Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 44

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 44
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM færi síðan smáminnkandi niður í árlegt lág- mark. Reynslan hefur sýnt lítil stökk, en i heild nokkra hækkun, og er gert ráð fyrir framhaldi þeirrar hækkunar. Fram til þessa hefur áætlunin ekki staðizt. Engu að síður hefur ræktunin skilað meiri árangri en við var búist. Sauðfé er talið hafa numið 641.5 þús. um síðustu áramót, en á- ætlunin gerði ráð fyrir 530 þús. Fjölgun um- fram áætlun er 111.5 þús. eða fjölgun alls nær tvöfalt meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Nautgripir eru að visu nokkru færri en áætlað var, en það skiptir ekki meginmáli, heldur hitt, að mjólkurframleiðslan hefur gert heldur betur en að standast áætlun, ef samræmi er í gerð áætlananna fyrr og síðar um mjólkur- magn. í stað nokkurrar árlegrar aukningar á magni nautgripakjöts skiptast þar á hæðir og lægðir og er það i samræmi við gripafjöldann. Að sjálfsögðu kostar fjölgun sauðfjárins það, að kindakjötsmagn er minna árin 1952 og 1953 en áætlað var, þar eð ekki er hægt að gera bæði að éta kökuna og geyma hana. Árið 1954 nær kjötmagnið áætluðu magni, enda þótt fénu sé um leið fjölgað um hartnær 100 þús. fjár. Á þessu ári fer kindakjötið að meðreiknuðu slátri væntanlega 2000 tonn fram úr áætlun, og er þó gert ráð fyrir fjölgun tæplega 30 þús. fjár. Árangur þessi er þó ekki að öllu leyti réttur meðaltalsárangur af ræktun landsins, heldur kemur þar góðæri til, þar sem sumrin 1953 og 1954 voru sérstaklega góð heyskaparsumur, bæði um sprettu og verkun. Kann þvi að reyn- ast erfitt að staðfesta þennan árangur og halda áfram í sama dúr, einkum eftir slíkt sumar sem hið siðast liðna (1955). Töflur I—IV bera með sér slíka erfiðleika. Að vísu er hægt að yfirstiga þá í flestum tilfellum með auknum tilkostnaði, svo sem með aukinni áburðar- notkun. En þá er komið út í spurninguna miklu um arðvænleik og reksturshagkvæmni búrelcstursins á komandi árum. En það var tekið fram i inngangi þessara skýringa, að á það mark væri ekki miðað við gerð þessara spásagna. Þróun landbúnaðarins 1951—1960 Tafla XVI, Þróun landbúnaðarins 1951— 1960 — Áætlun og framkvæmd — gefur yfirlit yfir áætlaða heildarframkvæmd á hverju sviði 1951—1960, og hversu miklum framkvæmdum er lokið til ársloka 1954, bæði í magntölum og hundraðstölum. Við athugun hundraðstalnanna ber að sjálfsögðu að hafa í huga, að 4 ár af 10 eru liðin, þannig að 40% framkvæmd væri eðlileg, ef framkvæmdir skiptust jafnt á ára- bilið. Þá ber og að varast það að meta gang framkvæmdanna í heild eftir einföldu meðal- tali hundraðstalnanna. Þær hafa að sjálfsögðu mjög misjafnt gildi eftir heildarkostnaði áætl- aðra framkvæmda i hverri grein. Liðir A. Nýrækt túna, B. Framræsluskurðir, D. Búpeningur og F. íbúðarhús í sveitum, þurfa ekki frekari skýringa við en þeirra, er þegar hafa verið gefnar. Liður C. Nýbýli, er áætl- aður í samráði við landnámsstjóra. Áætlun um útihús og landbúnaðarvélar þarf aftur á móti sérstakrar athugunar við. Áætluð eign þessara fjármunaflokka í árslok 1960 er án frádráttar vegna þeirra útihúsa og véla, er falla úr notkun vegna úreldingar, slits eða annarrar eyðileggingar. Gert er ráð fyrir end- urbyggingu slæmra útihúsa, eftir því sem efni og ástæður eru taldar leyfa. Við það er byggt á landsyfirliti um byggingarástand útihúsa á sveitabýlum um áramótin 1952—1953, er bún- aðarmálastjóri lét góðfúslega í té. Samkvæmt því yfirliti var fjórðungur lilöðu- rýmis að hestatölu eða hlöður fyrir 670 þús. hesta í slæmu ástandi. Reiknað er með því, að byggt sé yfir heyaukninguna til og með 1960 og yfir 670 þús. hesta að auki. Verða slæmar hlöður þá ekki í notkun nema þá til vara, þegar heyfengur er sérlega mikill. Einnig geta orðið nokkur áraskipti í verkun heysins, hversu mikið er verkað sem vothey og þurr- hey, og er því mjög nauðsynlegt, að hlöðu- rými sé nokkru meira en meðalheyfengur. Þá er og liklegt, að úreltar hlöður verði i nokkr- um mæli teknar til annarra nota, t. d. sem vélaskýli. Búnaðarfrömuðir hvetja bændur til þess að eiga votheysgeymslur fyrir helming lieyfengs- ins. Miðað við reynslu fyrri ára er þó tæplega gerandi ráð fyrir, að meira en helmingur ár- legrar aukningar að hestatölu verði votheys- geymslur og er reiknað með þvi, þar sem töflu VI sleppir. Nokkru erfiðara er að gera sér grein fyrir, hversu mikið muni losna af slæmum fjósum. Fjósin eru talin i kúafjölda, og er engin leið að umreikna mismunandi aldursflokka í þessa 42

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.