Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 41
föstudagur 19. september 2008 41Sport
Hvirfilbylur á vellinum Hvirflilbylur fór í vikunni í gegnum
Louisville í Kentucky þar sem ryder-bikarinn fer fram í ár. Olli hann
miklum skemmdum á Valhalla-vellinum þar sem ryderinn fer fram
og er verið í óða önn að laga allt til svo hann verði spikk og span
þegar liðin slá fyrsta boltann á föstudaginn. urmull trjáa féll til jarðar
á brautir og flatir og það sem meira er féll sjónvarpsturn beint niður
á flötina á 12. braut. Jb Holmes úr liði bandaríkjanna ætlaði að æfa
sig daginn sem hvirfilbylurinn var. „Ég var á leiðinni út á æfinga-
svæði þegar þak fór af húsi við hliðina á hótelinu okkar. Okkur var
vinsamlega bent á að halda okkur innandyra,“ sagði Holmes.
BÆJARLIND
S: 544-5514
PLAYERS
BOLTINN
Í BEINNI
HÓPA-
MATSEÐILL
HÁDEGIS-
MATUR
ALLA VIRKA
DAGA
Austfirðingaball
með Vax,
Rokkabillíband
Reykjavíkur og
Bjartmari
Guðlaugssyni.
Borðapantanir í
kvöldverð 544-
5514.
Trukkakvöld
Dóra Tjakks
hljómsveitin
Sixties.
Borðapantanir í
kvöldverð
544-5514.
Föstudags-
kvöld
Laugardags-
kvöld
eins og hann gerir. Faldo er samt
keppnismaður og á ríka Ryder-sögu
að baki. Hann hefur leikið á hvorki
fleiri né færri en ellefu Ryder-mót-
um en unnið aðeins fjögur þeirra.
monty langaði með
Fyrirkomulagið hjá Evrópu er
auðvelt hvað varðar þátttökurétt
í Ryder-liðinu. Einfaldlega er lið-
ið valið út frá gengi á Evrópumóta-
röðinni og svo heimslistanum. Fyr-
irliðinn velur svo tvo svokallaða
„Wild-Card“-leikmenn sjálfur sem
er algjörlega undir honum komið. Í
ár komust inn Englendingarnir Paul
Casey og Ian Poulter sem þýddi að
einn merkur maður var skilinn eftir.
Monty sjálfur, Skotinn Colin
Montgomerie, þarf að horfa á Ryd-
erinn í sjónvarpinu en hann gerði
allt sem hann gat á árinu til að vinna
sér inn sæti í liðinu. Faldo valdi ekki
þennan gamla félaga sinn og fór
Montgomerie þá að hugsa sjálfur til
fyrirliðastöðunnar. „Ef kallið berst
mun ég ekki víkjast undan. Það væri
HALDA
YFIRBURÐIR
EVRÓPU
ÁFRAM?
eftirtektarverðastur Það
verða mörg augu og mikil pressa
á Harrington eftir gengið í ár.
mikill heiður að stýra Ryder-liðinu,
kannski 2012?“ sagði Skotinn við
Sky Sports aðeins degi eftir að ljóst
varð að hann yrði ekki með í ár.
nýtt stigakerfi Azingers
Til að rífa upp gengi Bandaríkj-
anna bjó fyrirliðinn, Paul Azinger, til
nýtt stigakerfi sem hann miðaði við.
Með þessu kerfi vildi hann tryggja
að aðeins þeir „heitustu“ og í besta
forminu myndu leika fyrir Banda-
ríkin á mótinu. Það virkar þannig
að eitt stig fæst fyrir hverja þúsund
dollara sem golfarar unnu sér inn á
bandarísku slemmumótunum 2007.
The Masters, Opna bandaríska og
PGA-meistaramótinu. Þá fengu
menn einnig eitt stig fyrir hverja
þúsund dollara sem þeir unnu sér
inn á mótum frá 1. janúar til 11. ág-
úst á þessu ári.
Tvö stig fengust fyrir hverja þús-
und dollara sem golfarar unnu sér
inn á slemmumótunum þremur í
Bandaríkjunum í ár. Þá fékkst hálft
stig fyrir hverja þúsund dollara sem
golfarar unnu sér inn á mótum sem
voru á sama tíma og slemmumót-
in þrjú. Takið eftir að ekki var mið-
að við Opna breska meistaramótið
enda það haldið í Evrópu. Þetta varð
til þess að heilir sjö nýliðar verða í
bandaríska liðinu en fjórir hjá Evr-
ópu.
Hallarbyltingin
Ryder-bikarinn var fyrst haldinn
sem sýningarmót árið 1927 milli
bandarískra og breskra kylfinga. Það
gafst svo vel að ákveðið var að halda
þetta á tveggja ára fresti. Til árs-
ins 1971 unnu Bandaríkin 16 sinn-
um og Bretland að-
eins þrisvar. Því var
ákveðið að bæta
við írskum kylf-
ingum og keppt
þannig næstu þrjú
árin sem Banda-
ríkin unnu auðveld-
lega.
Árið 1979 gerðu ungir
spænskir kylfingar gott
mót. Því var ákveðið
að þeir myndu leika
með Bretunum
undir merkj-
um Evrópu í
fyrsta skipt-
ið. Næstu
þrjú ár héldu
Bandaríkin
áfram að vinna
en þurftu svo
sannarlega að
hafa fyrir sigr-
inum. Allt ann-
að en áður hafði
verið. Það var svo 1985 að
Evrópa tók völdin í Ryder-bikarnum
og hefur unnið eins og áður segir
átta af síðustu ellefu mótum.
Tiger á línunni
Tiger Woods verður ekki með
Bandaríkjunum í ár vegna meiðsla.
Hann kom allt of snemma til baka
til þess að leika á Opna bandaríska
meistaramótinu sem hann svo vann
en kostaði hann aðra aðgerð á hné.
Azinger hefur ekkert þurft að fara í
grafgötur með hversu vont það er
fyrir Bandaríkjamenn að hafa hann
ekki með. Þetta er jú sjálfur Tig-
er Woods, einn besti kylfingur sem
uppi hefur verið.
Tiger er þó liðsmaður og vill auð-
vitað sjá sína stráka og sitt land vinna
þennan merka bikar. Hann verður í
stöðugu símasambandi við Paul Az-
inger og svona hálfgerður varafyrir-
liði. „Tiger er ekki bara bestur að slá
í heiminum hann er líka með rosa-
legan golfhuga. Hann sér allt betur
en aðrir og það er nokkuð sem okk-
ur, svona ungt og reynslulaust lið á
mörgum sviðum, vantar,“ sagði Az-
inger þegar þetta var tilkynnt.
Harrington heitastur
Maðurinn sem fylgst er með
núna er án efa Írinn Padraig Harr-
ington. Harrington hefur unnið tvö
síðustu risamót og verður sá sem
Evrópa leitar til. Hann er meira en
tilbúinn í það verkefni. „Mér hefur
gengið vel í ár og Valhalla-völlurinn
hentar mér ágætlega. Ég geri auðvit-
að eins vel og ég get og tek því alveg
ef ungu strákarnir vilja leita til mín.
Það er samt svo mikið af hæfileik-
um í þessu liði okkar að ég hef engar
áhyggjur. Ef allir leika sinn leik ætt-
um við að fljúga með Ryder-bikarinn
aftur heim,“ sagði Harrington í Kent-
ucky fyrr í vikunni. Nú er það und-
ir Azinger og hans mönnum komið
að afsanna orð
Harringtons.
ekki með Þótt hann verði ekki
einu sinni með er tiger alltaf
stór hluti af umfjölluninni.
fyrirliðarnir paul azinger og
Nick faldo stýra liðunum í ár.
ánægður fAldo Nick faldo hefur brosað allan
hringinn síðan hann kom til Kentucky til að leiða
sína menn út í ryder-bikarinn. blaðamenn í banda-
ríkjunum hafa lýst honum sem hamingjusamasta
manni á jörðinni þar sem hann gengur glaðbeittur
hvert sem er. „Ég er mjög viss um sigur,“ sagði faldo
við blaðamenn aðspurður af hverju hann væri svona
glaður. „Ég er handviss um að ég muni ekki skemma
þetta lið. Ég á mér nokkra karaktera og þessa stund-
ina er ég þögli fyrirliðinn,“ sagði faldo brosandi.