Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 31
föstudagur 19. september 2008 31Helgarblað
„Ég fann fyrir
gífurlegri sektar-
kennd. Ég gat
ekki horft fram-
an í fólk í langan
tíma á eftir.“
stundir. Ég er þá í bókhaldinu og að
koma upp fuglaspjöldum. Næst eru
það jurtirnar svo það er alltaf nóg við
að vera. Svo les ég mikið og þá flest-
allt milli himins og jarðar. Ég hef til
dæmis mikinn áhuga á náttúrufræði
og jarðfræði. En ég les líka til dæm-
is skáldsögur og ævisögur.“ Og Stella
hefur bæði Ríkisútvarpið og -sjón-
varp og kveðst velja úr efninu þar eft-
ir því sem henni finnst þess virði að
horfa á.
Lokuðust inni í stríðinu
Stella er fædd á Grænlandi, nán-
ar tiltekið í bænum Egedesminde
í Disko-flóa, 25. apríl 1941. Fað-
ir hennar, Guðmundur Þorláksson,
náttúru- og landfræðingur, var í vís-
indaleiðangri hjá Ellesmaryland-
eyju, leiðangri sem kallaðist Van
Hauem-leiðangurinn, úti af Græn-
landsströndum í um eitt ár. Að hon-
um loknum sinnti hann kennslu.
Móðir Stellu, María Elísabet Þor-
láksson sem var dönsk, starfaði sem
einkaritari hjá nýlendustjóranum í
Thule og kenndi einnig í grunnskól-
anum í Egedesminde.
„Þau kynntust á leiðinni til Græn-
lands,“ segir Stella. „Þau giftust svo í
Thule og lokuðust inni í stríðinu. Frá
Egedesminde fluttum við til Nuuk
þegar pabba var eiginlega fyrirskip-
að að kenna við kennaraskólann þar
í bæ. Þá var ég á fyrsta ári. Þegar ég er
svo á fimmta ári flytjum við í eitt ár
til Kaupmannahafnar þar sem pabbi
lærði uppeldis- og kennslufræði.“
Eftir árið í Danmörku fluttu Stella
og fjölskylda hennar til Íslands. Hún
á einn yngri bróður sem fæddist á
Grænlandi og eina yngri systur sem
kom í heiminn eftir að heim til Ís-
lands var komið.
Minningar frá æskuárunum á
Grænlandi lifa góðu lífi í huga Stellu.
„Ég átti góða bernsku. Ég lék mér
eingöngu við Grænlendinga því það
voru engir aðrir Íslendingar þarna,
né heldur Danir.“ Hún kveðst aldrei
hafa upplifað sig neitt öðruvísi þrátt
fyrir það. „Nei nei, maður var bara
einn af hópnum. En auðvitað var
þetta mjög frumstætt að því leytinu
að það var ekkert rafmagn og við
þurftum að bræða ísinn til að fá vatn
yfir vetrartímann.“
Viðbrigðin við að koma til Kaup-
mannahafnar eftir búsetuna í Græn-
landi voru mikil að sögn Stellu. „Að
sjá alla þessa bíla og alla þessi tækni
sem maður hafði ekkert kynnst áður.
Ég var hálfhrædd við þetta allt sam-
an.“
Og þegar til Íslands var komið,
þegar Stella var á sjötta aldursári,
kunni hún enga íslensku. „Ég man
enn þegar ég fyrst gat sagt íslenskt r.
Ég var úti á götu að æfa mig á því þeg-
ar allt í einu ég náði því,“ lýsir Stella
og hlær. „En ég lærði svo íslenskuna
áður en ég byrjaði í skóla og það gekk
bara fljótt og vel fyrir sig.“
Fann ástina um borð í Gullfossi
Fjölskyldan settist að í Reykjavík
og bjó lengst af í Eikjuvogi 25. Stella
gekk í Laugarnesskóla fyrir utan eitt
ár sem hún bjó hjá vinafólki foreldra
hennar í Hafnarfirði á meðan þeir
dvöldust í Bandaríkjunum þar sem
Guðmundur var við nám. Hún fór í
MR, tók svo kennaraprófið og kenndi
fyrstu tvö árin eftir það í Danmörku.
Eftir heimkomuna kenndi Stella við
Digranesskóla í Kópavogi og fór síð-
an aftur út til Danmerkur í sérkenn-
aranám. Að því loknu kenndi hún
við Æfingaskóla Kennaraskólans í
fimm ár auk þess að kenna aðeins
við Kennaraskólann sjálfan. Árið
1981 verður Stella svo skólastjóri við
Digranesskóla. Tveimur árum síðar
var ákveðið að gera alla skóla í Kópa-
vogi heildstæða og við þær breyt-
ingar varð Hjallaskóli til. Hún tók
í kjölfarið við stjórninni þar og var
skólastjóri Hjallaskóla fyrstu átján
árin sem hann var starfræktur, áður
en hún fór á eftirlaun og flutti vestur.
Pálma, manni sínum, kynntist
Stella þegar hún var á leiðinni heim
frá Ítalíu með móður sinni um borð
í Gullfossi. Líkt og í tilviki foreldra
hennar skaut ástin örvum sínum í
ferðalagi á milli landa. Stella var þá
átján ára og Pálmi tuttugu og eins árs.
Þau hófu búskap ekki löngu seinna í
Danmörku þegar Stella tók við kenn-
arastöðunni þar. Pálmi var lengi úti-
bússtjóri hjá Samvinnubankanum
og seinna Landsbankanum. Hann
var jafnframt formaður Ungmenna-
félags Íslands í fjórtán ár. Að sögn
Stellu var Pálmi mikill áhugamaður
um félagsmál og náttúruunnandi og
beitti kröftum sínum óspart á þeim
vígstöðvum.
Stella og Pálmi eiga þrjú börn sem
öll eru komin yfir fertugt. Áður hafa
verið nefndir synirnir tveir, Gísli og
Atli, en þeir eiga og reka verktakafyr-
irtækið GAP í Reykjavík sem sérhæf-
ir sig í garðyrkju. „Það hefur komið
sér mjög vel í uppbyggingunni hér
fyrir vestan. Þeir eiga allar vélar sem
til þarf og hafa auðvitað þekkinguna
til að byggja upp skemmtilegt um-
hverfi.“
Dóttir Stellu og Pálma heitir
Elísabet Helga og starfar sem ráð-
gjafi á menntasviði Reykjavíkurborg-
ar. Menntamálin eru því augljós-
lega aldrei langt undan hjá Stellu og
hennar skyldmennum, en þess má
geta að Atli er lærður kennari auk
þess að vera garðyrkjumeistari.
Barnabörnin eru orðin átta tals-
ins, auk fjögurra stjúpbarnabarna.
Vön mikilli vinnu
Stella hefur ekki endanlega sagt
skilið við kennslustörfin þrátt fyr-
ir að vera komin á eftirlaun. Eins og
áður kom fram kennir hún nokkrum
unglingum yfir vetrartímann, en þar
að auki er hún í skólanefnd Súðavík-
ur. „Ég fylgist því enn með hvað er
að gerast í skólakerfinu og er aðeins
með puttana í þessu,“ segir hún og
brosir breitt.
En það hljóta að vera svolítil við-
brigði að taka svona u-beygju í lífinu,
flytja úr skarkala höfuborgarsvæðis-
ins og vestur í Ísafjarðardjúp? „Þetta
er auðvitað gífurleg vinna að byggja
upp svona ferðaþjónustu,“ segir
Stella og gerir örstutt hlé á máli sínu.
„En ég er vön að vinna mikið og
hef alla tíð gert þannig að það eru
ekki svo mikil viðbrigði. Svo er ég
náttúrlega í sambandi við fólk líka
þannig að þetta er áþekkt að því leyt-
inu til. En auðvitað er þetta allt ann-
að starf. Í skólakerfinu er maður að
koma fólki til manns og þar skiptir
öllu máli að ná að vekja áhuga nem-
enda. Þá er björninn unninn. Að fá
þau til þess að skynja að það er gam-
an að læra, gaman að þroska sig og
koma sér áfram. Ef manni tekst að
fá þau til þess að skynja það er þetta
starf afskaplega gefandi.
Á sama hátt í sambandi við ferða-
þjónustuna er gaman að geta gert
fólki grein fyrir því hvað Vestfirð-
irnir eru stórkostlegir. Maður hefur
því afskaplega mikið að gefa í þeim
skilningi, að fá fólk til þess að upplifa
þessa náttúru, friðsæld, fegurð og allt
það stórkostlega sem hér er að finna,“
segir Stella og er komin á flug.
Hún bætir við að henni finnist
verkefnið í Heydal afar ögrandi. „Það
er svo ögrandi og spennandi að sjá
hvort það sé hægt að koma hér upp
ferðaþjónustu sem er það arðvæn-
leg að einhver geti lifað af henni. Ég
er náttúrlega það heppin að ég er á
eftirlaunum og get leyft mér að leika
mér í þessu án þess að vera háð tekj-
um af starfseminni.“
Aftur á æskuslóðunum?
Aðstoðina sem Stella hefur feng-
ið frá vinum og vandamönnum segir
hún vera ómetanlega. „En við erum
enn að prófa hvort það sé grundvöll-
ur fyrir arðbærri ferðaþjónustu sem
hægt er að lifa af,“ segir Stella. Að-
spurð hvort hún hyggist kemba hær-
urnar við Ísafjarðardjúp ef allt geng-
ur að óskum stendur ekki á svari hjá
húsfrúnni í Heydal. „Já, ég sé það
alveg fyrir mér, ef heilsan leyfir.“ Og
heilsuna segir Stella vera ágæta.
Einangrunin í Heydal minnir að
nokkru leyti á þá einungrun sem
Stella upplifði á bernskuárunum á
Grænlandi. Henni finnst það því ekki
alveg fráleit vangavelta hjá blaða-
manni þegar hann spyr hvort hún sé
á vissan hátt að sækja aftur í æsku-
slóðirnar. „Það verða aðrir að dæma
um það. En það getur vel verið að
áhrif frá æskunni geri að verkum að
ég eigi svona auðvelt með að vera
einangruð. Ég er allavega afskaplega
sátt við þetta.“
kristjanh@dv.is
Sólskinið
eftir bylinn
„Jónas í Æðey sagði að ef við vær-
um að hugsa um að kaupa jörð fyr-
ir vestan ættum við ekki að hika við
að kaupa Galtarhrygg. Þetta var á
fimmtudegi, við skrifuðum undir í
hádeginu á föstudegi og eftir vinnu
þann dag fórum við svo vestur til að
sjá hvað við höfðum keypt.“
Bara Grænlendingar „Ég
átti góða bernsku. Ég lék mér
eingöngu við grænlendinga
því það voru engir aðrir Íslend-
ingar þarna, né heldur danir.“
MYND Halldór Sveinbjörnsson
Pálmi Gíslason, eiginmaður
Stellu pálmi lést í bílslysi árið 2001,
nokkrum árum eftir að þau hjónin
höfðu keypt landið í Heydal.
Heydalur við Ísafjarðardjúp
fallegt er um að litast í Heydal
og fjölmennt þegar best lætur.