Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 34
föstudagur 19. september 200833 Helgarblað DV
„Mér finnst ég yngri en nokkru
sinni,“ segir Heiðar Jónsson sem
nýlega fagnaði sextugsafmæli sínu
spurður um tilfinninguna. Þrátt fyr-
ir að vera ungur í anda hefur líkam-
inn ekki fylgt með, að sögn Heiðars.
„Ég er að taka mig á, ég er farinn að
stunda líkamsrækt og vinna í bættu
mataræði, svo vinn ég auðvitað
myrkranna á milli en vinnan drepur
engan. Mér líður ekki deginum eldri
en fertugum.“ Heiðar segir ástæðu
átaksins vera þá að hann hafi verið
farinn að finna fyrir stirðleika, auka-
kílóum og fleiri einkennum þess að
aldurinn væri að færast yfir.
„Ef ég kæmist upp með að vera
spikfeitur myndi ég gera það og
borða súkkulaði í öll mál. En auka-
kílóunum fylgir vanlíðan. Þetta snýst
um að hafa heilsuna í lagi.“ Heiðar
taldi versnandi ástand sitt hluta af
hækkandi aldri og taldi varla taka
því að gera eitthvað í málinu. „Ég
hef grun um að það sé allt of mik-
ið af fólki þarna úti sem er búið að
gefast upp og telji sér trú um að það
taki því ekki að fara að hugsa bet-
ur um sig komið á þennan aldur. Ég
vil bara benda þessu fólki á að það
hefur rangt fyrir sér. Ég er búinn að
uppgvöta það núna.“
Íslenskt lauslæti
Heiðar Jónsson, sem er þjóðinni
kunnur sem Heiðar snyrtir, er fædd-
ur á fæðingarheimili fyrir ógiftar
mæður árið 1948 í Reykjavík sem
síðar brann til kaldra kola. Móðir
Heiðars lést aðeins tuttugu og fjög-
urra ára að aldri, eftir harða baráttu
við þunglyndi. Hún skildi eftir sig
þrjú börn.
„Ég á engar minningar um
mömmu,“ segir Heiðar sem ólst upp
á prestsetri á Snæfellsnesi. „Ég var
fæddur í svo mikilli synd að ég var
gefinn á prestsetur. Mamma mín
kom sem vinnukona að Krossum í
Staðarsveit með lítinn dreng með-
ferðis en áður hafði faðir hennar
starfað sem vinnumaður á þessum
sama bæ. Fljótlega varð hún ólétt að
mér eftir strákinn á bænum sem var
mjög ungur að árum. Þegar mamma
lést tók amma mín, sem var ótrúleg
kona, málin í sínar hendur og gaf
mig presthjónum á Staðarstað á
Snæfellsnesi, þau vildu heldur litla
drenginn en þann stærri. Sjálf ætt-
leiddi hún hálfbróður minn sem
var tveggja ára.“ Hálfbróðir Heiðars
er því í senn föðurbróðir hans þar
sem hann er nú sonur ömmu hans
og föðurbróðir hálfsystkina hans í
föðurætt. „Sumir vilja kalla þetta
íslenskt lauslæti,“ segir Heiðar og
skellir upp úr.
Raunverulegur faðir Heiðars
kynntist síðar annarri konu og eign-
uðust þau sjö börn saman. Þau voru
í góðu sambandi við presthjón-
in sem fyrir áttu fjögur börn og var
Heiðar meðvitaður um stöðu mála
allt frá unga aldri. Hann er því gjald-
gengur í tveimur yndislegum fjöl-
skyldum að eigin sögn og á stóran
hóp góðra systkina.
Skýr markmið
Fimm ára gamall segist Heiðar
hafa orðið fyrir áhrifum tísku, fram-
andi menningar og fegurðar þegar
fóstursystir hans sem starfaði sem
flugfreyja lenti á túninu við bæ-
inn. „Hún var stórglæsileg, í flug-
freyjubúningi, tólf sentímetra háum
hælum og með framandi yfirbragð
þegar hún lenti á túninu heima.
Hún var heillandi og falleg kona og
flugstjórarnir kepptust um að fá að
fljúga með hana heim í sveitina. Ég
stóð í gúmmískóm með hor í nös
agndofa yfir þessari fegurð. Þarna
vissi ég að ég vildi halda á svipaðar
brautir í lífinu.“
Uppeldissystur Heiðars voru all-
ar miklar fegurðardísir. Sjálfur byrj-
aði Heiðar að sitja fyrir sem ungl-
ingur og aðeins tvítugur að aldri, þá
orðinn förðunarmeistari að mennt
og fyrirsæta hér á landi, hélt hann á
erlenda grund til að freista gæfunn-
ar.
Fljótlega eftir að hann fór að
reyna fyrir sér erlendis segist hann
hafa gert sér grein fyrir hve miklir
heimsborgarar foreldrar hans væru.
„Ég fann fljótt fyrir því hve vel upp
alinn ég var og hversu vel ég var að
mér í borðsiðum en það þótti ekk-
ert sjálfsagt á þessum árum. Ég var
alinn upp á dæmigerðu íslensku
sveitaheimili af afar siðprúðum for-
eldrum. Eina vinnan sem mamma
vann áður en hún gerðist prestsfrú
var það sem þá hét „lagskona“. Hún
var sem sagt persónulegur einka-
ritari eiginkonu Jóns Þorlákssonar
sem var sendiherra Íslands á Eng-
landi og síðar forsætisráðherra.
Mamma var gáfuð glæsikona,“
segir Heiðar og andlit hans ljómar.
„Pabbi lærði til prests í Lundi í Sví-
þjóð, sömuleiðis í Lübeck í Þýska-
landi og er því óhætt að segja að al-
þjóðlegir vindar hafi leikið um þetta
prestsetur. Vel sigld voru þau einn-
ig,“ segir Heiðar sem virðist hafa
gaman af því að rifja upp gamla
tíma. Heiðar verður auðmjúkur þeg-
ar hann lýsir fósturforeldrum sínum
og rifjar upp æskuna. „Ég á þeim allt
að þakka. Þau studdu mig í öllu sem
ég tók mér fyrir hendur.“
Umvafinn glæsilegum konum
Fljótlega var Heiðar orðin ein
vinsælasta karlfyrirsæta landsins
og óhætt að segja að þekking hans
á snyrtivörum og förðun hafi ekki
orðið til þess að draga úr vinsæld-
um hans á meðal íslenskra kvenna.
Með hverju árinu safnaði Heiðar í
reynslubankann í heimi fagurfræð-
innar og frægðarinnar og áður en
hann vissi var hann orðinn einn
þekktasti fagurkeri þjóðarinnar og
ráðgjafi í þeim efnum. Hann hefur
kennt íslenskum konum framkomu,
förðun, borðsiði og fleiri góða siði
síðustu áratugina. Verið viðloðandi
hverja fegurðarsamkeppnina á fæt-
ur annarri og miðlað reynslu sinni
til verðandi fegurðardrottninga sem
og dæmt um fegurð þeirra.
Aðspurður hvernig tilfinning það
sé að hafa verið umkringdur glæsi-
legum konum allt sitt líf segir hann:
„Ég þekki lítið annað. Ég er alinn
upp af glæsilegum konum, syst-
ur mínar voru fegurðardrottningar,
mínar nánustu vinkonur eru falleg-
ustu konur þjóðarinnar, svo eyddi
ég stórum hluta lífs míns með gull-
fallegri konu.“
„Það sem maður missir á svona tím-
um, hvort sem það eru vinir, tilfinn-
ingar eða peningar, kemur það í
öðru og betra formi til baka.“
Óhræddur „Ég er
óhræddur og hef alla tíð
dembt mér út í hlutina.“