Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 6
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
1920 er árið sem telja má að gúmmístígvél
hafi orðið almannaeign á Íslandi.
Vatnsstígvél eða vaðstígvél sáust
fyrst í íslenskum verslunum um
aldamótin 1900.
IÐNAÐUR Rannsókn Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA) á því hvort orku-
samningar vegna fyrirhugaðs kísil-
vers PCC á Bakka við Húsavík feli í
sér óheimila ríkisaðstoð getur tekið
allt að tólf mánuði. Sveitarstjóri
Norðurþings segir heimamenn anda
rólega þrátt fyrir að þeir hafi beðið
í um áratug eftir iðnaðaruppbygg-
ingu á svæðinu.
„Á meðan þessi
óvissa ríkir anda
menn rólega en
auðvitað hefur
þetta gríðarlega
mikið um það að
segja hvernig við
náum að spila úr
okkar málum og
þróa okkar sam-
félag áfram. Við
treystum því á að menn leysi þetta,“
segir Kristján Þór Magnússon,
sveitarstjóri Norðurþings.
ESA tilkynnti á miðvikudag að
stofnunin hefði efasemdir um að
væntar tekjur af orkusölu Lands-
virkjunar til þýska fyrirtækisins
væru nægar miðað við áætlaðan
kostnað við byggingu og rekst-
ur Þeistareykjavirkjunar. Einnig
telur ESA óljóst hvort nærri fimm
milljarða króna fjárfesting, sem
nauðsynleg er til að tengja verk-
smiðju PCC og virkjunina við
flutningskerfi Landsnets, kunni
að fela í sér ívilnun til þýska fyrir-
tækisins sem yrði þá fjármögnuð
með auknum kostnaði notenda sem
fyrir eru.
„Ég veit ekkert hvort né með
hvaða hætti þetta mun hafa áhrif
á framgang verkefnisins. Þetta er
fyrst og síðast mál á milli Lands-
virkjunar og PCC sem þau þurfa
að leysa. Við erum að vinna eftir
okkar tímalínum og þetta hefur
sannarlega engin áhrif á fyrri
úrskurði ESA sem snúa að þeim
samningum sem Norðurþing og
ríkið gerðu við PCC,“ segir Krist-
ján.
Forsvarsmenn PCC komu hingað
til lands í síðustu viku og tilkynntu
þá að lokaákvörðun um byggingu
kísilversins yrði ekki tekin á þessu
ári eins og til stóð. Sögðust þeir
vona að ákvörðun gæti legið fyrir
fljótlega eftir áramót þegar fjár-
mögnun verkefnisins yrði komin á
hreint.
Kristján segir aðspurður að sveit-
arfélagið ætli ekki að hefja jarð-
vegsframkvæmdir á Bakka fyrr en
ákvörðun PCC liggur fyrir.
„Ég reikna ekki með því. Ég held
að ef að menn rýna í það sem hefur
gerst í Helguvík þá ætti það að
vera víti til varnaðar,“ segir Krist-
ján og vísar til ákvörðunar bæj-
aryfirvalda í Reykjanesbæ um að
hefja undirbúning komu kísilvera í
Helguvík áður en öll verkefnin eru
í hendi.
Kristján bendir einnig á að Norð-
urþing hefur átt í samskiptum við
önnur fyrirtæki sem hafa sýnt
Bakka áhuga. Eitt þeirra er félagið
Klappir Development sem hefur
kynnt áform um byggingu 120 þús-
und tonna álvers á svæðinu fyrir
bæjaryfirvöldum.
„PCC hefur sýnt það í verki að
fyrirtækið vill vera fyrst inn á
svæðið og á meðan hafa viðræður
við aðra ekki staðið yfir. Ég held því
að allir séu sammála um að þessi
rannsókn megi ekki taka allt að ár
ef það er mögulega hægt að komast
hjá því.“ haraldur@frettabladid.is
Kísilverið getur tafist um ár
en Húsvíkingar anda rólega
Sveitarstjóri Norðurþings segir heimamenn rólega þrátt fyrir að rannsókn ESA á orkusamningum við PCC geti
tekið allt að tólf mánuði. Jarðvegsframkvæmdir á Bakka hefjast ekki fyrr en lokaákvörðun þýska fyrirtækisins
liggur fyrir. Framkvæmdir í Helguvík víti til varnaðar. Önnur verkefni í biðstöðu á meðan rannsókn stendur yfir.
BAKKI VIÐ HÚSAVÍK ESA samþykkti í mars síðastliðnum ríkisaðstoð sem Norður-
þing og ríkið veittu PCC í formi skattaívilnana og framkvæmdastyrks.
KRISTJÁN ÞÓR
MAGNÚSSON
Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, seg-
ist ekki eiga von á athugasemdum frá ESA vegna raforku-
samnings fyrirtækisins við Landsvirkjun vegna kísilversins
sem United ætlar að reisa í Helguvík.
„Við höfum hlerað hvort þetta sé eitthvert vandamál
en svo er ekki því við erum að kaupa raforku sem er til og
það er ekki verið að byggja nýja virkjun fyrir okkur. Því er
ekki verið að bera virkjunarkostnað saman við það sem
við erum að kaupa. Svo er ég viss um að við borgum hærra
raforkuverð en álverin, samkvæmt meðalverði sem birt er
í ársskýrslu Landsvirkjunar, og því get ég ekki séð að okkar
samningur geti innihaldið einhvers konar ríkisstyrk,“ segir Magnús.
Byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar samþykkti byggingarleyfi United
Silicon í síðustu viku. Búið er að hanna verksmiðjuna og jarðvegsfram-
kvæmdum á lóð fyrirtækisins er lokið.
„Nú er að hefjast steypuvinna og verkið er því á áætlun,“ segir Magnús.
Býst ekki við athugasemdum frá ESA
MAGNÚS
GARÐARSSON
STJÓRNSÝSLA Niðurstaða umboðs-
manns Alþingis vegna frum-
kvæðisathugunar á samskiptum
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
fyrrverandi innanríkisráðherra,
og Stefáns
Eiríkssonar,
fyrrverandi
lögreglustjóra,
verður ekki birt
fyrr en í fyrsta
lagi um miðjan
janúar.
Í tilkynningu
sem birt var
á vef umboðs-
manns í gær
segir að fyrrverandi innanríkis-
ráðherra hafi óskað eftir fresti til
að koma að frekari sjónarmiðum
í tilefni af frumkvæðisathugun-
inni. Umboðsmaður hafi fallist á
þessa beiðni og veitt henni frest
til 8. janúar næstkomandi.
- jhh
Umboðsmaður veitir frest:
Niðurstaða birt
eftir áramót
UPPLÝSINGATÆKNI Skráðum versl-
unum í vefgáttinni Kjarni.is hefur
fjölgað um nærri helming frá stofn-
un síðunnar snemma árs 2013. Þá
voru skráðar 250 íslenskar netversl-
anir, en þær eru nú tæplega 500.
Þór Sigurðsson hjá Kjarni.is segir
netverslun í sókn, verslunum hafi
fjölgað mjög síðustu mánuði. „Velta
netverslana eykst að sama skapi
milli ára og vöruúrval eykst jafnt
og þétt,“ segir hann og bendir á að
samkvæmt könnun sem Hagstofan
gerði á síðasta ári hafi 56 prósent
Íslendinga notað netverslun síðustu
12 mánuði og velta numið um 1,4
milljörðum króna.
Þór segir vöxt í netverslun hér á
landi sambærilegan við nágranna-
löndin, eða allt að 15 prósent milli
ára. „Netverslun vex fimm til sex
sinnum hraðar í heiminum en smá-
söluverslun og íslenskir kaupmenn
munu klárlega ekki sitja eftir, því
mikil tækifæri eru í netverslun.
Verslun á netinu nær með auðveld-
ari hætti til stærri markaðssvæða
en verið hefur,“ segir hann. - óká
Forsvarsmaður Kjarna.is segir mikil tækifæri felast í verslun á netinu:
Netverslunum fjölgar milli ára
ÞÓR SIGURÐSSON Þór bendir á að
vestanhafs hafi nýverið verið meira keypt
á svokölluðum Cyber Monday-tilboðsdegi
á netinu en á Black Friday-útsölunum.
MENNING Akureyrarbær og Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands hafa
gert með sér samning um fram-
lög Akureyrarbæjar til rekstrar
Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands á árunum 2015-2016.
Markmið samningsins er að
styðja við uppbyggingu hljóm-
sveitarinnar sem meginstoðar
sígildrar hljómsveitartónlistar
utan höfuðborgarsvæðisins og
stuðla að því að Akureyri verði
þungamiðja öflugs menningar-
starfs á landsbyggðinni.
Akureyrarbær mun leggja til
samtals 95 milljónir og greiða
niður húsaleigu fyrir hljómsveit-
ina.
Fjárhæðir samningsins eru með
fyrirvara um framlög mennta- og
menningarmálaráðuneytis.
- sa
Akureyrarbær styrkir SN:
95 milljónir til
Sinfóníunnar
HANNA BIRNA
KRISTJÁNS-
DÓTTIR
SJÁVARÚTVEGUR Þýsk dóttur-
félög Samherja, Icefresh GmbH í
Frankfurt og Cuxhavener Reed-
erei GmbH í Cuxhaven, hafa
keypt 20 prósenta hlut í einu
stærsta sjávarútvegsfélagi Nor-
egs, Nergaard AS, samkvæmt til-
kynningu frá fyrirtækinu.
Nergaard stundar veiðar, vinnslu
og sölu sjávarafurða frá Noregi.
Félagið rekur fimm togara og er
með sex starfsstöðvar í Norður-
Noregi. Ársvelta Ner gaard er um
35 milljarðar íslenskra króna. - ih
Þýsk dótturfélög fjárfesta:
Samherji eignast
í norskri útgerð
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
STORMUR Á SUNNUDAG Fínasta veður víða á landinu í dag og lægir um landið
austanvert er líður á. Suðvestanátt á morgun með snjókomu eða éljum sunnan og
vestan til en aðra nótt gengur í norðan storm með hríðarveðri fyrir norðan.
-5°
7
m/s
-4°
7
m/s
-7°
2
m/s
-1°
9
m/s
5-10 m/s
en 8-15
SV-til.
15-23 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
3°
18°
-1°
11°
14°
3°
7°
7°
7°
23°
10°
17°
17°
12°
8°
7°
5°
8°
-6°
7
m/s
-4
15
m/s
-7°
8
m/s
-4°
9
m/s
-8°
2
m/s
-8°
3
m/s
-12°
7
m/s
2°
-2°
-1°
-4°
-2°
-4°
-4°
-7°
-5°
-6°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
SUNNUDAGUR
Á MORGUN