Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 19. september 200844 Helgarblað DV umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is Fróðleikur um sveppi hundruð sveppategunda er að finna á íslandi og eru þeir alls ekki allir matsveppir. ef fólk ætlar að tína sveppi er nauðsynlegt að vera með góða handbók til að greina tegundir sveppanna og sjá hvort þeir eru góðir til átu. á heimasíðu heilsubankans má finna fróðleik um íslenska sveppi og sveppa- tínslu. n margar tegundir matsveppa lifa í sambýli við trjátegundir og eru oft nefndir eftir þeim. algengastir eru furusveppir og lerkisveppir og er best að finna þá við smærri trén. aðrar tegundir vaxa eingöngu á graslendi. n tími til sveppatínslu nær frá miðju sumri og ef tíðin er góð er hægt að tína sveppi langt fram á haust. n gott er að tína sveppi í körfu. ekki skal tína sveppi í plastpoka þar sem þeir skemmast fljótt, því loft þarf að geta leikið um þá. taka skal neðst um stilkinn á sveppnum og snúa upp á hann um leið og togað er. Þannig losnar sveppur- inn úr jarðveginum. n best er að tína sveppi nokkrum dögum eftir rigningu, í þurru veðri. Þá er líka mest af þeim. Það ætti að vera kjörið að tína sveppi þessa dagana þar sem bestu vaxtarskilyrðin eru þegar rakt hefur verið og hlýtt. n best er að tína frekar unga sveppi. gamlir og stórir sveppir eru frekar skemmdir og oft hafa skordýr hreiðrað um sig í þeim. n mikilvægt er að hreinsa sveppina fyrir matreiðslu eða geymslu. best er að gera það strax og heim er komið því sveppirnir geymast ekki vel ómeðhöndlaðir. n skera skal neðsta hlutann af stafnum, og meira ef þarf, bursta skal burt óhreinindi og skera burt skemmdir. gott er að skera sveppinn í tvennt, eftir endilöngu, til að sjá hvort lirfur eða sniglar hafa komist í hann. n algengustu geymsluaðferðir eru frysting og þurrkun. n fyrir frystingu þarf að sneiða eða saxa sveppina og hita þá á pönnu, við vægan hita. Vökvinn sem kemur úr sveppunum er látinn gufa upp og hræra skal í sveppunum á meðan. svo eru þeir kældir og að lokum frystir í pokum eða boxum. n Við þurrkun er best að sneiða sveppina og dreifa þeim á grind eða grisju. sveppirnir þurfa að vera orðnir skraufþurrir fyrir geymslu. ef þeir eru harðir og stökkir eru þeir nógu þurrir, en ef þeir eru seigir eru þeir ekki nógu þurrir. n Þurrkaða sveppi má setja beint út í súpur og pottrétti en ef á að steikja þá þarf að láta þá liggja í bleyti í nokkrar klukkustundir fyrir matreiðslu. nokkuð af bragðefn- um fer þá út í vatnið og er því mikilvægt að nota vökvann í matreiðsluna. & ínMatur Villi-sveppasúpa Gestgjafinn býður okkur að þessu sinni í gómsæta villisveppa- súpu. Tilvalið er að ná í hráefni úti í náttúrunni því ekki þarf að fara lengra en upp í Heiðmörk til að finna sveppi. Annars er líka hægt að fá villisveppi úti í búð. Þrjár helstu sveppategund- irnar sem tíndar eru hér á landi eru stórar og auðþekkjanlegar. Furusveppir, lerkisveppir og kóngasveppir. Best er að tína millistóra sveppi, en þeir stærstu geta verið byrjaðir að maðka. Flokkið þá og hreinsið á staðnum en ekki þrífa þá með vatni. Grillaður lax á spagettíbeði „Þessa uppskrift sæki ég í smiðju móður minn- ar en við gerum hana oft þegar við erum í lok sum- ars komin með leið á hin- um hefðbundna grillmat. Sérstaklega frískleg og einföld uppskrift. Hentug í matarboðin en hægt er að undirbúa sósuna fyrr um daginn og það er lítil vinna eftir það,“ segir Fríða Hrönn Elmarsdóttir, matgæðingur vikunnar. „Ég elda oftast ekki ná- kvæmlega eftir uppskriftum heldur styðst við þær. Hlut- föllin í uppskriftinni eru því frekar leiðbeinandi og frjálst að breyta þeim eftir smekk.“ sósan: n 1 ½ dl ólífuolía n 1 tsk. salt n 1 tsk. aromat n 1 tsk. grófmalaður svartur pipar n 2-3 stk. tómatar (fer eftir stærð) kjarnhreinsaðir og skornir smátt n ¼ smátt söxuð paprika n 10 svartar ólífur, skornar í sneiðar n 1 dl saxaður graslaukur n 1 dl söxuð púrra n 1-3 hvítlauksrif, marin eða söxuð smátt n gróft söxuð fersk basilika og steinselja, eftir smekk öllu er blandað saman í skál. má gera nokkrum tímum áður og geyma í ísskáp. fiskurinn og spagettí: n safi úr einni sítrónu n raspaður börkur af einni sítrónu n 400 til 500 g spagettí n u.þ.b. 700 g laxaflak, eða eftir smekk setjið laxinn á álpappír með roðið niður og kryddið með salti og sítrónupipar. spagettí er soðið þar til það er „al dente“ og laxinn grillaður á meðan í 5 til 10 mínútur. Þegar tilbúið er spagettí sigtað og skolað stuttlega undir köldu vatni. næst er það sett í víða, stóra skál og sósunni hellt yfir (sem hitnar af heita spagettínu). Þá er safa úr hálfri sítrónu hellt yfir spagettíið en hinum helmingnum yfir nýgrillaðan laxinn. Þá er laxinn roðflettur og skorinn/mulinn gróft niður og dreift yfir spagettíið. að lokum er sítrónuberkinum, gróft saxaðri basiliku og steinselju stráð yfir eftir smekk. gott að bera fram með góðu brauði og fersku einföldu salti (t.d. garðasalat, jarðarber, sítrónuolífuolía, salt, pipar og fetaostur). Ég skora næst á Óla Örn Eiríksson, viðskiptafræðing hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og matgæðing með meiru M atg æð ing ur inn umsjón: úlfar finnbjörnsson myndir: karl petersson Sleppa rjómanum til þessa að gera matseldina hollari er gott að nota aðrar matvörur en rjóma í mat- inn. léttmjólk getur oft komið í staðinn fyrir rjóma í matargerðinni. í stað þess að þykkja súpur með rjóma er gott að nota sósuþykkingarefni, meðal annars maizena eða kartöflumauk úr soðnum kartöflum. n 2 msk. olía n 400 g villisveppir, skornir í bita n salt n pipar n ½ l vatn n 1 msk. nautakraftur n ½ msk. kjúklingakraftur n 1-2 dl rjómi n sósujafnari n 3 msk. sérrí, púrtvín eða madeira n 1 dl léttþeyttur rjómi hitið olíu í potti og steikið sveppi í 2 mín. kryddið með salti og pipar. bætið þá vatni og kjötkrafti í pottinn og sjóðið í 5 mín. bætið rjóma saman við og þykkið með sósujafnara. smakkið til með sérríi, salti og pipar. berið súpuna fram með léttþeyttum rjóma og grófu brauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.