Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Blaðsíða 37
föstudagur 19. september 2008 37Helgarblað Farsælustu dúettar þjóðarinnar Stebbi og Eyfi Þeir hafa skemmt landanum um árabil með frábærri tónlist sinni. Þeir eru miklir listamenn hvor í sínu lagi en saman gera þeir allt vitlaust. Þeir fluttu vinsælasta eurovision-lag þjóðarinnar árið 1991, drauminn um Nínu. Þeir náðu kannski ekki okkar besta árangri í keppninni með framlagi sínu en hafa án efa náð að festa lagið í minni Íslendinga betur en nokkurt annað lag. Halli og Laddi Á áttunda árutugnum fóru bræðurnir Haraldur og Þórhallur sigurðsson að verða þekktir skemmtikraftar undir nöfnunum Halli og Laddi. Þeir vöktu meðal annars mikla athygli þegar þeir fóru að ferðast um með Ðe lónlí blú bojs þar sem þeir sáu um að halda uppi stuðinu með alls kyns uppátækjum meðan sveitin tók sér pásu. Vinsældir Halla og Ladda voru þvílíkar að varla var haldin árshátíð eða þorrablót hér á árum áður nema fá Halla og Ladda til að mæta á svæðið og sprella. Hara-systur Hara-systur unnu ekki fyrsta sætið í X-factor söngvakeppninni, en þær stimpluðu sig inn í hjarta þjóðarinnar með svakalegri útgeislun. systurnar rakel og Hildur vöktu heldur betur athygli í hæfileikaþættinum og buðust þeim mörg skemmtileg tækifæri eftir keppnina. Þær gáfu út tveggja laga smáskífu í fyrra og hafa þær ver- ið duglegar að syngja á hinum ýmsu skemmtunum um land allt. Ásta og Keli Ásta og kötturinn Keli voru eins konar bryndís og Þórður tíunda áratugarins. aftur var forkunnarfögur kona sest í stjórnandastólinn með temmilega vitgrannt og úrillt „side-kick“ þegar þau tóku við þættinum haustið 1997. Ásta Hrafnhildur garðarsdótt- ir var ung og óþekkt þegar hún birtist á skjánum fyrst en ekki þurfti hún mörg sunnudagssíðdegi til að heilla krakka og feður landsins upp úr skóm og sófum. steinn Ármann magnússon talaði fyrir Kela og var með höndina uppi í sparigati hans þau fimm ár sem samstarfið varði. Kaffibrúsa- karlarnir Það hefur líklega aldrei komið fyrir áður hér á landi að algjörlega óþekktir skemmtikraftar eða listamenn hafi slegið eins áþreifanlega í gegn og raun bar vitni þegar Kaffibrúsakarl- arnir birtust á sjónvarpsskjánum í fyrsta skipti. Þátt eftir þátt hlógu áhorfendur að þeim gísla rúnari Jónssyni og Júlíusi brjánssyni, dúettinum bráðfyndna. Áður en þeir vissu af voru þeir orðnir eftirsóttustu skemmtikraftar reykjavíkur og nágrennis og síðar á öllu landinu. Bryndís og Þórður húsvörður bryndís schram og Þórður húsvörður (Laddi) eru eitt ástælasta, ef ekki allra ástsælasta, þáttastjórnendadúó íslenskrar sjónvarpssögu. skötuhjúin héldu um stjórnartaumana á barnaþættinum stundinni okkar á ríkissjónvarpinu frá haustinu 1979 til vorsins 1983 og voru elskuð af hverju einasta barni á Íslandi. Og eins og oft hefur verið gantast með fengu flestir feður í landinu líka skyndilegan áhuga á barnaefni þar sem bryndís var, og er jú enn, feikilega fögur. Á meðan var Þórður einn neikvæðasti og úrillasti karakter sem Laddi hefur skapað, en stórskemmtilegur þrátt fyrir það. Radíusbræður radíusbræður voru aðalmennirnir í gamanþáttunum Limbó á sínum tíma. seinna voru þeir svo með útvarpsþátt á bylgjunni sem var drepfyndinn og náði miklum vinsældum. margir vilja meina að þeir steinn Ármann magnússon og davíð Þór Jónsson hafi rutt brautina fyrir grínista eins og tvíhöfða. steinn og davíð léku saman í myndinni astrópíu í fyrra og stóðu sig báðir hörkuvel. Gunni og Felix félagarnir gunni (gunnar Helgason) og felix bergsson nutu gríðarlegra vinsælda hjá krökkum á öllum aldri þegar þeir hóstuðu stundina okkar um miðjan tíunda áratuginn. gunni hafði útskrifast sem leikari fjórum árum áður en hann tók starfinu í þættinum og hafði langt í frá skotist upp á stjörnuhimin frægðarinnar á þeim tíma. sú varð hins vegar raunin þegar hinn óhemju glaðbeitti gunni fór að birtast vikulega á skjám landsmanna. felix var landsfrægur söngvari áður en hann hellti sér út í sjónvarpsþáttagerðina, enda hafði hann stormað á milli ballstaða og félagsheimila landsins í einni vinsælustu hljómsveit landsins, greifunum, nokkrum árum áður. Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel BAUKA-JÓN Athyglisverð saga íslensks höfðingja á 17. öld. Hann var dæmdur frá embætti sýslumanns en varð síðar biskup á Hólum án þess að hafa hlotið prestsvígslu. Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur kannað sögu nafna síns og segir hana á skemmtilegan hátt. N3 FLYTUR FYRIR ÞIG búslóða- og vöruflutningar auk kælibíls N3 www.n3.is Ásmundur l S: 898 7424 Dóri (kælibíll) l S: 661 8133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.