Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 27

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 27
ÍSLENZK HAGFRÆÐI kaffi og sykur séu keypt til landsins fyrir 400 000 ríkisdali árlega og ræðir áhrif þess, ef þó ekki væri nema fjórðungi þess fjár varið til að kaupa fyrir nauðsynlega hluti til bú- rekstrar, til nýbygginga eða jarðabóta, j). e. einhvers þess, sem „bæri ávöxt og framför með sér“. Siðar segir hann: „En hvað er auður, og i hverju er hann inni- falinn? Það sýnist vandalaus spurning úr að ráða, en hefur þó fengið margvísleg andsvör. Margur mun svara, að það sé auður að eiga mikið af gulli og silfri: að eiga nóga peninga, þvi fyrir þá geti maður fengið allt, sem maður þurfi með og haft alls nægtir. En peninga- eignin kemur ekki fram af sjálfri sér, til þess að eignast þá, verður maður annað hvort að ná þeim með vinnu eða kaupa þá fyrir vöru, eða fá þá sem vaxtafé, en það aflast aftur með sama móti; og þó peningar séu fyrir hendi, þá eru þeir því léttvægari sem meira riður á nauðsynjunum, eins og vér heyrum oft til orðs tekið, að „matur fæst ekki fyrir peninga út í hönd“. Þá er ekki sá betur farinn en aðrir, sem á peninga fvrirliggjandi, heldur sá einn, sem er birgastur á búi, sem hefur af- lögu það, sem menn nauðsvnjar um ... En þá er segja menn annar auður, sem er enn þá fastari fyrir en peningar, og það er fasteignin. Jarðirnar gefa ætíð af sér vissan og fastan gróða, og einmitt þann, sem veitir nauðsynj- arnar. Þetta er og að vísu satt, að jarðeignin er einhver bezti og vissasti auður . .., en hún er að því leyti eins og peningar, að hún er i sjálfri sér ekki til að bæta úr nauðsynjum manna . .. Jörðin verður þá aðeins fögur og nytsöm eign, þegar hún verður gjörð sem hent- ugust til að gefa af sér nauðsynjar manna; því meira sem menn geta fengið hana til að gefa af sér af nauðsynlegum og gagnlegum hlutum, því meira virði verður hún og því meira gagn gjörir hún. Vér getum með réttu sagt, að eigin- lega sé auðurinn nægt af þeim hlutum, sem liorfa mönnum til gagns og nauðsynja." Arnljótur Ólafsson og „Auðfræði“ hans Sá íslendingur, sem fyrstur lagði kerfis- bundna stund á þau fræði, sem við nú nefn- um hagfræði, var séra Arnljótur Ólafsson. Hann hafði fyrstur Islendinga stundað hag- frœðinám við Hafnarháskóla, þótt ekki lyki hann prófi i þeirri grein. Var hann stórfróður um íslenzk efnahagsmál, ritaði margt um þau efni og samdi landshagskýrslur. Á Alþingi 1877 voru honum veittar 400 kr. af landsfé til þess að semja rit um þau efni, sem nefnd voru ökonomia á erlendum málum. Kom bókin út 1880, og er það fyrsta íslenzka ritið um fræði- lega hagfræði. Iíveðst séra Arnljótur aðallega hafa stuðzt við kenningar Bastiats, eins kunn- asta hagfræðings Frakka. Bókin ber þó með sér, að hann hefur þekkt helztu hagfræðirit sinnar tíðar. Rit sitt nefndi séra Arnljótur Auðfræði, og virðist hann nota það orð í svip- aðri merkingu og nú er lögð í almenna eða fræðilega hagfræði. Þau fræði, sem heimfærði hin almennu auðfræðislög til þjóðlífsins, nefn- ir hann félagsfræði, en auðfræðina og félags- fræðina nefnir liann einu nafni þjóðmegunar- fræði. Bók sína byrjar hann þannig: „Auðfræðin lýsir mannlegum þörfum; hún sýnir oss, hvernig náttúran með gjöfum sínum og gæðum, og hvernig maðurinn með athöfn- um sínum og erfiðismunum megnar bezt að fullnægja þörfum sinum, og hún bendir oss á, hvernig maðurinn fái náð þvi aðaltakmarki sinu hér i heimi: að lifa sæll og vera drottinn jarðarinnar." ökonomi: þjóðmegunarfræði Ég gat þess áðan, að fræði þau, sem við nú nefndum hagfræði, hafi mótazt á síðari hluta 18. aldar. Lærisveinar Quesnays hins frakk- neska nefndu sig „économistes" eða ökonoma. Fræði Adams Smith voru nefnd political economy eða ökonomia. Fyrsta íslenzka þýð- ingin á þessu orði, sem ég hef rekizt á, er hjá Ólafi Stephensen stiftamtmanni i ritgerð hans um jafnvægi bjargræðisveganna á íslandi i gömlu félagsritunum 1787. Þýðir hann þar orðið öconomia með búvisi, og er það bók- stafleg þýðing orðsins. Það er komið úr grísku, dregið af orðinu oikos, sem þýðir hús, bú eða búskapur. Orðið ökonomi þýðir því húshald, búskapur og enn fremur hagsýnn búskapur, sparsemi og fræðin um búskapinn. Tæpum tuttugu árum siðar þýðir séra Björn Halldórs- son orðið með hagspeki og notar þá forskeytið hag í merkingunni hagsýni. En orðið hag- speki kemur fyrir í fornu máli, t. d. í Hugsvinns- málum og Konungsskuggsjá, og merkir þar hagsýni. í grein i Nýjum félagsritum 1842 þýðir 25

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.