Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 43
SKÝRSLUR OG SPÁR
Túlkun töflunnar er erfið, þar blandast marg-
ar orsakir. Gengismál og gjaldeyrisaðstaða hafa
áhrif ásamt eftirspurn og fjárhagsgetu bœnda.
Áberandi er, hve innfiutningur gengislækkun-
arársins 1950 er lágur, en hár árið áður. Milli
þessara tveggja innflutningsára koma raun-
verulega bæði gengislækkunin gagnvart dollar
í september 1949 og almenna gengislækkunin
1950. Eðlilegt er, að á slikum tímamótum sé
það tekið til nýrrar yfirvegunar, hversu mikil
vélanotkun er hagkvæm. Búvélainnflutningur-
inn nær sér verulega upp aftur 1951—1953,
en með árinu 1954 tvöfaldast hann frá árinu
áður og hækkar enn 1955. Af einstökum lið-
um hefur orðið gífurleg aukning innflutnings
dráttarvéla og jeppa, en önnur tæki liafa staðið
furðanlega i stað. Á næstu árum má þó reikna
með verulega auknum kaupum tengitækja við
j)ann mikla dráttarvélastofn, sem nú liefur ver-
ið komið á fót.
Um heildaráætlun vélvæðingarinnar fram til
1960 vísast að öðru leyti til síðasta kafla þess-
arar ritgerðar.
Heildarkostnaður og gjaldeyris-
kostnaður
í undanfarandi köflum hafa einstakir þættir
landbúnaðarframkvæmdanna verið teknir til
meðferðar. Það er því tímabært að gera yfirlit
um heildarkostnað allra framkvæmdanna.
Einnig vaknar spurningin, hversu mikill sé
beinn gjaldeyriskostnaður vegna framkvæmd-
anna. í töflu XIV, Landbúnaðarframkvæmdir
1952—1957, er leitazt við að gera slíkt yfirlit
um tilgreint árabil.
Heildarkostnaðarliðirnir eru samdráttur úr
töflum, er skýrðar hafa verið og þurfa því
varla skýringar við. Þó er vert að benda á
það, að hinn milcilvægi liður, bústofnsaukn-
ingin, er ekki meðtalinn. Búfjáraukningin hef-
ur algera sérstöðu, bæði hvað kostnað og fjár-
mögnun snertir og tæplega er hægt að ákveða
beinan gjaldeyriskostnað við fjölgunina. Vilji
menn bæta verðmæti bústofnsaukningarinnar
við heildarkostnaðinn, hefur liún verið áætluð
sem hér segir fyrir árin 1952—1957, og fæst
þá eftirgreind heildarupphæð framkvæmda á
umræddu árabili.
Landbúnaðarframkvæmdir 1952—1957, milljónir króna
1952 1953 1954 1955 1950 1957
Heildarkostnaður, tafla XIV . 107 106 148 171 188 192
Bústofnsaukning 5 43 45 13 25 30
Alls 112 149 193 184 213 222
Gjaldeyriskostnaður á töflunni sýnir áætlun-
artölur um f.o.b.-verðmæti byggingarefna, véla
o. s. frv., er ganga beinlínis inn i viðkomandi
fjármunamyndun. Taflan sýnir ekki óbeinan
gjaldeyriskostnað, er stafar af notkun véla o. þ.
h. við framkvæmdir. Gjaldeyriskostnaðurinn er
í kringum 30% af heildarkostnaði.
Helztu tölur töflunnar fara hér á eftir:
Landbánaðarframkvæmdir
Eining 1952 1954 1957
Heildarkostnaður . M. kr. 107.4 148.7 192.3
Gjaldeyriskostnaður Hundraðstölur gjaldeyriskostnaðar af . M. kr. 34.6 48.5 57.0
heildarkostnaði % 32.2 32.6 29.6
Samanburður við upphaflega áætlun
Tafla XV, Samanburður nokkurra þátta upp-
haflcgu tíu ára áætlunarinnar (ágúst 1950) við
endurskoðaða útgáfu hennar (ágúst 1955). Hér
eru leidd saman nokkur aðalatriði þeirra
taflna, er samdar voru í ágúst 1950, og þeirra,
er nú liggja fyrir. í fyrsta lagi er upphaflega
áætlunin borin saman við raunverulega þróun
liðinna ára. í öðru lagi er hún borin saman
við það, sem nú er ætlað að þróun komandi
ára muni bera í skauti sér.
Fyrri áætlunin hefur gert ráð fyrir, að ný-
rækt túna tæki fyrst stórt stökk upp á við, en
41