Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 19. september 20084 Fréttir DV Ég er jákvæður Skáldið Skrifar æra þjóð, það er ábyggilega brjálæði út af fyrir sig að ætla að lifa á því að skrifa. En þegar skáldalaunin eru blítt bros, hrós og jákvætt viðmót kemst maður déskoti langt. Að vísu hrökkva bros mín ekki langt þegar ég þarf að greiða fyrir aðföngin. Ég reyni þó að vakna jákvæður og sjái ég bón- usgula sól á bykóbláum himni tauta ég fyrir munni mér: – Ég er jákvæður, ég er jákvæður, ég er jákvæður... Ég sogast að hugtökum sem gefa mér byr und- ir báða vængi og ég leyfi mér þann munað að sökkva mér í djúpar pælingar í leit að bjartsýni. Ég hef til dæmis tileinkað mér að hafa gaman af því sem ég sé í fari margra, en þetta hátterni kallast uppbyggileg leiðindi. Hér er um það að ræða að ég nærist á leiðindum og læt baktal og bölmóð verða að byggingarefni jákvæðrar hugs- unar. Um daginn gekk þetta svo langt að ég varð nánast ástfanginn þegar ég kynntist konu sem hefur það að leiðarljósi að ekkert sé betra en al- varleg vandræði. Hjá henni er hugtakið „erfiður skilnaður“ hin fegursta dýrð og uppspretta allra umræðna. Þessi kynni fylltu mig slíkri bjartsýni að ég orti mikinn jákvæðabálk. Þegar ég heyrði um gósenkreppuna sem nú ríður húsum sá ég skyndilega glitrandi perl- urnar í svínastíu græðginnar. Ég heyrði nefni- lega okkar norskættaða forsætisráðherra halda því fram, að nú verði allir Íslendingar að taka á sig svokallaða kaupmáttarskerðingu. Hann kallaði þetta líka launalækkun upp á ein 15% og brosti svo mikið að hann minnti á Konna litla sem Baldur stýrði hér í eina tíð. Orðin köll- uðu ekki á það að ég vildi væna manninn um hræsni. Ég meina, hann hefur það bara helvíti fínt – búinn að troða kerlingunni í vel launað embætti í spítalaráði og eflaust búinn að fjár- festa skynsamlega. Auk þess sem hann hefur ákveðið að hann fái hærri eftirlaun en við hin. Nei, góðir Íslendingar, hér voru það hin upp- byggilegu leiðindi sem veittu mér brautargengi og bókstaflega nöguðu af mér fjötra og fótakefli. Þetta fagra augnablik vakti hjá mér fullnæg- ingartilfinningu og fítonskraft. Ég sá fyrir mér Dabba bankastarfsmann, Finn framagosa og félaga skila af sér bitlingum og góssi. Ég sá ráða- menn skerða eigin laun um 15% og afturkalla vafasamar stöðuveitingar. Ég sá meira að segja Steingrím J. mæta í pontu Alþingis og neita að taka við uppskrúfuðum eftirlaunum. Já, kæra þjóð, dýrðin er fögur ef við nennum að brosa, vera bjartsýn og jákvæð. Í pening finnur margur mátt og má svo af því guma að kreppan hefur aldrei átt erindi við suma. K „Þessi kynni fylltu mig slíkri bjartsýni að ég orti mikinn jákvæðabálk.“ Sandkorn n Flökkusagan um Bauhaus sem gengur viðskiptamanna á milli er á þá leið að fyrirtækið ætli sér að kaupa Húsasmiðjuna og breyta verslunum fyrirtækis- ins í Bauhaus-verslanir. Þetta vildi forstjóri Húsasmiðjunnar, Steinn Logi Björnsson, ekkert kannast við og sagði söguna „algjöra vitleysu“. Forstjórinn sagði í samtali við DV að hann hafi heyrt söguna reglulega í tvö ár. „Þeir hafa ekkert haft samband við okkur, þetta er algjört rugl,“ sagði Steinn Logi sem var truflaður á miðjum fundi. n Frá sandpappír til sílíkon- brjósta en fyrrverandi kær- asta Dwight Yorke, Kristrún Ösp Barkardóttir, er komin til Reykjavíkur en hún mun gangast undir aðgerð á mið- vikudag- inn í næstu viku. Hún er þó ekki í bráðri lífs- hættu held- ur er hún komin til höfuðborg- arinnar út af brjósta- stækkunaraðgerð sem fer fram í Reykjanesbæ. Eftir því sem DV kemst næst ætlar stúlkan að fegra barm sinn með veru- lega digrum fyllingum. Hver veit nema Kristrún sé að feta í fótspor fyrirsætunnar Jordan, barnsmóður Yorke, en hún skartar íðilfögrum barmi. n Ungum fjölskylduföður var verulega brugðið á Menning- arnótt þegar hann horfði upp á forstjóra vel þekkts fyrirtækis í Reykja- vík keyra vísvitandi á bíl sem var lagt í einkastæð- ið hans. Forstjórinn gekk því næst út úr bíl sínum og barði í hliðarspegil bílsins sem var lagt í stæðið. For- stjórinn kannaðist ekkert við málið þegar hann var spurður út í „áreksturinn“ og sagðist ekki hafa verið í bænum um- ræddan dag. Samt sást hann í nokkrum boðum á sjálfa Menningarnótt. Ekki er vitað hvort frjálst fall á hlutabréfum í fyrirtækinu tengist gremju forstjórans. n Árni Matt fjármálaráðherra þarf ekki lengur að keyra á gamalli möl þegar hann keyrir að landi sínu í Þórunúpi. Vegagerð- in hefur ákveðið að setja bund- ið slitlag á veginn sem hefur verið malarvegur svo lengi sem elstu bændur muna. Sjálfur vill Árni Matt ekkert ræða um heim- keyrsluna sína en hann var á móti malbikinu á sínum tíma og taldi það vatn á myllu and- stæðinga sinna sem myndu þá rjúka upp til handa og fóta og klína þessu öllu á hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni kom Árni ekkert nálægt malbikinu. kristján hreinsson skáld skrifar. Tæplega níræður maður frá frá Ak- ureyri var skilinn einn eftir í hjóla- stól úti á Reykjavíkurflugvelli eftir að hann hafði lokið geislameðferð á Landspítala. Dóttir hans segir ekki eðlilegt að skilja fárveikan mann á morfínlyfjum eftir á flugvellinum. Enginn fjölskyldumeðlimur hafði verið látinn vita af því að hann yrði sendur í farþegaflugi og ekkert sam- band var haft við sjúkrahúsið á Ak- ureyri um að vera með sjúkrabíl til- búinn þegar maðurinn kæmi til Akureyrar. Steinunn Ingvarsdóttir, vaktstjóri á einni af legudeildum Landspítal- ans, kannast ekki við málið en hún viðurkennir að ekki sé eðlilegt að skilja veikan mann aleinan eftir úti á flugvelli. „Ég er einn hérna“ Maðurinn hafði verið í tvær vik- ur á Landspítala í geislameðferð vegna krabbameins og átti að koma heim á þriðjudag með sjúkraflugi. Í staðinn fyrir það var honum keyrt út á Reykjavíkur- flugvöll þar sem hann var skilinn eft- ir. „Þar sat hann bara einn í hjólastól úti á miðju afgreiðslugólfi, það var ekkert búið að láta vita af honum og ekkert búið að tékka hann inn,“ segir dóttir hans sem vill ekki láta nafn síns getið af virð- ingu við föður sinn sem hún segir stoltan mann. Á flugvellinum hringdi maðurinn í konuna sína og sagðist vera á leiðinni norður með farþega- flugi. Hún spurði hvort það væri ekki einhver með honum en hann svaraði neitandi. „Ég er einn hérna.“ Eiginkon- an hringdi í dóttur sína sem býr í Reykjavík og hún fór út á flugvöll til að aðstoða föður sinn. Á morfínlyfjum Starfsfólk spítalans á Akureyri hafði heyrt að maðurinn myndi koma þennan dag en enginn sjúkra- bíll hafði verið pantaður fyrir hann. „Hann var bara sendur út á guð og gaddinn og beðinn um að sjá um sig sjálfur,“ segir dóttir hans miður sín yfir fram- göngu mála. Hún seg- ist ekki skilja hvernig svona vinnubrögð fái að viðgangast. Hún viðurkennir að pabbi hennar sé stoltur maður og hann gæti allt eins hafa sagst geta séð um sig sjálfur en starfsmenn eigi að vita betur þegar um er að ræða krabbameins- sjúkan mann sem er á verkja- og morfínlyfj- um. Ekki eðlilegt Hallgrímur Guðmundsson, tengdasonur mannsins, er reiður vegna málsins. „Mér finnst persónu- lega að það eigi að taka svona helvít- is hyski og reka það.“ Hann segir það furðulegt að fólk sem beri ábyrgð á fársjúkum einstaklingi skilji mann- inn eftir í hjólastól í miðri flugstöðv- arbyggingu. Hallgrími finnst að fólk eigi að bera ábyrgð á sínu starfi og ef svona lagað komi upp eigi að reka viðkomandi einstakling. Steinunn Ingvarsdóttir, vaktstjóri á legudeildinni sem maðurinn var á, sagðist þegar DV hafði samband við hana ekkert hafa heyrt um þetta mál. Hún viðurkennir að slíkt sé alls ekki eðlilegt og það sé ávallt vaninn að einhver fylgi sjúklingum fari þeir með farþegaflugi. Hún segir ættingja oft fara með í flug en ef þeir kom- ist ekki sjái spítalinn til þess að ein- hver fari með. Steinunn sagðist ætla að kynna sér málið frekar eftir að DV hafði samband við hana. Jón BJarki magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Fárveikur krabbameinssjúklingur var skilinn eftir á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa gengist undir geislameðferð á Landspítala. Maðurinn hringdi í konu sína og lét hana vita að hann væri einn á flugvellinum. Starfsfólk spítalans kannast ekki við atvikið en segir að slík vinnubrögð séu ekki eðlileg. Dóttir mannsins segir ekki eðlilegt að höndla fárveikan mann á morfínlyfjum á þennan hátt. fárVeikUr skilinn eftir Í flUGstÖÐ „Þar sat hann bara einn í hjólastól úti á miðju af- greiðslugólfi, það var ekkert búið að láta vita af honum og ekkert búið að tékka hann inn.“ nýbúinn í geislameðferð maðurinn hafði verið á Landspítalanum í tvær vikur en hann var í geislameðferð vegna krabbameins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.