Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 14
föstudagur 19. september 200814 Helgarblað „Björgólfur hefur alltaf verið opinn og glaðbeittur maður. Hann er mjög gamansamur og brosmildur, sama hvað á dynur. Hann er vel á sig kom- inn og höfðinglegur í sjón og raun. Hann er skjótur til allra ákvarðana og hnyttinn í tilsvörum. Umfram allt er hann er mikill mannvinur.“ Þannig lýsir þingmaðurinn Ellert B. Scram athafnamanninum Björgólfi Guðmundssyni. Þeir Ellert þekkjast frá fyrri tíð þegar þeir léku saman í yngri flokkum KR. „Hann er tveimur árum yngri en ég og við spiluðum því aldrei saman. Það var líklega vegna þess að ég var í a-liði en hann í b-liði,“ segir Eggert og hlær. Fálkaorða og skattakóngur Björgólfur kom sem stormsveip- ur inn í íslenskt athafnalíf eftri vel heppnaða dvöl í Rússlandi. Hann varð meðal annars skattakóngur Ís- landssögunnar árið 2004. Fyrir fram- lag sitt til viðskiptalífs og menning- armála var hann árið 2005 sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu. Hann var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi, hjá tímaritinu Frjálsri verslun, Viðskiptablaðinu, Stöð 2 og DV árið 2002. Síðustu miss- eri hefur syrt í álinn. Hlutabréf hafa hríðfallið í verði. Eimskips virði Þeir sérfræðingar í fjármálaheim- inum sem DV talaði við sögðu afar erfitt að henda reiður á því hversu mikið auðæfi Björgólfs hafa rýrnað síðustu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er engin skiptimynt,“ hafði einn þeirra á orði. Annar sagði ljóst að Björgólfur væri orðinn verulega að- þrengdur. Staða hans væri orðin virki- lega erfið. Það þyrfti ekki annað en að líta á rýrnun hans stærstu eigna til að sjá það. Gengi á bréfum í Eimskipum hafa fallið um 90 prósent frá áramót- um og hefur aldrei verið lægra. Bréf- in í Straumi-Burðarási hafa hrunið og þá hefur gengi á bréfum í Landsbank- anum lækkað um helming á einu ári. Hann sagði einnig að í viðskiptaheim- inum væru menn hættir að tala um að hlutir séu einskis virði. „Nú er talað um að hlutirnir séu Eimskips virði,“ sagði hann og bætti við: „Það færi þá aldrei þó aldrei svo að Eimskip settu Björgólf tvisvar á hausinn.“ Farið að síga í pyngjuna Einn viðmælandi DV, sem þekkir mjög vel til í fjármálaheiminum, sagði að nú skipti hver króna máli. Líka hjá Björgólfi. „Menn gátu tapað sex millj- örðum fyrir hálfu ári, án þess að það skipti nokkru máli. Nú gilda önn- ur lögmál,“ sagði hann og bætti við því að West Ham-ævintýrið reyndist Björgólfi eflaust dýrkeypt nú. „Þeir sem eiga ensk úrvalsdeildarfélög eru mikið í sviðsljósinu. Sviðsljósið auð- veldar þeim svo sannarlega ekki lífið þegar svona árar,“ sagði hann. Björgólfur á eins og áður sagði þriðjungs hlut í Eimskipafélaginu. Hann á 45 prósenta hlut í Landsbank- anum og þriðjung í Straumi-Burðar- ási. „Fjárhagsleg staða Landsbank- ans er traust núna en hún verður það ekki endalaust. Björgólfur kom Eim- skipum og Landsbankanum til bjarg- ar með því að kaupa upp 27 milljarða króna kröfuna á Eimskip. Það er altal- að að Björgólfur Thor hafi lagt út fyr- ir þeirri upphæð,“ sagði einn viðmæl- enda DV og bætti við að sá yngri væri mun betur staddur en pabbi hans. Ástæðan fyrir því væri sú að Björgólf- ur Thor hefur verið að innleysa tölu- verðan hagnað í sölu á hinum ýmsu félögum undanfarið. Þar megi nefna búlgarska símann auk annarra banka- og farsímafélaga. Það væri þó farið að síga vel í pyngjuna. „Menn tala um að Björgólfur Thor sé ekki alls kostar ánægður með það hvernig komið er fyrir fjárfestingum á Íslandi. Hann er einnig sagður þrýsta á að hugað verði betur að rekstri Lands- bankans,“ sagði viðmælandi DV sem vinnur í fjármálageiranum. Hermt er að átök séu á milli þeirra feðga um sameiningu Straums-Burðaráss og Landsbankans. Hermt er að sá ágreiningur snúist um það hver muni stjórna sameinuðum banka. Sagt er að um þetta hafi skapað núning á milli þeirra feðga. Skin og skúrir Björgólfur Guðmundsson fædd- ist í Reykjavík 2. janúar 1941. Hann lék knattspyrnu með KR á yngri árum og lauk stúdentsprófi frá Verzlunar- skóla Íslands 1961. Þar lét hann stað- ar numið í námi en fjórum árum síð- ar var hann orðinn framkvæmdastjóri og eigandi Dósagerðarinnar hf. Staða hans þar markaði upphaf á löngum ferli hans í rekstri og stjórnun fyrir- tækja. Björgólfur hefur upplifað ým- islegt á sínum ferli. Þar á meðal er fangelsisvist og dótturmissir en hann hefur einnig hagnast mikið á liðnum árum. Samkvæmt Forbez Magaz- ine voru aðeins 1.013 menn ríkari en hann í heiminum í byrjun árs. Nú syrtir aftur í álinn því Björgólfur hefur ekki farið varhluta af kreppunni sem nú ríkir á fjármálamörkuðum. Hann er þrátt fyrir það annar ríkasti maður Íslands, aðeins sonur hans, Björgólfur Thor, er ríkari. Góður bakvörður Kristinn Jónsson, fyrrverandi for- maður KR, hefur þekkt Björgólf, eða Bjögga, eins og hann er kallaður af vinum sínum, frá því þeir léku sam- an í yngri flokkum KR. „Bjöggi spil- aði með okkur upp í annan flokk. Þá hægði hann á sér en hann hefði get- að orðið mjög góður bakvörður. Hann las leikinn vel og var góður liðsmað- ur,“ segir Kristinn. Hann segir þriðja flokk KR frá árinu 1956 hafa bundist sterkum böndum. „Þessi hópur hef- ur hist nánast á hverju ári alla tíð. Nærri öll þau 52 ár sem liðin eru frá því við lékum saman,“ segir hann og bætir við: „Þegar við hittumst er allt- af eins og við höfum verið að hittast í gær,“ segir Kristinn léttur í bragði. Hann segir að þrátt fyrir að Björgólf- ur hafi efnast mikið og dvalið löngum stundum erlendis, hafi hann ekkert breyst. „Bjöggi hefur aldrei vaxið frá sínu umhverfi. Hann er ákaflega bón- góður maður og ég veit fyrir víst að hann hefur reynst mörgum mönnum mjög vel.“ Gullfalleg vinkona Björgólfur er kvæntur Margréti Þóru Hallgrímsson. Hún er 11 árum eldri en hann. Samband þeirra þyk- ir einstaklega farsælt og gott. Sam- an eiga þau Björgólf Thor en hún átti fjögur börn frá fyrri samböndum. „Þau Bjöggi og Þóra kynntust þegar við vorum í Lídó. Við vissum að Björgólf- ur átti þarna vinkonu í húsinu. Okkur strákunum þótti hún gullfalleg,“ seg- ir Kristinn og bætir við að Björgólfur hafi strax gengið börnunum í föður- stað. „Öll börnin kölluðu hann fljótt pabba. Ég hreifst af því. Hann náði ákaflega vel til þeirra og gerir engan greinarmun á sínum dreng og börn- um hennar,“ segir hann. Gerir ekki mannamun Kristinn segir Björgólf einstaklega mannglöggan mann. „Bjöggi er mjög vinmargur maður. Ástæðan fyrir því er sú að hann gerir aldrei mannamun á fólki. Hann er heilsandi á báða bóga og allir bera honum vel söguna. Ég skil stundum ekki hvernig hann fer að því að þekkja og muna eftir jafnmörg- um og raun ber vitni. Hann þekkir alla og talar við alla, óháð stétt eða samfé- lagsstöðu.“ Vart verður deilt um að Björgólf- ur er glæsilegur maður. Hann kem- ur ætíð vel fyrir og er snyrtilegur til fara. Kristinn segir að hann sé þó fjarri því stífur maður. „Hann er mjög BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Lífróður BjörgóLfs Skrautlegt lífshlaup manns- ins sem missti Hafskip í gjaldþrot og hlaut fang- elsisdóm. Byrjaði aftur með tvær hendur tómar. Fór í útrás til Rúss- lands og stofnaði bjór- verksmiðju eftir að hafa hætt að drekka sjálfur. Sneri vellauðug- ur heim frá Rússlandi og kom sem storm- sveipur inn í ís- lenskt viðskiptalíf. Hann keypti Lands- bankann, Eimskip og West Ham og gerðist velgjörðarmaður lista og menningar. Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformað- ur Landsbankans, berst nú fyrir lífi Eimskips með kímni- gáfu og persónutöfra að vopni. NÆrMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.