sjálfur kominn
með fullt af nýjum lögum sem
ég get lofað ykkur að eru algjör
snilld svo ég býst við því að ég
gefi bráðum út sólóplötu,“ sagði
Noel í viðtali við tónlistartíma-
ritið Blender.
Iceland Airwaves fer fram í tíunda skipti frá fimmtánda til nítjánda október. Að venju
kemur fjöldi erlendra sem innlendra sveita fram á hátíðinni í ár en hér að neðan eru
einungis nokkrar af þeim erlendu sveitum sem vert er að kynna sér fyrir hátíðina.
Ódauðleg í plasti
Amy
Wine-
house, Cliff
Richards og Madonna hafa öll orð-
ið þess heiðurs aðnjótandi að vera
gerð ódauðleg í formi Legó-kalla.
Það verður þó að segjast eins og er
að Amy er ekki alveg jafnsjúskuð
og við þekkjum hana í dag og hún
lítur í raun mun betur út í formi
Legókalls. Með rósrauðar kinnar,
vel greitt hár og glansandi húð er
nokkuð sem sjá má á Legó-Amy
auk húðflúrsins á hendinni.
Madonna er djörf Legó-
stelpa í brjóstahaldara, með
ljóst, liðað hár og gullkross
um hálsinn líkt og hún var á
sínum yngri árum. Sir Cliff
Richards er sjarmerandi Legó-
kall íklæddur bleikum jakka og
heiðbláum buxum en bæði Cliff
og Madonna eru með míkrófón-
inn í hendinni.
Því miður gefst hinum almenna
neytanda hins vegar
ekki kostur á að fjár-
festa í Legó-söngvur-
unum þar sem þeir
voru eingöngu hannað-
ir í tilefni af þrjátíu ára
afmæli Legó. Auk þess
voru gerðar Legó-út-
gáfur af Beckham-
hjónunum, Angelinu
Jolie, Brad Pitt og tví-
burunum og dómur-
unum í X-Factor.
krista@dv.is
Amy Winehouse, sir Cliff Richards og Madonna eru orðin að Legó-köllum:
Hetfield rak-
aði aðdáaNda
Metallica-aðdáandinn
Mick Cassidy hefur nú loksins
getað rakað af sér skeggið en
Mick sór þann eið fyrir tveimur
árum að hann myndi ekki raka
sig fyrr en næsta Metallica-
plata kæmi út. Nú þegar platan
Death Magnetic er komin út við
góðar undirtektir aðdáenda,
er skeggið horfið af Mick. Ekki
nóg með það heldur fékk hann
sjálfan James Hetfield, söngv-
ara Metallica, til að raka af sér
skeggið daginn sem platan kom
út í Bandaríkjunum. Meðfylgj-
andi er mynd af Mick skömmu
áður en skeggið fékk að fjúka.
fyrsti tónleika-
diskurinn
Hljómsveitin Smashing
Pumpkins ætlar að gefa út
fyrsta DVD-tónleikadiskinn
í tilefni af tuttugu ára afmæli
sveitarinnar. Diskurinn, sem
kemur til með að heita If All
Goes Wrong, er tvöfaldur og er
áætluð útkoma í Bandaríkjun-
um 11. nóvember næstkom-
andi. Pakkinn kemur til með
að innihalda hundrað og fimm
mínútna heimildarmynd um
sveitina auk upptaka af tónleik-
um sveitarinnar í San Francis-
co í júlí og ágúst 2007. Að auki
verður að finna heimildarefni
um aðdáendur sveitarinnar og
viðtal við Pete Townsend, gítar-
goðsögnina og liðsmann sveit-
arinnar The Who.
DV9286010807_smashing pumpkins_0.jpg
sir Cliff richards
sjarmerandi í bleiku.
snyrtileg í Legó-líki
amy Winehouse lítur
töluvert betur út sem legó-karakter en í eigin persónu.
Djörf Legó-stelpa
madonna er sæt og
ung legó-stelpa.
Hitaðu þig upp fyrir
AirwAves
Css
brasilísk diskópönksveit með hinni ofurhressu og svölu lovefoxxx
í fararbroddi. sveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu, donkey, í
sumar og er annáluð fyrir skemmtilega og hressa framkomu á
tónleikum. lagið let‘s make love and listen to death from
above var gríðarlega vinsælt á skemmtistöðum sem og
útvarpsstöðvum hérlendis á síðasta ári. myspace.com/
canseidesersexy
Vampire Weekend
indírokksveitin Vampire Weekend sem
er einungis tveggja ára gömul hefur
vakið mikla athygli eftir útgáfu sinnar
fyrstu og einu breiðskífu sem nefnist
líkt og sveitin Vampire Weekend.
Hljómsveitin var valin besta nýja
sveitin af tímaritinu spin magazine árið
2007 og bandarískt band sem vert er
að fylgjast með af tónlistartímaritinu
nme í ár. alvöru indírokkarar verða
seint sviknir af Vampire Weekend.
myspace.com/vampireweekend.
Biffy Clyro
alvöru skoskir rokkarar sem
spila hratt en jafnframt
melódískt rokk af bestu gerð.
Hljómsveitin var stofnuð árið
1995 en gaf út sína fyrstu
breiðskífu árið 2002 og hafa
síðan þá gefið út þrjár til
viðbótar. biffy Clyro spilar á
kerrang!-kvöldinu á airwaves
og ef þú ætlar að láta eins og
alvöru biffy Clyro-aðdáandi
skaltu hrópa af og til „mon the
biffy!“ upp á svið en það er
venja hjá hörðustu aðdáend-
um að hrópa þessa undarlegu
setningu á milli laga eða áður
en sveitin stígur á svið.
myspace.com/biffyclyro
Young Knives
breskt indíband frá leicestershire. sveitin
er þekkt fyrir kraftmikla framkomu á
tónleikum og skemmtilegan klæðaburð
sinn en yfirleitt má sjá þá klædda í
tweed-klæðnað og gera meðlimir í því
að vera svona temmilega lúðalegir ef svo
má að orði komast. Young knives voru
tilnefndir til hinna alþjóðlegu mercury-
verðlauna fyrir fyrstu breiðskífu sína,
Voices of animals and men, í fyrra. önnur
breiðskífa sveitarinnar, superbundance,
kom út í mars á þessu ári. myspace.com/
theyoungknives.
Familjen
sænskt teknó elektró en familjen
hefur átt gríðarlega heitt lag á
skemmtistöðum borgarinnar í
sumar, det snurrar í min skalle, af
samnefndri breiðskífu. familjen er
gefin út af tellé í noregi, sama
útgefanda og gefur út meðal
annars röyksopp og kings of
Convenience. familjen spilar
frábært syntha indíteknó sem
enginn dansþyrstur einstaklingur
ætti að láta framhjá sér fara.
myspace.com/familjen.
Florence & the Machine
pönk-elektróskotið indíband frá
london sem hefur átt mikilli velgengni
að fagna að undanförnu. Í fararbroddi
er hin skrautlega og kynþokkafulla
söngkona florence sem státar af
miklum sviðssjarma. myspace.com/
florenceandthemachinemusic.
Crystal Castles
sérstakt en jafnframt melódískt og
áhugavert elektróband frá kanada.
Hljómsveitin varð fyrst gríðarlega
vinsæl á músíkbloggum og meðal
mikilla bloggspekúlanta en hefur nú
náð að stimpla sig vel inn hjá breiðum
hópi elektró- og nu-rave-tónlistaraðdá-
enda. meðlimir sveitarinnar eru þau
ethan kath og alice glass og ætti
tónlist þeirra að höfða vel til aðdáenda
hljómsveita á borð við the knife.
myspace.com/crystalcastles.
el perro del Mar
sænska söngkonan og lagahöfundurinn
sarah assbring byrjaði að koma fram árið
2003 undir nafninu el perro del mar sem á
spænsku þýðir hundur hafsins. önnur
breiðskífa el perro del mar kom út í vor og
ber heitið from the Valley to the stars.
sarah er góð vinkona sænska sjarmörsins
jens lekman og hafa þau meðal annars
túrað saman. myspace.com/elperrodelmar.