Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 42

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 42
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM unar á höfuðstól sjóðanna, ef ekki kœmi til óafturkræft rikisframlag. Byggingarsjóður nýt- ur 2.5 m. kr. framlags á ári og starfar með tiltölulega minna lánsfé. Er hann því jafnan með tekjuafgang, ])egar rikisframlagið er talið með. En Ræktunarsjóður hlýtur aðeins 0.5 m. kr. og starfar með mikið lánsfé, enda varð 555 þús. kr. tekjuhalli að ríkisframlagi meðtöldu árið 1955. Áætlað er að hallinn verði 620 þús. kr. árið 1956, þótt reiknað sé þá með 1.6 m. kr. framlagi frá ríkissjóði. í framanrituðu er átt við reglulegt ríkisfram- lag samkvæmt lögum. Öll árin hefur ríkissjóð- ur veitt sjóðunum stór og smá lán. Síðar hefur sumum þeirra verið breytt i framlög. Töflur X og XI sýna hina endanlegu ráðstöfun, þ. e. slík framlög eru talin með hinum reglulegu á því ári, sem lánið hafði verið veitt. Af greiðsluafgangi ríkissjóðs árið 1955 var veitt 22 m. kr. til Ræktunarsjóðs í lánsformi. Raunverulega er fé þetta fullnotað í árslok 1955 i krafti bráðabirgðaráðstafana, þannig að þær 13 m. kr., sem bókaðar eru á 1956 (tafla X), fara allar til greiðslu bráðabirgðalána. Fjáröflun sjóðanna frá lagasetningunum 1946 og 1947 má skipta í þrjú timabil. Fyrstu árin eða til og með 1951 skipta fjárveitingar ríkis- ins, framlög og lán, meginmáli, en engin lán eru tekin hjá öðrum aðilum, nema bráðabirgða- lán. Árið 1952 verða þáttaskil, er lántökur hjá Alþjóðabankanum hefjast fyrir milligöngu rík- isstjórnarinnar og siðan Framkvæmdabankans. Alls nema þessar lántökur árin 1952—1955 38.4 m. kr., en af þeirri upphæð hefur 23 m. kr. runnið til Ræktunarsjóðs, en 15.4 m. kr. til Byggingarsjóðs. Enn verða þáttaskil með árinu 1954, er lán frá Framkvæmdabankanum af stofnfé bankans sjálfs hefjast. Á því ári lán- aði bankinn 5 m. kr. til Ræktunarsjóðs og 3 m. kr. til Byggingarsjóðs. Þessi lán frá Fram- kvæmdabankanum hafa numið árin 1954 og 1955 og eru áætluð fyrir 1956 sem hér segir til beggja sjóðanna samanlagt, talið í þús. kr.: 1954 1955 1956 8 000 13 500 16 000 Hvað Byggingarsjóð snertir má telja, að fjórði þátturinn í fjáröfluninni hefjist með stofnun Hins almenna veðlánakerfis. Fjár- magnsmiðstöð kerfisins er veðdeild Lands- bankans, er lánaði Byggingarsjóði 7.8 m. kr. árið 1955 og áætlað er að láni 4.2 m. kr. 1956. Þriðjungur lánsins árið 1955 er visitölutryggð- ur, án þess þó að Byggingarsjóður láni út gegn sömu tryggingu. Skapar það sjóðnum verð- bólguáliættu. Enn vantar 27.7 m. kr. fjáröflun til þess að sjóðirnir geti staðið við útlánaáætlanir sinar árið 1956. Vélvæðing landbúnaðarins Stórvirkar vélar hafa gert stórstíga ræktun færa. En vélvæðingin er einnig nauðsynleg til þess að nýta að marki árangur ræktunarinnar til meiri framleiðslu og bættra afkasta og lífs- kjara. íslenzkum staðháttum henta einkum hin- ar smærri vélar og tæki, liprar til snúninga og smáverka, ódýrar í innkaupi og rekstri. Engin afstaða verður almennt tekin til þess, hvort aflið til dráttar og vélargangs skal fengið úr dráttarvél eða hestum. Slíkt ákveðst af hin- um sérstöku skilyrðum hvers bús. Sú almenna staðhæfing hefur þó fullt gildi, að stóraukinnar vélvæðingar muni þörf, bæði i aflvélum og tengitækjum. Töflur XII og XIII sýna innflutning land- búnaðarvéla og -tækja og jeppabifreiða frá 1948, c.i.f. verðmæti samkvæmt Verzlunar- skýrslum og endanlegt söluverð með kostnaði og álagningu áætluðu af innflutningsaðilum. Töflurnar sýna aðeins upphæðir. Varahlutar eru taldir með þeim vélum, er þeir tilheyra, nema varahlutar til jeppabifreiða, sem eru ekki teknir með. Með mjólkurvélum eru taldar vélar til mjólkurvinnslu. Helztu tölur töflunnar um C.I.F. verðmæti eru sem hér segir, talið i 1000 kr.: Innflutningur landbúnaðarvéla, C.I.F. verðmæti, 1000 lcr. Flokkunar- númer 1948 1951 1954 1956 712 Landbúnaðarvélar ... 4 561 4 199 5 534 5 400 713 Dráttarvélar 1 864 7 093 13 139 13 000 732-03 Jeppabifreiðar 25 1 362 5 665 7 000 Alls 6 450 12 654 24 338 25 400 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.