Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Qupperneq 30

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Qupperneq 30
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM þar sem hann vekur athygli á því, a?5 orðið hagfræði sé notaS i tvenns konar merkingu, og bendir réttilega á, að það sé óheppilegt. Sting- ur hann þar upp á því að festa notkun orðsins hagfræði i merkingunni ökonomi, en taka upp orðið talfrœði fyrir statistík. Kveður liann mega halda orSunum hagstofa og hagskýrslur þrátt fyrir þaS, þótt einnig mætti nota orðin talstofa og talskýrslnr. Ekki náði þó orðið tal- fræði útbreiðslu. Þegar tekin var upp kennsla i viðskiptafræðum við háskólann 1941, og hafin var kennsla í statistík, þ. e. fræðunum um öflun talnauppiýsinga, úrvinnslu þeirra og framsetningu, var tekið upp orðiS tölfrœði, þ. e. stuðzt við fleirtöluorðmvndina af orðinu tal i merkingunni talning. Tekið var svo jafn- framt að nota orðið haglýsing til þess að tákna almcnna lýsingu efnaliagslífsins og stofnana þess. íslenzkir hagfræðingar Fyrsti íslendingurinn, sem lauk háskóla- prófi i hagfræði, var Indriði Einarsson. Lauk liann kandidatsprófi i liagfræði við Hafnarhá- skóla 1877 og stundaði síðan framhaldsnám i Edinborg. Er lieim kom, réðist hann sem að- stoðarmaður iandfógeta og endurskoðandi landsreikninga, en varð siðar fulltrúi og skrif- stofustjóri í fjármáladeild stjórnarráðsins. Það kom sér vel, að íslendingar skyldu eignast fyrsta hagfræðing sinn skömmu eftir að þeir öðluðust fjárforræði. Verkefnin reyndust meira en nóg. Það féll i hlut Indriða Einarssonar að semja landshagskýrslur þær, sem gefnar voru út af stjórnarráðinu frá 1878 til 1914, þegar Hagstofa íslands var stofnuð. Þótt Indriði Einarsson sé þjóð sinni kunnastur sem rithöf- undur, mun brautryðjendastarf lians í íslenzkri hagfræði og hagskýrslugerð ekki síður halda nafni hans á lofti, slíkt feykistarf sem hann innti af hendi á þeim vettvangi. Tólf árum síðar eða 1889 tók annar íslend- ingur liagfræðipróf við Kaupmannahafnarhá- skóla, Sigurður Briem, síðar póstmálastjóri. Þá gátu lögfræðingar tekið viðbótarpróf við Hafn- arháskóla scm hagfræðingar, og gerðu það tveir menn, Jón Krabbe skrifstofustjóri, 1898, og Magnús Jónsson siðar lagaprófessor, 1907. Næstu íslendingarnir, sem luku hagfræðiprófi, voru þeir dr. Þorsteinn Þorsteinsson, 1908, Georg Ólafsson og Ólafur Björnsson, 1909, og Jónas Einarsson, 1910. Dr. Þorsteinn varð hag- stofustjóri, þegar Hagstofa Islands var stofnuð 1914, og féll það í hans hlut að endurskipu- leggja alla hagskýrslugerðina. Vann hann mikið og merkilegt starf á því sviði, auk þess sem hann ritaði margt um hagfræði og tölfræði, t. d. um Verðbreytingar siðari ára i Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga 1923 og Efnahags- mál íslands í heimsstyrjöldinni fyrri og eftir hana, en sú bók var samin fyrir safnrit um Norðurlöndin öll. Á fimm ára afmæli viðskipta- fræðakennslunnar við Háskólann sæmdi laga- og iiagfræðideildin hann nafnbótinni doctor oeconomiae honoris causa i viðurkenningar- skyni fyrir brautryðjendastörf hans, og er hann hinn eini, sem þá sæmd hefur hlotið. Georg Ólafsson vann að landshagsskýrslum og á hagstofunni, var skrifstofustjóri Verzlunar- ráðsins og siðan landsbankastjóri. Ólafur Björnsson varð ritstjóri ísafoldar og forstjóri ísafoldarprentsmiðju. Árið 1917 lauk svo Héð- inn Valdimarsson, síðar forstjóri og alþingis- maður, kandidatsprófi í hagfræði í Höfn. Þá fóru menn og að leggja leið sína til Þýzkalands til hagfræðináms, og lauk dr. Kristinn Guð- mundsson utanrikisráðherra fyrstur íslendinga hagfræðiprófi þar i landi, en á eftir honum komu þeir dr. Björn Björnsson og dr. Oddnr Guðjónsson. Næst á eftir Danmörku hafa flestir íslendingar stundað hagfræðinám í Þýzkalandi. Nokkrir hafa þó stundað hagfræðinám í Bret- landi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Alls munu rúmlega 40 íslendingar hafa lokið hagfræði- prófi. 7 íslendingar hafa lokið doktorsprófi í hagfræði. Frá stofnun viðskiptadeildarinnar við Háskóla íslands hafa 88 viðskiptafræðing- ar lokið þar kandídatsprófi, og nokkrir munu hafa lokið hliðstæðu prófi við erlenda háskóla. Nokkrir þeirra ,sem lokið hafa kandidatsprófi i viðskiptafræðum við háskólann hér, hafa síðar lokið hagfræðiprófi við erlenda háskóla. íslenzk hagfræðirit Flestir íslenzkir hagfræðingar hafa verið starfsmenn hins opinbera. Hins vegar hefur meiri hluti viðskiptafræðinganna gengið i þjónustu atvinnu- og viðskiptalifsins. Megin- störf hagfræðinganna hafa verið. við ýmiss konar stjórnsýslu auk hagskýrslugerðar og ein- stakra rannsókna á ýmsum sviðum efnahags- 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.